Stjarnan - 01.03.1942, Síða 8

Stjarnan - 01.03.1942, Síða 8
24 STJARNAN “Eg þekki mann í New York, sem vegna kurteisi sinnar hefir komist í góða stöðu,” sagði Charles Schawb einu sinni, “hann var afgreiðslumaður í búð og hafði lítið kaup. Einn dag þegar mikil rigning var úti stóðu búðarþjónarnir í hóp saman og voru að ræða um boltaleiki. Kona ein kom rétt í þessu bili inn í búðiná. Ungu mennirnir héldu áfram að tala um bolta- leikinn, en þessi piltur fór frá þeim og spurði konuna hvað hann gæti gjört fyrir hana. Hún sagði hvað hún vildi fá og hann afgreiddi hana kurteislega og lýsti fyrir henni þvi, sem hún var að kaupa. Áður en hún fór út úr búðinni bað hún um nafspjald hans. Nokkru seinna fékk félagið sem átti þessa búð pöntun fyrir öllum innanhússmunum fyrir kastala einn á Skotlandi, og' því var tekið fram og beðið um að Mr. — væri sendur til að koma öllu fyrir í kastalanum. Sá, sem pöntun- ina sendi gaf nafn piltsins sem afgreiddi konuna fyrnefndan rigningardag. For- maður félagsins mótmælti því og sagði aö þessi maður væri einn af hinum yngri og óreyndari starfsmönnum félagsins, en hún vildi ekki heyra nefnt að senda neinn annan. “Þessi kurteisi ungi maður ferðaðist því til Skotlands og sá um alla innanhúss- muni, sem þurfti fyrir Skibo-kastalann. Viðskiftakonan rigningardaginn var Mrs. Andrew Carnegie.” Það er sumt sem aldrei fer úr móð, og það er kurteisi, hugutsemi og góðvilji. Það er létt að sýna þessar dygðir. Kurteisi er að segja vingjarnleg orð á vingjarnlegan hátt. L. E. C. 1 Smávegis Biskup einn heimsótti Suðurríkin og kirkjuþjónninn spurði hvort hann hefði nokkurn tíma fyr prédikað þar suður frá. Hann hafði ekki gjört það svo þessi kirkju- þjónn bauðst til að gefa, honum gott ráð: “Legðu ekki of rnikla áherzlu á þessi gömlu 10 'boðorð, því þetta er mjög virð- ingarverður söfnuður.” Því miður eru margir “virðingarverðir” söfnuðir nú á dögum, sein helzt vi'lja ekki heyra of mikið af lögmáli Guðs. STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Á Þýzkalandi, árið 1940, dóu 63 ung- börn af hverjum 1000, sem fæddust, en á Englandi aðeins 51 af þúsundi. >-4-4- Hænsnaræktendur í Monrovia, Cali- fornia hafa beðið borgarstjórann að sjá nm að flugvélar hætti að fljúga mjög lágt, því þetta truflar hænurnar svo þær hætta að verpa. 4-4-4- Bandaríkin kaupa um 140 rniljón doll- ara virði af gulli á ári frá Suður-Ameríku. 4-4-4- Brezka ríkið borgar um 44 miljónir dollara á dag í herkostnað. Það er 57 hundruðustu meira en það, sem mest var borgað í herkostnað í síðasta stríði. 4-4-4- Lægri frímerkin í Englandi eru prent- uð með daufari litum til að spara litinn. 4-4-4- Earnest Sjöblom keypti eitt pund af kaffi til að senda áttræðum föður sínum í Svíþjóð. Kaffið kostaði 28 cent, en undirgiftin varð 15 dollarar. Kjaffið var sent með loftskipi til Lissabon. 4-4-4- Þrátt fyrir stríð, bifreiðar, radio og aðrar skemtanir, þá halda Canadamenn áfram að lesa. Árið 1939 lánuðu bóka- söfnin út 20,700,000 eintök af bókum. Ontario-búar lánuðu nærri 14,000,000 af þessum bókum. 4-4-4- Árið 1935 voru 2370 hreindýr flutt frá Alaska til Norðvestur Canada. Nú hafa þau fjölgað svo mjög að þau eru orðin 8,000 að tölu. 4-4-4- Fyrsta pósthúsið í Canada opnaði í Halifax árið 1755. Nú eru hér uni hil 12,550 pósthús í Canada.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.