Stjarnan - 01.03.1942, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.03.1942, Qupperneq 5
STJARNAN 21 inannkynsins, sem vert er að nefna í samanburði við Jesú sjálfviljugu fórn. Hann lagði mikið á hættu til að opna veg fyrir menn, svo öllum mætti standa til boða fyrirgefning syndanna, svo hver sem vildi gæti fengið ókeypis lífsins vatn. Vér verðum að koma til hans sem einstakling- ar, vér verður að meðtaka hann hver fyrir sig. Kærleikur Guðs gat ekki meira gjört. Guð neyðir ekki manninn, en hann laðar og biður hverja sál: “Barn mitt, gef mér hjarta þitt.” Til fjöldans sem gengur á hinum breiða vegi hrópar hann: “Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni, hví viljið þér deyja.” Ez. 33:11. Hann talar til skynseminnar: Hví viljið þér deyja þegar þér getið öðlast líf? Hví viljið þér vera þrælar syndarinnar þegar eg býð yður frelsi? Hversvegna glataist þegar Paradís stendur yður til boða? Það þyngsta sem Jesús mætir er þegar menn hafna kærleika hans, þegar ísrael hafði hafnað honum, sem herra sínum, grét hann yfir borginni og sagði: “Jerú- salem, Jerúsalem, þú sem líflætur spá- mennina og grýtir þá, sem til þín eru sendir, hversu oft hefi eg viljað saman safna börnum þínum, eins og þegar hænari safnar saman ungum sínum undir vængi sér, en þér hafið ekki viljað.” Matt. 23:37. Auður alheimsins var gefinn svo mennirn- ir mættu frelsast, en þegar þeirri frelsun er hafnað, hryggir það konung himnanna. ö, livað hann elskar okkur. Vér ættum ekki að hika augnablik heldur tafarlaust gefa honum lif vort og hjörtu vor. Að neita honum um það lýsir hinu versta vanþakklæti og sýnir skelfilegt kæruleysi. Jesús er vor eina sáluhjálpar von. Það er aðeins einn vegur til frelsunar. Jesús er vegurinn. Að hafna honum er að glat- ast. Að vera óákveðinn stofnar manni í mestu hættu, því syndin þroskast á með- an. Því lengur sem vér drögum á frest að gefa líf vort, því harðara verður hjarta vort, og vér heyrum þá ekki svo skýrt kall andans. Meðan vér erum hikandi vitnum vér á móti K,risti og hindrum aðra frá að veita honum viðtökur. Nú er sú æskilega líð. Vér höfum táknmynd upp á hættu þá, sem vér stofnum oss í með undandrætti að koma til Jesú í reynslu gufuskipsins “Centraí America.” Það var á leið frá New York til San Francisco. Það var úti á opnu hafi þegar vart varð við leka á skip- inu. Þeir sendu út neyðarkall um hjálp, og annað skip kom með hraða til að bjarga fólkinu. Skipstjóri á björgunarskipinu hrópaði: “Hvað er að?” “Skipið lekur, við erum að isökkva, bíddu hjá okkur þar til birtir af degi,” var honum svarað. “Við skulum taka fólkið yfir á okkar skip undir eins,” var svarað frá björgunar- skipinu. Þetta var um nótt og skipstjór- inn á “Central Anrerica” vildi ekki flytja farþegana milli skipanna í myrkrinu, því einhver þeirra gæti farist. Hann hélt að skipið gæti flotið til morguns, svo hann endurtók beiðni sína um að björgunar- skipið vildi bíða hjá þeim til morguns. Aftur hrópaði hinn skipstjórinn: “Það er varanrinna að Játa nrig taka fólkið strax.” “Bíiddu hjá okkur til morguns,” var ennþá kallað í lúðurinn. Eftir eina og há'lfa klukkustund hurfu ljósin á leka skipinu Þó enginn hávaði heyrðist hafði það sokkið alt í einu og allir, senr á því voru fórust Því var slegið á frest að bjarga þeim. Kæri lesari, ef Guðs andi talar til hjarta þíns, þá hlýddu strax. Nú er sú æskilega tíð. Ennþá er Guðs náð fram boðin. Eng- inn þarf að glatast ef hann vill strax koma til Jesú, því hann getur grelsað til hins ýtrasta alila, senr koma til Guðs fyrir hann. Hebr. 7:25. Vilt þú ekki nú segja með sálmaskáldinu: “Frelsisins bikar vil eg upplyfta og ákalla nafnið Drottins.” Sálm. 116:13. ' J. L. Tucker. VEISTU ÞAÐ, að Guði tilheyrir einn dollar af hverjum tíu, sem þú eignast, hvort sem þér eru gefnir þeir eða þú vinn- ur þér þá inn? Guð lofar þér blessun sinni yfir starf þitt, ef þú ert honum trúr í að borga tíund. Malakía 3:10.11. Guð telur það pretti við sig eða rán ef rnenn ekki borga honum tíunda hluta af tekjum sínum. Hann ætlast til að það fé sé notað til útbreiðslu fagnaðarerindis- ins. 4. Mós. 18:23.24. 1. Kor. 9:13.14. Eg þekki fólk, sem hefir trúlega borgað tíund svo árum skiftir, það ber þann vitn- isburð að Guð stendur við orð sín og veitir þeim ríkulega blessun sína.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.