Stjarnan - 01.02.1942, Síða 8

Stjarnan - 01.02.1942, Síða 8
16 S TJARNA N var þarna inni nálægt 15—20 mínútur og heyrði að hermennirnir voru á gangi í kring, og yfirmaður þeirra skipaði fyrir með miklum hávaða. Hann heyrði þá skvetta gasolíni á húsið. Næst heyrði hann blót og formælingar en rétt á eftir sló öllu í þögn. Nú fór hann út og fann sterka lykt af gasolíni, líka tók hann eftir þvi, að brend- ar eldspýtur lágu ihér og hvar umhverfis, en enginn eldur hafði kviknað. Gasolínið brann ekki. Seinna var gjörð tilraun til að hrenna heimili hans og samkomuhúsið en það hepnaðist ekki. Mismunandi æfilok Þegar framliðni guðsmaðurinn Davíð Livingstone árið 1874 var jarðaður í Westminster Abbey í London, voru göt- urnar hringinn i kring yfirfullar af fólki, sem vildi heiðra minning hans. í hinum mikla fólksfjölda var gamall maður í mjög slitnum fötum. Hann stóð og grét bitur- lega. Einhver sneri sér til hans og spurði, hvers vegna hann gréti, þegar allir aðrir reyndu að láta i ljósi þakklæti sitt til hins látna þjóns Drottins. “Jú, það skal eg segja ykkur,” sagði gamli maðurinn. “Við Davíð vorum fæddir á sama stað. 'Við gengum í sama skóla og sama sunnudagaskóla, og við unn- um í sömu vefnaðarverksmiðju. Davíð gekk veg Guðs, en eg gekk minn eiginn veg. Nú verður hann heiðraður af allri þjóð- inni, en mér er gleymt af öllum og yfir- gefinn. Eg hefi ekkert annað að horfa fram á en gröf drykkjumannsins.” Smávegis Búnaðarskóli fyrir kvenfólk í Phila- delphia leggur ekki áhersluna á hagfræðis- nám eða vísimdi, heldur þá list að geta mjólkað kú, eða plantað matjurtagarð. Á þessum skóla, sem er sá eini af þeirri teg- und í Bandaríkjunum, gefa stú'lkurnar hænsnunum að éta, þær mála girðingar og geymsluhús, o. s. frv. Hvort sem þær stofna sín eigin heimili eða vinna hjá öðr- um eftir að þær útskrifast, þá kemur námið þeim að miklu gagni. STJAIiNAN kemur út einu sinni á rnán- uði. Verð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast AIiss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Dr. Edward S. Jones frá Buffalo Uni- versity segir að háskólanemendur, sem vinna eitt eða tvö ár eftir að þeir útskrif- ast af háskólanum, áður en þeir fara á University, standi hærra við prófin, held- ur en þeir sem fara strax af háskólanum á University. 4- ♦ + Sjö miljón ekrur í Ástralíu eru ætlað- ar fyrir heimilislausa Gyðinga til aðseturs. Fjöldi ungra Gyðinga er kominn þangað til að byggja hús, leggja vegi, vinna að vatns- veitingum og undirbúa landið til akur- yrkju. Mál talað þar verður enska, en lög Ástralíu verða að sjálfsögðu gildandi. ♦ ♦ ♦ Sú var tíðin að Bandaríkin þurftu að fá frá Evrópu 30,000 flöskur af kvikasilfri á ári til notkunar. En nú framleiða þau sjálf 50,000 flöskur á ári. ♦ • ♦ ♦ Það þarf hér um bil 8 ekrur af landi til að fæða hvern mann í Bandarikjunum. ♦ ♦ ♦ Bandaríkin framleiða meiri steinolíu heldur en nokkur önnur þjóð. Olíufram- leiðslan í heiminum árið 1940 var 307,- 300,000 skippund og Bandaríkin fram- leiddu 192,100,000 af þeim. ♦ ♦ ♦ Það eru fleiri talsmiar í New York heldur en nokkurri annari borg heimsins. Þeir eru 1,669,904 að tölu. Þeir eru fleiri heldur en í öllu Frakklandi, eða í allri Asíu þar sem býr helmingur af íbúum heimsins. San Francisco hefir flesta tal- síma i samanburði við íbúafjölda, eða meir en 44 fyrir hvert hundrað manns. ♦ ♦ ♦ Canadabúar drukku 1,500,000 gallónur af eplavökva árið 1940. Þetta er bæði hressandi drykkur og auk þess var á þenn- an hátt hægt að nota þúsundir tunna af eplum, sem annars hefðu eyðilagst.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.