Stjarnan - 01.02.1942, Síða 3

Stjarnan - 01.02.1942, Síða 3
S TJA RNA N 11 því að afnema Guðs lögmál 3. Að Guð í mannlegu holidi tæki á sig sök mannsins og liði dauðann í hans stað. Guð gat ekki afnumið lögmál sitt, það hefði kollvarpað stjórn hans, en Guð elsk- aði svo heiminn að hann gat ekki leyft að hann iglataðist fyrir synd sína móti hinu guðdómlega lögmáli. Og af því lög- málið er heilagt eins og Guð sjálfur, þá gat einungis sá, sem var Guði jafn forlíkað fyrir yfirtroðslu þess. í alheiminum var aðeins einn sem manninum til hjálpar gat mætt kröfu lögmálsins. Jesús einn gat frelsað faltinn mann og leitt hann aftur í samband við Föðurinn. Kærleikurinn, kærleikurinn einn gat fundið leið til að frelsa manninn. Faðir- inn gaf soninn, og sonurinn gaf líf sitt á krossinum til að frelsa syndarann. Getur nokkur horft á Jesúm deyjandi á kross- inum fyrir vorar syndir án þess að vilja gefa slíkum frelsara sitt eigið líf ?. Hann gaf sjálfan sig fyrir mig. Eg get ekki ann- að en gefið honum sjálfan mig. Það væri megnasta vanþakklæti ef eg vildi ekki lifa honum sem dó fyrir mig. Krossfestingin var þriðji stólpinn undir brú frelsúnarinnar. En dauði hans leiddi ekki til lykta sáluhjálp vora. Eftir að hann dó fyrir oss þurfti hann að rísa upp aftur. Upprisan er því fjórði stólpinn undir brúnni. Hefði Jesús ekki risið upp frá dauðum, þá værum vér glataðir þrátt fyrir holdtekju hans, syndlaust líf hans og1 krossfestingu hans. Páll seg'ir í Kor. 15:17. “Ef Kristur er ekki upprisinn þá er trú yðar ónýt og þér eruð enn í synd- uin yðar.” Guði sé lof að hann, sem dó tfyrir oss reis upp aftur. Vér vegsömum Krist sem dó, en reis upp aftur og lifir eiJífiega. Á þriðja degi leysti hann bönd dauðans og gekk út, sigurvegari yfir gröf og dauða. Það þurfti meira en upprisu Krists til að fullkomna frelsun vora og byggja brúna frá jörðu til himins. Upp- stigningin er því næsti stólpi brúarinnar. Fjörutíu dögum eftir upprisuna sté Jesús til hiinins. Hann hafði verk að vinna fyrir oss eftir að hann var upp stiginn. Meðalganga Krists er næsti stólpi brú- arinnar. Jesús situr til hægri handar Guði sem æðsti prestur vor, og framber sitt blóð sem forlíkun fyrir alla þá, sem á hann trúa. í I. Jóh. 2:1 lesum vér: “Ef einhver syndgar þá höfum vér talsmann hjá Föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta” Páll segir oss í Hebr. 7:25 að Jesús getur líka “ætíð frelsað þá þar hann æ lifir til að tala þeirra máli,” sem koma til Guðs fyrir hann. Jesús getur frelsað til hins ýtrasta alla sem til hans koma. Ef þú vilt koma þá frelsar hann þig. Sláðu því ekki á frest. Ef þú meðtekur Jesúm þá veitir hann þér fyrirgefningu, frið og frelsun. Ef þú gefur honum lif þitt þá veitir hann þér kraft til að lifa heilögu lífi. Ennþá þarf einn stólpa til undir brúna. Jesús verður að koma aftur. Hann sagði til lærisveina sinna: “Hjörtu yðar skelf- ist ekki né hræðist. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi Föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo hefði eg sagt yður það Eg fer burt að tilbúa yður stað, og þegar eg er burt farinn og hefi tilbúið yður stað, þá mun eg koma aftur og taka yður til mín, svo þér séuð þar sem eg er.” Jóh. 14:1-3. Emdurkoma Krists er því sjöundi og síðasti stólpinn undir brú frelsunar- innar. Þetta sjöfalda starf Krists mönnuni til frelsunar er hinn eini sanni kristindóm- ur. Sáluhjálpin er að trúa og tileinka sér persónulega alt þetta sem Jesús gekk í gegnum oss tit frelsunar. Eg get sagt. “Jesús fæddist fyrir mig, hann lifði fyrir mig, hann dó fyrir mig. Hann reis upp .fyrir mig og sté upp til himna. Hann biður fyrir mcr. Hann kemur aftur til að taka mig heim til sín. Eg bið yður, eg grátbæni yður, með- takið Jesúm nú, meðtakið hann í dag. Vilt þú segja hátt eða i hljóði: “Eg vil með- taka Jesúm sem frelsara minn frá synd.” Það hjálpar öðrum ef þú opinberlega játar Krist. Margir bera kriistið nafn án þess að hafa í sannleika meðtekið Jesúm. Ein- hver hin mesta hætta sem menn mæta á þessum siðustu dögum er að hafa yfirskin guðhræðslunnar án þess að hafa kraft hennar. Látum oss biðja: “ó Guð gefðu mér þinn heilaga anda svo að frelsunar- verk Krists megi verða veruleiki i mínu daglega lífi til að varðveita mig frá synd.” J. L. S.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.