Stjarnan - 01.03.1941, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.03.1941, Blaðsíða 2
18 STJARNAN Meðal þeirra heilbrigðisreglna, sem Guð gaf Móses var hvað menn mættu, og hvað menn mættu ekki eta. Þetta finnum vér í þriðju bók Móse, 11. kap., 2-10 vers. Þar er því tekið'fram að öll dýr sem ekki hefðu bæði klofnar klaufir og jórtruðu skyldu álítast óhrein. Menn máttu ekki nota þau til fæðu. Þau urðu bæði að hafa klofnar klaufir og jórtra til að vera æt. Meðal fisltanna mátti aðeins neyta þeirra, sem bæði höfðu sundugga og hreystur, ef þeir höfðu aðeins annaðhvort voru þeir óætir. Blóð var stranglega bannað að étá og eins mörinn eða fituna utan á innyflunum. í ýmsum tilfellum voru þvottar og böð l'yr- irskipað. Þegar Guð leiddi fólk sitt út af Egypta- landi, lofaði hann að vera læknir þess og hlífa þvi við sjúkdómum þeim, er þjáðu nágrannaþjóðirnar, en þetta var skilyrði hundið: “Og hann sagði: Ef þú hlýðir gaum- gæfilega raustu Drottins Guðs þíns, og gjörir það sem rétt er fyrir honuin, gefur gaum að boðorðum hans og heldur, allar skipanir hans, þá vil eg engan þann sjúk- dóm á þig leggja, sem eg lagði á Egypta, því eg er Drottinn græðari þinn.” 2. Mós. 15:26. í 23. kapítulanum, 25. versi stend- ur: “Og eg skal bægja sóttum burt frá þér.” í 5. Mós. 7:15 versi lesum vér: “Og Drottinn mun bægja frá þér hverskonar sjúkleik,” en skilyrðið er þetta: “Fyrir því skalt þú varðveita skipanir þær, lög og ákvæði, sem eg legg fyrir þig í dag, svo að þú breytir eftir þeim. Hlýðið lögum þessum, varðveitið þau og breytið eftir þeim.” 5. Mós., 7:11; 12. Gyðingaþjóðin féll frá Guði og hætti að vera hans útvalda þjóð, en hún hélt áfram að fylgja heilbrigðislögunum, sem Guð hafði gefið og árangurinn er sá, að Gyðingaþjóðin er enn í dag lifandi vottur um ágæti heilbrigðislaga Biblíunnar. Dr. Suihard, svissneskur læknir hefir rannsakað þetta málefni og fleiri skifti haldið fyrirlestra um það á kristilegum ráðstefnum. f einum þeirra, er hann hélt í Lausanne, og sem prentaður var, sagði hann að “mótstöðuafl Gyðinga, þeirra undraverði lífskraftur og andlegir eiginleg- leikar, sem einkenn þann þjóðflokk, vekja undrun og aðdáun.” “Þegar þeir lögðu Gyðingaland undir sig, þá sigruðu þeir volduga þjóðflokka; seinna, eftir eyðilegg- ingu Jerúsalemsborgar þegar þeir voru hraktir út um alt, og ofsóttir með eldi og sverði, þá gáfust þeir samt ekki upp. Þeir liðu allskonar þrautir og fjármissi, þeir sættu sig við allskonar lífskjör, og vöndu sig við kalt eins vel og heitt loftslag. En mannkynssagan bendir á, að þjóðir, sem fluttu í loftslag og höfðu aðrar kringum- stæður gagnólíkar því, sem þær höfðu alist upp við, liðu hrátt undir lok.” Svo spyr hann: “Hvar eru hinar sigursælu þjóðir, sem lögðu rómverska ríkið undir sig? Eftir að ein öld var liðin fundu menn ekki lengur einkenni og eiginlegleika hinnar gotnesku þjóðar. Vesturgotarnir, sem voru einvaldir á Spáni og Portúgal eru tíka horfnir úr sögunni, og það er með naumindum að maður getur fundið nokkr- ar eftirleifar Langbarða á ítalíu. Prófessor Rudolf Virchow í Berlín, sem þýzka stjórnin hefir oft ráðfært sig við um það hvar bezt sé að stofna þýzkar nýlend- ur, sagði á náttúruvísindafundi í Strass- burg 1885, að meðal nýbyggjara væru Gyð- ihgar bezt færir og “hefðu mest mótstöðu- afl.” Hann gaf mörg’ sláandi dæmi upp á þrautseigju og lífskraft Gyðinga undir erfiðum lífskjörum og gegnum farsóttir, svo gjörir hann þessa athugasemd: “Vér erum sannfærðir um að bezta skýringin upp á lífskraft þessarar þjóðar, finst í þeim lögum og reglum, sem Móses, hinn mikli löggjafi gaf þeim í eyðimörkinni. Þau lög og reglur hafa veitt þeim sérstæða stöðu sem þjóð, og þeir hafa fylgt þeim trúlega alt fram á vora daga.” Nú spyrjum vér aftur: “Er nokkuð samband milli kristindómsins og heil- brigðinnar? Minnumst þess að vér verð- um að standa Guði reikningsskap fyrir meðferð líkama vors. Hefir Guð, sem krefur oss til reikningsskapar, gefið oss nokkra leiðbeiningu, hvernig vér eigum að varðveita líkama vorn og heilbrigði? Svarið liggur beint við. Þær reglur, sem Guð gaf fsraelsmönnum, og sem hafa sýnt ágæti sitt hjá þeim, þær eru einnig oss til leiðbeiningar og geta orðið oss að' sömu notum ef vér fylgjum þeim svo vér getum mætt ábyrgð vorri og verið trúir eins í þessu sem öðru. T. Tobíason.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.