Stjarnan - 01.03.1942, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.03.1942, Qupperneq 4
20 STJARNAN bústað hans, vald hans og dýrð. Himininn er dásamlegur staður, Þar er hvorki frost né ofsahiti, engin hjartasorg, engin and- vörp né hrygðarstunur. Þar er enginn gamall né hrumur, aðeins eilif æska, eilíf hamingja. Hann var ríkur, alt var hans. Hann þurfti ekki að bíða dauða föðursins til að erfa hásætið. Hann var einn með Guði. Mannleg orð geta ekki lýst dýrð föður- húsanna, eða þeirri lotningu, tign og' til- beiðslu, sem Jesús naut þar. Hann var ríkur en gjörðist fátækur. Þegar maður- inn féll í synd þá kom breytingin, þá gat hertogi lífsins ekki lengur haft nautn af auði sínum og dýrð. Heimurinn hafði glatast. Það varð að finna hinn týnda sauð. Nú varð að leita uppi týnda soninn og leiða hann heim aftur. Sárin og marið, sem syndin hafði orsakað, þurftu smyrsl og umbúðir. Hinir sjúku þurftu læknis- hjálpar. Þótt englar væru fúsir til að bjarga, þá gátu þeir það ekki. Hann varð sjálfur að fara og frelsa hinn glataða heim, englarnir fengu leyfi til að aðstoða hann. Vér getum varla gripið mismuninn og breylinguna, er hann yfirgaf auð og heiður og hásæti himnanna til að lifa í miðnætur- myrkri syndspiltrar jarðar. Almenningur bauð ekki konung himnanna velkominn, engin nefnd var kosin til að mæta honum. Hann gjörðist fátækur yðar vegna. Hann hafði ekki nýtízku veitingahús til að gista á, heldur aðeins jötu, enga fiðursæng, að leggjast á, aðeins strá. Jafnvel skepnurn- ar höfðu meiri þægindi en hann. “Refar hafa greni og fuglar himins hreiður, en mannsins sonur hefir hvergi höfði sínu að að halla.” Matt. 8:20. Vor vegna gjörðist hann fátækur. Hann átti hvorki hús né landeign. Þegar hann fór yfir vatnið var hann í lánuðum bát, hið eina skifti, sem getið er um hann ríðandi, var hann á lán- uðum reiðskjóta. Þegar hann lagði höfuð sitt á kod'da var það lánaður koddi. Þegar hann gaf lexíu um skattskylduna fékk hann pening að láni. Þegar hann fékk að drekka við brunninn, þá var það xir fötu, sem annar átti, og þegar hann var jarð- aður var þáð í annars manns gröf. Hvilík undraverk náð og kærleikur til syndugra manna. “Meiri elsku hefir eng- inn en þá, að hann láti líf sitt fyrir vini sína,” en Jesús lét líf sitt fyrir mannkynið, sem var í uppreisn á móti honum. í Gal. 2:20 stendxir: “Sem elskaði mig og gaf sjálfan sig xit fyrir mig.” Hann sem skap- aði manninn, gaf líf sitt til að frelsa hann frá hegningu syndorinnar. “Þér vitið að þér eigi eruð endurleystir með forgengi- legu silfri eða gulli frá yðar hégómlega at- hæfi er þér numið höfðuð af feðrum yðar, heldur ineð dýrmætu blóði þess óflekkaða og lýtalausa lambsins, Krists.” I. Pét. 1:18. 19. Kærleikur hans opnaði veg frelsisins. Maðurinn seldi eign sína og einkarétt- indi fyrir ekkert. En það tók mikið til að kaupa það aftxir. Guði sé lof lausnargjald- ið er borgað. “Vér höfum endurlausnina öðlast fyrir hans blóð, fyrrigefningu synd- anna eftir ríkdómi hans náðar.” Efes, 1:7. Vér tilheyrum Kristi hvort sem vér viðui’- kennum það eða ekki. Hann hefir bæði skapað oss og endurleyst. “Vér erum verði keyptir,” þess vegna erum vér hans eign og það er ekki nema sanngjarnt að vér þjónum honum. Guð vill að vér gefum líkami vor sem lifandi helga fórn honum til þjónustu. (Róm. 12:1). Sál, sem seinna nefndist Páll vann á nxóti Kristi og ofsótti lærisveina hans, en eltir að hann á leiðinni til Damaskus mætti Jesxi frá Nazaret varð hann gjör- breyttur maður. Ofsóknarmaðurinn varð áhugasamur postuli Krists, sem ferðaðist hvarvetna og kunngjörði að “það er sann- ur lærdómur og í alila staði viðtöku mak- legur að Jesús Kristur ,er korninn í heinx- inn til að frelsa synduga menn og er eg hinn helzti þeirra. I. Tínx. 1:15. Allir, sem þekkja Jesúm gefa sama vitnisburð. “Hann er í alla staði viðtöku maklegur.” Ríkir og fátækir, háir og lágir, lærðir og ólærðir finna í honum fullnægju fyrir þrá hjarta síns. í honunx finna þeir þann frið, sem er öllum skilningi æðri. f hon- um og fyrir hann fæst fyrirgefning synd- anna og frelsun frá þrældómi. Hjá honxxnx finnur hinn örvæntingarfulli nýja von, og næturmyrkrið breytist I Ijós dagsins. Það er alveg óskiljanlegt að hver einasti maður skuli ekki meðtaka Jesxim. Hin stærsta synd mannsins er að hafna kærleika Krists og fórn hons. Það finst engin sjálfsfórn, ekkert hetjuverk i sögu

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.