Stjarnan - 01.02.1942, Page 6
14
ST J ARN AN
sanntrúaðs manns. Þunglyndur! Hvað er
það í fagnaðarboðskapnum, sem getur
gjört mann þunglyndan? Verður nokkur
þunglyndur af því að vita að syndir hans
eru fyrirgefnar? Getur nokkur maður
orðið þunglyndur af því að fá fulla vissu
um að hann fær að vera um alla eilífð
hjá Drotni vorum Jesú Kristi í dýrð og
sælu? Mun glæpmaðurinn sem dæmdur
hefir verið til dauða hryggjast af því að
konungurinn náðar hann? Nei. Sá eini,
sem hefir ástæðu til að vera glaður er
hinn trúaði, því hann, og hann einn er
frelsaður frá ánauð syndarinnar, frá dauða
og dómi.
Þess vegna skrifaði sálmaskáldið:
“Sæl er sú þjóð hverrar Guð Drottinn er.”
“Gnótt fagnaðar er fyrir þínu augliti og
sæla við þína hægri hönd eilíflega.” Sálm.
144:15; 16:11.
Munaðarlausu drengirnir
Þessi frásaga um skólann fyrir munað-
arlaus börn í Mið-Kína kom í gegnum
víðvarpið frá Shanghai. Trúboðarnir
höfðu gjört sitt ýtrasta fyrir þúsundir
manna, sem ihöfðu orðið að flýja heimili
sín, og voru á leið lengra vestur í landið.
Þeir höfðu einnig safnað til sín hóp af
munaðarlausum börnum, og stofnað skóla
fyrir þau, þar sem börnunum var líka kent
að biðja til Guðs og treysta honum.
Nokkru seinna þegar loftvélar réðust á
borgina hitti sprenging part af trúboðs-
svæðinu. Brátt var það ljóst að þrir af
munaðrlausu idrengjunum höfðu orðið
undir rústunum. Þegar árásirnar voru
um gavð gengnar, fengu trúboðarnir menn
með sér til að leita í rústunum þar sem
drengirnir hlutu að vera undir. Þeir unnu
af öllum kröftum í von um mögulegleik-
ann að ná drengjunum lifandi. Loks lán-
aðist þeim að ná í drengina og voru þeir
gætilega bornir inn á sjúkrahús trúboðsins,
þar var þeim gefin nákvæm lækniisrann-
sókn. Mönnum til mestu undrunar voru
þeir alveg ómeiddir, og ekki einu sinni
hruflaðir. Nú voru þeir hver i sínu lagi
spurðir um hvernig alt þetta hefði gengið
til, og bar þeim öllum saman. Þegar þeir
heyrðu sprengingarnar umhverfis urðu
þeir ákaflega hræddir. Þennan stutta
tíma sem þeir ihöfðu dvalið á trúhoðsskól-
anum höfðu þeir lært að treysta hinum
sanna Guði, sem svarar bænum manna,
svo þeir féllu á kné og beiddu Guð að
passa sig. Þeir fengu strax svar upp á
bæn sína, því þegar þeir litu upp sáu þeir
mann í hvítum fötum sem sagði við þá:
“Leggist þið niður á grúfu og eg skal
breiða yfir ykkur.” Þeir gjörðu eins og
þeim var sagt. Þeir treystu Guði og urðu
ekki fyrir vonbrigðum. Sannarlega var
uppfylt á þessum litlu drengjum loforðið:
“Með fjöðrum sínum mun hann skýla þér
og undir hans vængjum muntu finna
hæli.”
"Ákalla mig í neyðinni."
Þetta, sem nú skal greina átti sér stað
langt inni í Kína. Ungur Kinverji einn var
orðinn Sjöunda dags Aðventisti. Mörgum
sinnum hafði hann fengið þá sannfæringu
að hann ætti að fara út til að selja bækur,
en hann hliðraði sér hjá því, og vildi
hreint ekki g'jöra það. Einu sinni þegar
hann var úti við vinnu með öðrum manni
kom vitskertur hundur og beit hann og
félaga hans, sem ekki var Aðventisti. Þeir
gátu ekki náð í læknishjálp og urðu því
að taka afleiðingunum af bitinu. Sjúkdóm-
urinn komst á hæsta stig og trúaði, ungi
maðurinn vissi það var engin lífsvon, nenia
Guð tæki í taumana. Nú mintist hann
þess, að hann hafði þverskallast gegn köll-
un Guðs að starfa fyrir hann. í angist
sinni bað hann nú safnaðarfótkilð að koma
saman og biðja fyrir sér til Guðs og lofaði
jafnfram að ef Guð læknaði hann, þá
skýldi hann fara út að selja bækur. Litlu
eftir þetta dó félagi hans með miklum
harmkvælum en honum sjálfum batnaði.
Hann hefir unnið fyrir Guðs riki ávalt
síðan.
Leysiur úr fangelsi.
Það er sagt frá því að kristinn Kínverji
var einu sinni handtekinn af ræningja-
flokki. Þeir lokuðu hann inni í litlu her-
bergi og settu varðmenn við dyrnar svo
hann gæti ekki flúið. Hann bað til Guðs
um varðveislu. Fleiri skifti fór hann
fram að dyrunum til að hlusta hvort hann
heyrði pokkuð til varðmannanna, eða hvort