Stjarnan - 01.12.1940, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.12.1940, Qupperneq 5
STJARNAN 101 Mótmælandi Skömmu eftir að Leon hafði farið lit að selja bækur í suðurhluta Perú mætti hann katólska prestinum í þorpinu, sem spurði hvort hann væri mótmælandi. Leon svaraði: “Ef mótmæli gegn óhlýðni glæp- um og guðleysi fólksins meinar að vera mótmælandi, þá er eg það.” Presti geðjaðist svo vel að svari hans, að hann bað um að fá að sjá bókina, sem hann væri að selja. “Ný dagsbrún,” var titill bókarinnar. Presti leist svo vel á bókina að hann sagði: “Eg vildi að alt mitt fólk hefði þessa bók, eg skal segja því frá henni.” Presturinn hélt loforð sitt. Leon seldi fjölda af bókum O'g var alstaðar velkominn. Svo fór hann lengra inn í landið og kom í þorp eitt, sem nefnist Ocona. Þar gekk honum einnig ágætlega. Borgar- stjórinn þar varð svo hrifinn af boðskapn- um, að hann bað um að Aðventistar stofn- uðu skóla þar sem hann gæti sent yngri börn sín á hann. Hann spurði sig fyrir um skóla vora á öðrum stöðuin og sendi svo eldri börn sín á skóla vorn í Lima. Vér stofnuðum skóla í þessu þorpi og annan nokkru seinna í nágrenninu, en í árslok 1938 sendi skólastjórinn í stjórnar- skóla þorpsins ákæru gegn oss til ein- hverra af yfirvöldunum svo að skipun var send út um að loka Aðventistaskól- anum, en borgarstjórinn tók í taumana svo hvorugum skólanum var lokað. Árið 1939 höfðum vér 5 skóla í þessari bygð, fólkið tekur svo vel kenningum vor- um. Nú eru opinberar samkomur haldnar í þessu bygðarlagi og fjöldi fólks kemur saman til að hlusta á fagnaðarerindið. Þannig miðar starfinu áfram. Byrjun- in þarna var skynsamlegt og gætið svar, sem sneri væntanlegri mótspyrnu upp í samvinnu til að útbreiða bækur vorar, og þannig vekja áhuga fyrir fagnaðarerind- inu, sem mun leiða marga inn í guðs ríki. W. G. Turner. Réttarhaldiö Grundvallarlögin, sem mennirnir verða dæmdir eftir er lögmál Guðs. Hið óum- breytanlega, heilaga, réttláta lögmál, sem er endurskin eiginlegleika Guðs og opin- berun hans kærleika. Allir, sem vilja verða hluttakendur guðlegrar náttúru verða fyrir fagnaðarerindi Krists að kom- ast í samræmi við þessa mælisnúri rétt- lætisins, því með henni mælir hann allar gjörðir mannanna. Menn verða að játa synd sína og láta af henni. “Af lögmálinu leiðir þekking syndar.” “Eg hefði ekki vitað af girnd- inni, hefði ekki lögmálið sagt: Þú skalt ekki girnast.” Róm. 3:20. og 7:7. óteljandi englaskari stendur kringum hásætið þegar dómurinn fer fram. Bæk- urnar eru opnaðar og réttarhaldið byrjað. Englarnir hafa verið vitni til framferðis manna í orðum og verkurn. Dagur eftir dag líður inn í eilífðina og ber með sér skýrslu í bókum himinsins. Ef það tjald væri dregið til hliðar, sem aðskilur hið sýnilega og ósýnilega, svo menn gætu séð englana skrifa niður hvert orð og verk, sem menn verða að standa reikningsskap af í dóminum, hversu mörg orðin mundu þá ekki látin ótöluð og mörg verk ógjörð. Lögmál Guðs er það, sem dæmt er eftir, bækurnar vitna um framferði manna, englarnir standa sem vitni kring um hásæti Guðs. Jesús er talsmaður trúaðra. Nöfnin í lí.fsins bók eru kölluð upp. Það sem skráð er í bókunum er rannsakað, og engl- arnir bera sinn vitnisburð. Hvert einasta nafn er athugað, breytni hvers einstaks manns er rannsökuð, alt stendur skrifað niður. Dómarinn situr í hásæti sínu. Sakir eru frambornar, öll góðverk eru rituð í minnisbók Drottins. Guð er miskunnsamur og þolinmóður, hann vill ekki að nokkur maður glatist, heldur að allir komist til sinnisbetrunar. Hann tekur til greina tillögur hans, sem talar máli heilagra, og þar er viðstaddur, Jesús, Guðs sonur og æðsti prestur vor, lambið sem fórnfært var, sem nú talar máli Guðs barna. Hann er fær um að mæta öll-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.