Stjarnan - 01.03.1941, Side 6

Stjarnan - 01.03.1941, Side 6
22 STJARNAN “Eg fer burt að tilbúa yður átað” Jesús elskaði lærisveina sína svo inni- lega, að hann langaði til að þeir yrðu ætíð hjá sér. Þegar hann því sagði þeim að hann færi frá þeim, lét hann fylgja með fullvissuna um að hann mundi koma aftur og taka þá til sín. Jóh. 14:1-3. Hann sagði þeim líka hvers vegna eða til hvers hann færi; ein ástæðan var sú, að hann ætlaði að tilbúa þeim stað i húsi föður síns. Okkur finst ef til vill langur tínxinn, sem hinir ofsóttu iærisveinar Krists þurfa að bíða komu hans, en það er gleðiefni að vita, að hann gleymir ekki sínum, en starf- ar að því að hafa alt undirbúið fyrir komu sinna elskuðu eftirfylgjenda. Hvílíkur dýrðarbústaður undirbúinn af honum, sem elskar oss með eilífum kærleika, og hefir vald yfir öllum auðæfum himinsins. Fað- irinn er með við þennan undirbúning að bjóða ástvini sina velkomna. Mannlegt ímyndunarafl er alt of takmarkað til að geta skilið alt hið dýrðlega sem Guð hefir fyrirbúið þeim, senx hanu elska. I. Kor 2:9. Það eru ekki einungis hinir fögru hú- staðir, sem eru undirbúnir, heldur einnig sjálf borgin helga. Jóhannes sá í sýn að hiin var skrýdd sem brúður er skartar fyrir manni sínum. Op. 21:2. Þessi dýrð- lega borg verður skrýdd fyrir Jesú, konung hennar og herra þegar hann hefir lokið æðsta prests embætti sínu, og einnig fyrir hans dýrðlega endurleysta söfnuð. Op. 22:14. “Guð hafði tilreitt þeirn borg.” Tuttugasti og fyrsti kapítuli opinber- unarbókarinnar lýsir þessari dýrðlegu borg, þar sem göturnar eru af gulli og borgarveggirnir gegnsæir skreyttir alls- konar gimsteinum. En Guð hefir nxeir eix þetta tilbúið handa börnum sínum, því umhverfis hina heilögu borg í norður, suður, austur og vestur er hið volduga ríki, sem tilheyrir Drotni og hans Sinurða. Þetta ríki er samkvæmt ráðstöfun Guðs fyrii'búið frá upphafi veraldar. í full- komnunar og sakleysis ástandi sínu var jörðin þetta ríki, en Satan hrifsaði það undir sig fyrir tínxabil. Þegar hann verð- ur eyðilagður verður jörðin endurreist ennþá dýrðlegri heldur en hún var í upp- hafi. Þegar Jesús hefir undirbúið alt fyrir nxóttöku sinna heilögu, þá kemur hann til að sækja þá. Hvílkur fagnaðardagur, þegar Jesús frá hásæti sínu í loftinu hróp- ar: “Safnið mér mínum heilögu, sem gjört hafa sáttmála við mig með fórnum.” Sálm. 50:5. Samkvæmt þessari skipun fara englar Guðs með hvellum lúðri og samansafna hans xitvöldu frá fjórum átt- um heimsins. Þá er það sem hann safnar hveitinu í sína kornhlöðu. Lúk. 3:17. Til hinna réttlátu hljómar boðið: “Kömið ástvinir föður míns og eignist ríldð, sem yður er fyrirbúið frá upphafi veraldar.” Með hjörtu fylt óútmálanlegum fögnuði og gteði g'anga hinir endurleystu inn í stað- inn, sem er biiinn eins og brúður, er skartar fyrir manni sínunx og njóta hvíld- ar þar sem þeim er búinn staður í húsi föðursins. Hinir óguðlegu þar á nxóti verða með sorg og örvæntingu að heyra: “Farið frá mér.” Þeir eru útreknir í hin yztu myrk- ur og verða eyðilag'ðir þar ásamt leiðtoga sínum, Satan. Sérhver maður hefir foidög sín í sinni eigin hendi, og ákveður þau nxeð því hvort hann velur að fylgja Jesú eða óvini hans. Vel þú þess vegna í dag þann leiðtoga, sem þú á þeim mikla degi vildir óska að þii hefðir valið. W. O. E. V egamerkin Jesús gaf oss vegamerki alla leið frá því hann var hér á jörðunni og alt fram á vora daga, það eru spádómar heilagrar Ritningar, þeir benda skýrt og ótvirætt á að tilkomudagur hans xxálgast nxeð hraða. Biðtínxinn verður ekki langur upp frá þessu. Jesús kemur bi’áðum. Sá atburður er hið nxest áríðandi málefni, sem er á dagskrá ixú, á þessunx viðburðaríkxx tínxum. Hættur af ýmsu tagi eru alt umhverfis oss, en hin voðalegasta er fyrir einstakling- inn að vanrækja að hugsa um og búa sig undir þennan milda atburð, endurkomu Krists. Sérhver maður ætti að spyrja

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.