Stjarnan - 01.12.1940, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.12.1940, Blaðsíða 2
98 ST J ARN AN hjálpinni, eins og jurtin, sem óx upp af litla frækorninu, sem nú breiðir sig út, til að njóta svo mikils sem unt er af ljósi, lofti, regni, dögg og sól. Lifandi trú þekkir ekkert til þeirra vandræða, sem vísindamenn nútímans eru að berjast við. Hún hefir aðeins tvent i huga, neyðina sem hún þarf að fá hjálp með, og hann, sem einn getur hjálpað. Hún hefir engan tíma til hugleiðinga sem vekja efa eða sem heimta djúpar rannsóknir. Hún hefir komið auga á hinn guðdómlega, lifandi frelsara. Það er nóg. Nú er aðaltak- markið að njóta návistar og hjálpar hans. Trúin styrkist við æfinguna, og tekur æ dýpri rætur, hún breiðist líka út öðrum til hjálpar, og nær lengra og lengra upp í hæðirnar. Hún blómgvast og ber ávöxt sem nær að þroskast. Þetta skeður svo hægt og smámsaman að hinn trúaði verð- ur varla var við það, en þetta er veruleiki, sem á sér stað og það er hið mest áríðandi. Afturhvarfið frá vantrú til trúar skeður oft alt í einu, en þroski trúarinnar tekur langan tíma. Enginn þarf að vera hug- sjúkur yfir þessu, heldur aðeins æfa þá trú, sem maður hefir og leita Drottins af einlægu hjarta. Höldum oss stöðugt við Jesú og sleppum honum ekki, því vér getum ekki lifað án hans. —E. S. Treyátið Guði Nefnd manna heimsótti skóla einn og sáu þar dreng, sem var mállaus, en hann var svo glaðlegur og skynugur, að þeir veittu honum sérstaka eftirtekt. Einn þeirra spurði hann hver hefði skapað heiminn. Drengurinn tók spjaldið sitt og skrifaði: “í upphafi skapaði Guð himin og jörð.” Annar spurði: Hvernig væntir þú að verða frelsaður?” Hann skrifaði: “Það er sannur lærdómur og í alla staði viðtöku maldegur, að Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn.” Sá þriðji spurði: “Hversvegna hefir Guð gjört þig mállausan, þegar allir um- hverfis þig hafa bæði mál og heyrn?” Drengurinn hnyklaði brýrnar augnablik og skrifaði síðan: “Faðir, 'þannig varð það, sem þér er þóknanlegt.” Guðs vegir eru alt pðruvísi en vorir, en það eru dýrmæt einkaréttindi, sem vér höfum að bera fullkomið traust til hans og vita að alt er hezt eins og hann hagar því til. Ef vér gefurn honum fullkomið vald yfir lífi voru, þá munum vér seinna fá að skilja hversvegna þetta eða hitt mætti oss á lífsleiðinni, sorg eða gleði, meðlæti eða mótlæti, og þá munum vér sjá að alt varð oss til blessunar og Guði til dýrðar. Vor Guð er alvitur. Hann sér endann frá byrjuninni á lífsferli vorum, þar sem vér sjáum aðeins eitt fótmál í senn, og stundum ekki svo langt framundan. Stundum vill hann að vér lifum í trú án þess að sjá tilgang hans. Guð er kærleikur^ Það gleður hann að sjá oss jarðnesku börnin sín hamingju- söm, er hann hefir uppfylt þrá hjartna vorra. En stundum er það ekki oss fyrir beztu, að öðlast alt það, sem hjartað girn- ist, og hann synjar þess, af því hann elskar oss svo heitt. Vor Guð er almáttugur. Hann sem með orði sínu skapaði himin og jörð og alt sem í þeim er, hann telur jafnvel vor höfuðhár. Hann sem heldur uppi alheim- inum, hann gefur gaum að smáfuglunum, svo enginn fellur til jarðar án vilja hans. Fyrir honum er enginn hlutur ómögulegur. Hann megnar alt. Vér getum haft óbifan- lega trú á honum. í litlu þorpi á Svisslandi var drengur einn, sem var kryplingur. Hann gat hvorki hlaupið né leikið sér eins og syst- kyni hans og nágrannabörnin. Oft horfði hann döprum augum rit um gluggann og óskaði að hann gæti verið riti að leika sér. Stundum var hann hryggur, því hann fann sig svo einmana. Hann gat ekki einu sinni hjálpað móður sinni við störf henn- ar. Hann var seinn og stirður í hreyf- ingum og þær ollu honum þjáninga. Honum fanst hann væri öllum gagns- laus. Hann langaði til að deyja frá þján- ingum sínum. En móðir hans var trúuð kristin kona, og hún hughreysti hann með því að segja: “Láttu þér ekki finnast til um þetta, Guð hefir sérstakan tilgang með líf hvers einasta manns, og gleymdu því ckki að Guð hefir einhvern ákveðinn til- gang með líf þitt.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.