Stjarnan - 01.02.1941, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.02.1941, Blaðsíða 2
10 STJARNAN “At' þvi þekkjum vér að vér elskum Guðs börn, þegar vér elskum Guð og höld- um hans boðorð, því að í þvi sýnir sig elskan til Guðs að vér höldum hans hoð- orð, og hans boðorð eru ekki þung.” I. Jóh. 5:2, 3. Jesús segir: “Elska skaltu Drottinn Guð þinn al' öllu hjarta, allri sálu þinni og öllu hugskoti þínu. Þetta er hið æðsta og helsta boðorð, og þessu líkt er hitt: Elska skaltu náuniga þinn, sem sjálfan þig. í þessum tveimur boðorðum er innifalið alt lögmálið og spámennirnir.” Matt 22:37-40. Kærleikurinn er grundvöllur alheims- ins. Guð auglýsir kærleika sinn í öllu umhverfis oss. Hann gefur oss föt og fæði og öll gæði lífsins, svo óskar hann í þakklætisskyni að vér elskum hann og þjónum honum, og kærleika vorn sýnum vér í hlýðni við hann. Boðorð Guðs eru reglan sem hann vill vér fylgjum. Sá, sem ber lotningu fyrir skapara allra hluta hefir enga freistingu til að hafa aðra Guði. Honum er ljúft og létt að halda fyrsta boðorðið. Vér megum heldur ekki búa til myndir eða líkneski eftir neinu sem er á himni eða jörðu, eða undir jörðinni. Vér megum ekki falla fram fyrir þeim né tilbiðja þær. Kristinn maður vill held- ur ekki leggja Guðs nafn við hégóma. Ef menn hefðu altaf hlýtt hvíldardags- boðorðinu, þá hefðu engir orðið skurð- goðadýrkendur eða heiðingjar, því allir íbúar heimsins hefðu þá heiðrað skapara himins og jarðar. Þess vegna býður Guð: Minstu þess að halda hvíldardaginn heil- agan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna alt þitt verk; en sjöundi dagurinn er hvíldardagur, helgaður Drotni Guði þín- um; þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgar- hliða þinna; því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og alt, sem í þeim er, og hvildist sjöunda daginn; fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.” 2. Mós. 20:8-11. Þetta boðorð minnir stöðugt á, að sá Guð, sem vér tlibiðjum Oig þjónum er sá Guð, sem skapaði himin og jörð. Hinn sanni Guð og enginn annar verðskuldar lotningu vora og þjónuslu. Hlýðni er hið fullkomnasta merki kær- leikans. Ef vér elskum einhvern þá mun- um vér leitast við að þóknast honum í öllu. Jesús spurði einu sinni: “Því kallið þér mig herra, en gjörið þó ekki það sem eg býð yður.” Lúk. 6:46. Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau hann elsltar mig. En faðir minn mun elska þann, sem elskar mig, og eg mun elska hann.” Jóh. 14:21. Vér megum ekki missa, eða útrýma kærleika Krists úr lífi voru. Vér megum ekki láta vora kristileigu reynslu verða daufa og líflausa. Kærleikur Krists þarf að vera lífskraftur- inn og hreyfiaflið í voru daglega lífi. Vér getum ekki haft samfélag við Guð nema g'egnum Jesúm Krist. Trúin á Jesúm og kærleikurinn til hans er hin gullna keðja, sem sameinar Guðs börn og sem sameinar þau Guði. Þeir sem lifa í þessu kærleiks- sambandi við Guð og börn hans munu taka stöðugum þroska í þekkingunni á Guði, og gleði og friður í heilögum anda mun sýna sig í lífi þeirra. Sannkristinn maður mun vitja munað- arlausra og ekkna í þeirra þrengingum og varðveita sjálfan sig flekklausan af heim- inum. Að vanrækja þetta væri gagnstætt játningu þeirra. Það væri að afneita Kristi. Kærleikurinn á líka alsystir, sem heitir skyldurækni. Sannur kristindómur er bygður á kær- leika til Guðs, og hann leiðir oss einnig til að elska hver annan. Hann er fullur af þakklæti, auðmýkt og umburðarlyndi. Hann er sjálfsfórnandi miskunsamur o,g sáttfús. Hann helgar alt lífið og útbreiðir áhrif sín til annara. Þeir, sem elska Guð, geta ekki alið hjá sér hatur eða öfund. Ef hinn himneski eiginlegleiki eilífs kær- leika fyllir hjartað, þá munu aðrir njóta þess, ekki af því þeir hafi unnið til þess, heldur af því að kærleikurinn stjórnar lífinu, skapar innrætið, sigrar óvild, ræður yfir tilfinningunum og göfgar ástina. Sá kærleiki er ekki svo takmarkaður að hann nái einungis til “mín og minna,” heldur er hann eins hár og himininn og jafn víðáttumikill og heimurinn, hann er í samræmi við eiiginlegleika hinna heilögu engla. Ef vér höfum þennan kærleika þá get- um vér ekki annað en verið hamingju- samir hvort sem “lukkan” leikur við oss

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.