Stjarnan - 01.12.1940, Qupperneq 8
104
STJARNAN
“Ótti Drottins er upphaf vizkunnar og
þekking hins heilaga sönn hyggindi.” . . .
“Kenn þeim unga þann veg sem hann á
að ganga og þegar hann eldist, mun hann
ekki af honum beygja.”
“Fel þú Drotni verk þín, þá munu ætl-
anir þínar framgang fá.” “Mannsins
hjarta upphugsar sinn veg, en Drottinn
stýrir hans gangi.” “Sá, sem gefur gætur
að orðinu hreppir hamingju, og sæll er sá,
sem treystir Drotni.” Salómon.
Smávegis
Coca Cola er almennasti drykkurinn í
Bandaríkjunum, hver flaska er aðeins 5c
en salan á þessum drykk yfir árið nemur
yfir 600,000,000 dollurum.
-f -f -f
Latvia, Estonia of Lithuanía hafa tekið
upp sið Rússa 1 því að afnema titlana Mr.,
Mrs. og Miss, en nota í þess stað fyrir alla
titilinn “borgari.”
-f -f -f
Bandaríkin hafa nú ánafnað 2 miljónir
dollara til að setja sterkar málmplötur
ofan í sjóinn eins og varnagarð fyrir
framan ýmsar hafnir landsins til að
hnekkja neðansjávarbátum og sprengi-
bátum.
-f -f -f
Cairo á Egyptalandi líður af sporð-
drekaplágu. Svo telst til að 50 manns séu
stungnir á hverri nóttu, sumir til ólífis.
Þær nætur, sem menn þurfa að haldast
við í neðanjarðarskýlum til varnar fyrir
flugvélasprengjum, verða tvöfalt fleiri
stungnir. Sérstök hjúkrunarstöð hefir
verið sett upp til að hjálpa slíkum sjúkl-
ingum.
-f -f -f
F'yrsta skifti í sögu Bandaríkjanna hef-
ir nú tala stjórnarþjóna stigið yfir eina
miljón. Frá júní 1939 til júní 1940 hefir
þeim fjölgað um 82 hundruðustu mest-
megnis til landvarnar.
-f -f -f
Vínbruggarar í Þýzkalandi eru farnir
að undrast yfir hve lengi þeir muni geta
haldið áfram með hið æfa gamla starf sitt
að framleiða áfengi, því bæði herstjórnin
og heilbrigðisstjórnin í því landi heimta
SJ'JARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
óáfengan drykk fyrir þjóðina í stað hins
almenna öls. Áfengislausir drykkir hafa i
mörg ár verið ráðlagðir af heilbrgiðis-
nefnd þjóðarinnar en nú hefir þessi stefna
einnig stuðning hersins. unglingafélaganna.
og Dr. Robert Ley, sem er formaður verka-
mannastéttarinnar.
-f -f -f
Þegar Dr. Popenov fékk að vita. að
helmingur þeirra hjóna, sem giftust í Los
Angeles heimtuðu skilnað, þá hélt hann að
tími væri til kominn að vísindin tækju
í taumana. Svo árið 1930 setti hann á
fót stofnun fyrir heimilislífið til að kenna
trúlofuðu fólki og benda því á hvers það
mætti vænta í hjúskaparstöðunni. Nú
eftir að hafa leiðbeint % miljón manns,
segir hann að ekki ein einustu hjón af
þeim hafi heimtað skilnað.
-f -f -f
Það er áætlað að um 100,000 skippund
af ónýtum jarðyrkjuverkfærum sé á víð og
dreif á enskum búgörðum. Bændur, sem
safna því saman og flytjá á tiltekna staði
geta fengið 10 dollara fyrir skippundið af
þessu járnrusli.
-f -f -f
Pappírsumslög á Bretlandi eru nú not-
uð aftur og aftur þar til þau verða útslitin.
Menn líma pappírsmiða yfir utanáskrift-
ina og geta þannig notað sama umslagið
aftur.
-f -f -f
Norsk bréf, sein send erú til Ameríku
eru stundum send yfir Petsamo með finsk-
um skipum, sem ferðast þaðan til New
York. Það er einnig hægt að senda þau
með járnbraut og flugskipum yfir Frakk-
land til Portúgal og þaðan með skipi yfir
Atlantshafið. Öll bréf til útlanda verður
að afhenda opin á norsku pósthúsin, það-
an eru þau send til þýzkra eftirlitsmanna.
Ekki má skrifa neitt nema prívat eða per-
sónulegs efnis. ,