Stjarnan - 01.03.1942, Qupperneq 1
STJARNAN
MARZ, 1942
LUNDAR, MAN.
Hin eina von heimsins—-Jesús
Jesús er hið dýrðlegasta, háleitasta
nafn í alheiminum. Hann lítillækkaði sig
sjálfan. “Fyrir því hefir Guð hátt upp
hafið hann og gefið honum tign, sem er
allri tign æðri, svo öll kné skulu beygja sig
fyrir Jesú tign, bæði þeirra, sem eru á
himni og' jörðu og undir jörðinni.” Fii.
2:9. 10. Móses var boðið að draga skó sína
af fótum sér er hann kom í nálægð við
hinn logandi þyrnirunn. Hvílíka lotn-
ingu ætturn vér þá ekki að sýna er vér
nefnum Jesú nafn. Hann er nefndur ýms-
um nöfnum til að leiða mönnum betur
fyrir sjónir heilagleika hans, almætti, og
kraft til að frelsa, en nafnið Jesús er mér
dýrmætast af þeim öllum. “Hann skaltu
láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt
fólk frá þess syndum.” Matt. 1:21.
Saga krossins er það sem heimurinn
þarfnast. Mannkynið þarf Krist, því hann
einn gelur hjálpað þvi. Hann getur full-
nægt hverju einasta mannshjarta. Hann
einn getur veitt fullkomna, varanlega ham-
ingju.
Aldrei í sögu heimsins hefir meiri ó-
rósemi, hjartasorg, vonbrigði, ótti og kvíði
átt sér stað en nú. Taumlausar skemtanir,
drykkjuskapur og aðrar nautnir hafa ekki
bætt úr vandræðunum heldur aukið þær
margfalt. Skemtanir, auður, frægð eða
staða geta ekki fullnægt þrá mannshjart-
ans. Sálin þráir frið og frelsun frá synd.
Það er sannleikur, sem allir geta viðurkent,
sem einn hinna gömlu spámanna sagði:
“Hinn óguðlegi . . . hefir engan frið.” En
Jesús getur frelsað frá synd og gefið frið.
“Þetta hefi eg talað til yðar svo þér hefðuð
frið í mér.” Jóh. 16:33.
Hver er þessi Jesús, sem vér tölum og
lesum um? Hann er miðpunktur sögunn-
ar. Hann er upphafið og endirinn. Hann
kallaði sig mannsins son og sýndi þar með
að hann tilheyrði öllu mannkyninu. En
þótt hann sé mannsins sonur þá er hann
meira. Hann er Guðs sonur. Hann er
Drottinn vor Guð, konungur konunganna
og Drottinn drotnanna. Jesús, frelsarinn
frá synd er skapari og viðhaldari allra
hluta. í honum og fyrir hann höfum vér
von.
Biblían er lifandi og eilíft orð af því
hún opinberar Jesúm sem er, var og verða
mun. Biblían er sú eina saga, sem gefur
Jesú það pláss, sem honum ber. Allur
tilgangur Biblíunnar er að opinbera mann-
kyninu þennan guðdómlega frelsara. Satt
er það, að í henni er saga, spádómar, lög,
ljóð og mynd af mannlífinu, en þetta
styður alt að því að hjálpa mönnum til að
þekkja Jesúm. Tilgangur bókarinnar er
ekki svo mikið að gefa oss lög og lífsregl-
ur, eða trúarbragðakerfi, heldur að kynna
oss höfund hennar með öllum hans aðlað-
andi eiginlegleikum, til þess menn komi
til hans sér til frelsunar. “Rannsakið Ritn-
ingarnar . . . þær eru það, sem vitna um
mig.” Jóh. 5:39.
Það mætti vel nefna alla Biblíuna því
nafni, sem síðasta bók hennar er nefnd:
“Opinberun Jesú Krists.” Aðal tilgangur
hennar er að opinbera hann. Það var til-
gangurinn með lambið, sem Abel fórnfærði.
Það var til að opinbera Jesúm og hans
fórnardauða, sem Guð reyndi Abraham á
Móría-fjalli, er hann bauð honum að fórna
syni sínum. Abraham fékk nýjan og skýr-
ari skilning á fagnaðarerindinu þegar hann
fórnaði hrútnum, sem Guð sá honum fyr-
ir, i stað sonar síns. Þegar Jesús, mörgum
öldum seinna, minnist á þann atburð, segir
hann: “Abraham faðir yðar gladdist af
því að hann mundi sjá minn dag, og hann
sá hann og gladdist.” Jóh. 8:56.
Alt fórnfæringakerfið, öll sönn guðs-