Stjarnan - 01.02.1941, Page 6

Stjarnan - 01.02.1941, Page 6
14 STJARNAN sé sýnd hlýðni aðeins að nokkru leyti. Prestarnir í þetta skifti hlýddu aðeins að nokkru leyti skipun Drottins og þeir fórust. Þetta sýnir að Guð meðtekur ekki með velþóknun að vér setjum eitthvað annað í stað þess, sem hann hefir skipað. Hið eina óhulta er að hlýða nákvæmlega öllum skipunum hans. Vér höfum mörg dæmi í Guðs orði um nauðsyn þess að sýna skilyrðislausa hlýðni við öll boðorð hans. Guð sendi Samúel ineð boðskap til Sáls konungs um það að gjöreyða Amalekítum. Sú þjóð var orðin gjörspilt. Þeir höfðu sett sig upp á móti Guði og voru alveg samvizkulausir, eins og sjá má af meðferð þeirra á þeim sem veikir eða lasburða voru meðal ísraels- manna, er þeir voru á leiðinni frá Egypta- landi til Palestínu. Frásögnin um grimd þeirra er skráð, og þar með fylgir guðleg skipun um að “Afmá nafn Amelekíta af jörðunni, gleym því ekki.” Framkvæmd dómsins yfir Amalekítum hafði verið náðarsamlega frestað um 400 ár, en þeir höfðu ekki bætt ráð sitt, og hefðu þeir haft tækifæri, mundu þeir hafa eyðilagt Guðs þjóð og guðsdýrkun hennar. Þegar Sál fékk þessa skipun, sagði hann Amalekítum stríð á hendur. Hann vissi, að þetta var skipun Guðs og að hann sjálfur átti hvorki að öðlast heiður fyrir sigurinn og hann átti heldur ekki að taka neitt herfang af eignum óvinanna. Sál vann fullkominn sigur, eins og vænta mátti af því Guð sendi hann, en hann hlífði Agag, konungi Amalekíta, og hinu bezta af nautum og sauðfé þeirra, undir því yfir- skyni, að hann ætlaði að fórna því Drotni. En Guð sendi Samúel spámann með al- varlegar ávítur til konungs fyrir vísvitandi óhlýðni hans. Þegar Sál inætti Samúel hrópaði hann: “Blessaður sért þú af Drotni. Eg hefi framkvæmt boð Drott- ins.” I. Sam. 15:13. Samúel spurði hlátt áfram: “Hvaða sauðajarmur er það þá sem ómar í eyrum inér og hvaða nauta- öskur er það sem eg heyri? Sál svaraði: Þeir komu með það frá Amalekítum, því fólkið þyrmdi bestu sauðunum og nautun- um, til þess að fórna þeim Guði þínum, en hitt höfum vér bannfært.” Samúel spámaður gaf lítið fyrir afsök- un konungs og spurði með sorg og gremju: “Hefir þá Drottinn eins mikla jióknun á brennifórnum og sláturfórnum eins og á hlýðni við boð sín? Nei. Hlýðni er betri en fórn, gaumgæfni betri en feiti hrútanna. Af því þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir hann o,g hafnað þér og svift þig kon- ungdómi.” I. Sam. 15:22; 23. Óhlýðni Sáls kostaði hann ríkið. Hvaða guðsþjónustu sem framkvæmd er gagn- stætt skipun Drottins er einkisvirði. Menn sýna Guði fyrirlitning með slíkri þjónustu. Tilgangurinn getur fyrir manna augum lit- ið vel út, en Guð meðtekur ekki takmark aða hlýðni við boðorð sín. Mönnum hefir ekki verið gefið leyfi til að víkja í nokkru frá kröfum Guðs. “Margur vegurinn virð- ist greiðfær en endar þó á helslóðum.” Orðskv. 14:12. Menn geta verið ákafir og áhugasamir með trúarbrögð sín en slík þjónusta er ekki Guði velþóknanleg meðan maðurinn heldur vísvitandi áfram að óhlýðnast einu einasta boðorði Guðs. En með öll þessi dæmi fyrir framan oss til viðvörunar er það undravert hve margir feta í fótspor hins óhlýðna konungs og kærulausu presta. Guð hefir gefið oss sín 10 boðorð til að breyta eftir. Þau eru prófið í hlýðni vorri við hann. “Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra. Préd. 12:13. “Því þó einhver héldi alt lögmálið, ef hann verður brotlegur í einu boðorði, þá er hann orðinn sekur við þau öll.” Jak. 2:10. “Sælir eru þeir sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að komast að lifstrénu og megi inn ganga um borgarhliðin inn í borgina. “Opinb. 22:14, Menn hafa ekkert leyfi til að breyta Guðs boðorðum. “Verkin hans handa eru sannleiki og réttindi. Réttsýn eru öll hans boðorð. Þau eru óbifanleg um aldur og eilífð, gjörð með sannleika og einlægni.” Sálm. 111:7,8. Jesús sjálfur segir að auð- veldara sé að himin og jörð forgangi, heldur en að minsti titill eða bókstafur lögmálsins líði undir lok. Matt. 5:17,18. og Lúk. 16:17. Mitt á meðal 10 boðorðanna stendur hvíldardagsboðorðið (2. Mós. 20:8-11) til ævarandi minningar um sköpunarverk Guðs. Það skipar fyrir helgihald hins sjöunda dags vikunnar, sem vér venjulega nefnum laugardag. Hvílíkur fjöldi manna lítilsvirðir þetta boðorð Guðs. Það boðorð hefir vakið eftirtekt og umræður út um

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.