Stjarnan - 01.03.1942, Side 6

Stjarnan - 01.03.1942, Side 6
22 STJARNAN Gjöf föðursins Grein með þessari yfirskrift var í tíma- ritinu “Sunshine Magazine” i desember mánuði. “Hinu nafnkunni rithöfundur Leigh Mitchell Hodges lenti í isamræðum við ríkan kaupmann á aðfangadag jóla. “Hefð- ir þú gaman af að vita hvað eg ætla að gefa syni mínum í jólagjöf?” spurði kaup- maðurinn. “Já,” svaraði Hodges, senr irjóst við að þessi maður mundi gefa syni sínum ein- hvei'ja verðmæta gjöf. Kaupmaðurinn tók nú samanbrotið pappírsblað upp úr peningaveski sínu og rétti að Hodges. Á blaðið var ritað: “Til sonar míns: Eg gef þér einn kilukkutíma virka daga og tvo klukkutíma af tíma mínum á isunnudögum, til að nota eins og þú óskar eftir, án þess að láta nokkrar hindranir koma í veginn.”—Faðir þinn. “Hodges brosti, hann var alveg hissa. Hann undraðist yfir hvað drengurinn mundi hugsa, og hvernig honum mundi geðjast að gjöfinni, þegar hann læsi þenn- an miða. Ef hann líktist flestum öðrum drengjum þá mundu þetta vera vonbrigði og hann yrði rnjög óánægður yfir gjöfinni. Ef hann var framúrskarandi barn mundi hann skilja að þetta var gjöf, sem hann aldrei gæti endurgoldið, og aldrei rnetið eins og hún var verð. “Segðu mér,” mælti Hodges, “hvernig þú hittir á svo óvenjulega gjöf.” Kaup- maðurinn svaraði: “Nýlega mætti eg ungum manni, sem eg hafði ekki séð síðan hann var á aldur við drenginn minn. Hann kom inn á skrifstofuna til að heilsa upp á mig Andlit ihans bar vott um slark og iðjuleysi “Róbert,” sagði eg, “ert þetta þú, sem áttir svo góðan og myndarlegan föður?” “Pilturinn svaraði: “Eg hefi altaf heyrt að faðir minn hafi verið ágætismað- ur Allir vinir hans hafa sagt mér það. Eg kyntist honum aldrei. Hann var svo upp tekinn við verzlun sína og ýmsan fé- lagsskap að eg sá hann aldrei nema um máltíðir. Eg varð eiginlega aldrei neitt kunnugur honum.” “Þetta kom mér til að hugsa, og hugsa alvarlega. Bg get sagt þér það, að hér eftir skal eg sjá um að sonur minn fái tækifæri til að kynnast mér, hvort sem það verður til ills eða góðs.” “Þetta var dýrmætasta gjöfin, sem hann gat fengið, en það er gjöf, sem hver einasti faðir er skyldur að gefa syni sín- um,” sagði Hodges. Sá faðir, sem hefir félagsskap við son sinn, hefir að líkindum orðið að haga tíma sinum og störfum þannig að hann fengi tíma til þess. “Ef börnin alast upp við kærleiksríkan, leiðandi félagsskap heima hjá sér, þá hafa þau síður löngun til að leita sér skemtana og félagsskapar annarstaðar. Þau laðast þá ekki að því sem ilt er. Andi sá, sem rikir á heimilinu mun byggja upp göfugt inn- ræti, svo drengirnir eða börnin temja sér siði og fylgja grundvallarreglum, sem verða þeim til varnar móti freistingum, þegar þau þurfa að yfirgefa heimili for- eldranna og fara út í heiminn. “Áhyggjurnar fyrir þessu lífi hafa sigrað hjörtu of margra foreldra; það hefir áhrif á börnin þegar foreldrarnir eru burtu frá heimilinu mikið af tímanum til að vinna eða skemta sér. Það lítur oft út eins og heimilið sé dvalarstaður, þegar ekki er hægt að fara neitt annað. Leit- umst við að gjöra heimilið heimkynni friðar og hamingju bæði fyrir börnin og foreldrana. “Heimilið á að vera gróðrarstía kær- leika, kurteisi og gleði, þar sem þessar dygðir ríkja, þar er stöðugur friður og hamingja. Það væri óskandi að feður vildn taka þá ákvörðun, að gefa sonum sínum framveg'is nokkuð af tíma sínum.” R. H. Frá Helsingfors fréttist nýlega að 1200 finsk börn hafi verið send til Danmerkur síðan í nóvember og það á að senda 1000 fleiri. Orsökin er slkortur á matvælum á Finnlandi. Það eru líkindi til að börnin verði i Danmörku þangað til stríðinu er lokið. ♦ ♦ + Það þarf 3 fet af sykurreyr til að búa til einn mola af hvítasykri.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.