Stjarnan - 01.02.1942, Page 5
STJARNAN
13
gæfilega fylgja orði hans, þá mun hann í
lífi voru framkvæma það, sem honum er
þóknanlegt. Fyrir þekkinguna á Guði og
Frelsara vorum Jesú Kristi getum vér
öðlast alt, sem þarf til sannarlegs lífs og
guðrækni. Ef vér meðtökum náðargjafir
Guðs og fyrirheit hans, þá veitist oss guð-
legt eðli, svo oss verður það yndi að hlýða
Guðs blessuðu boðum og stunda allar
kristilegar dygðir.
“Kappkostið því, bræður mínir, að stað-
festa yðar köllun og útvalningu, því ef þér
þetta gjörið, munuð þér ekki nokkru sinni
hrasa, því þá mun yður veitast ljúfur inn-
gangur í hið eilífa ríki Drottins vors og'
frelsara Jesú Krists.” 2. Pét. 1:10.
Guð gefi það megi verða reynsla yðar
allra sem þetta lesið eða heyrið.
S. J.
Ert er viðbúinn?
í trúarjátningunni lesum vér um Jesúm
að hann “sté upp til himna situr við hægri
hönd Guðs föðurs almáttugs og' mun þaðan
koma til að dæma lifendur og dauða.”
Vonin um endurkomu Krists styrkti
sálir hinna fyrstu kristnu svo þeir Iétu
ekki bugast þótt þeir mættu allskonar of-
sóknum Nú er þessi fagnaðaratburður
rétt fram undan oss. Margir spádómar
Krists, postulanna og spámannanna gefa
greinilega lýsingu á hvernig ástandið verði
í heiminum rétt áður en Jesús kemur. Vér
höfum Heilaga Ritningu á voru eigin móð-
urmáli. Vér höfum einnig það, sem Guðs
börnum víða um heiminn er synjað um
nú á dögum, það er frjálsræði og tækifæri
til að hafa Guðs orð um hönd, frjálsræði
til að þjóna guði samkvæmt því ljósi, sem
hann gefur oss i orði sínu, svo vér höfum
enga afsökun ef hinn mikli dagur kemur
að oss óvörum, enga afsökun, ef vér erum
ekki viðbúnir að mæta Jesú með fögnuði.
Vér þurfum að þekkja Guðs orð og með-
taka náðargjafir Guðs oss til sáluhjálpar.
Jesús sagði lærisveinum sínum að eins
o.g: dagar Nóa voru, eins mundi verða við
tilkomu mannsins tsonar. Ástandinu á
dögum Nóa er lýst þannig í Heilagri Ritn-
ingu: “Drottinn sá að ilska mannanna
var mikil á jörðunni og að öll hugsun
mannsins hjarta var vond alla daga.” “Alt
hold hafði spilt vegum sínum á jörðunni.
Þá mælti Guð við Nóa: endir alls holds er
kominn fyrir minni augsýn, því jörðin
er full af ofríki þeirra.” I. Mós. 6:5, 12, 13.
Yður er kunnugt, vinir mínir, eins vel og
mér, núverandi ástand heimsins, berið það
saman við ástandið á dögum Nóa. f Daníel
12:1, 2. lesum vér: “Þá mun sú hörm-
ungatíð koma að slík mun aldrei verið
hafa frá því menn urðu fyrst til og alt til
þessara tíma . . . Margir af þeim, sem
sofa í dufti jarðarinnar munu upp vakna
sumir til ævarandi líf.s, sumir til ævarandi
skammar og smánar.”
Nú skulum vér snúa oss að bjartari
hliðinni. “Hvað á eg að gjöra svo eg
verði hólpinn?” spurði fangavörðurinn í
Filippi. Svarið er hið sama nú og það
var á dögum postulanna: “Trúðu á
Drottinn Jesúm Ivrist, þá verður þú hólp-
inn.” Ef þú i sannleika trúir á Jesúm þá
munt þú kostgæfilega kynna þér kenningar
hans og líf, fylgja kenningum hans og feta
i fótspor hans. Jesús áminti og aðvaraði
lærisveina sína í sambandi við það er hann
sagði þeim um ástandið í heiminum rétt
áður en 'hann kemur aftur: “Gætið yðar
að hjörtu yðar ofþyngist ekki við óhól' í
mat eður drykk eður búksorg, svo ekki
konri þessi dagur yfir yður óvart, því eins
mun hann koma og tálsnara yfir alla þá,
sem á jörðu búa. Verið þvi ávalt vakandi
og biðjandi, svo þér verðið álitnir þess
verðugir að umflýja alt þetta, sem fram
mun koma, og mæta frammi fyrir manns-
ins syni.” Lúk. 1:34-36.
“f dag, meðan þér heyrið hans haust
forherðið ekki hjörtu yðar.” Hlýðir þíi
þessum áminningum? S. J.
Gnótt fagnaðar
Margir ímynda .sér að sannkristinn
maður hljóti að vera þunglyndur og gan.ga
andvarpandi með sorgarsvip gegnum lífið.
Þetta er einhver hin stærsta lýgi djöfuls-
ins en jafnframt sú sem flestir hafa trúað.
Sönn og stöðug farsæld er eign hvers