Stjarnan - 01.09.1942, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.09.1942, Blaðsíða 3
STJARNAN Lögmál Guðs er grundvallarlög ríkis hans. Það sem áður er sagt um siðferðislög- málið, 10 boðorð Guðs, sýnir að það eru grundvallarlög ríkis hans. Það gildir þess vegna alstaðar og eilíflega. Þegar John Wesley, höfundur Methodista kirkj- unnar var að sýna mismuninn milli fórn- færingalögmálsins og tíu boðorðanna, seg- ir hann um þau síðari: “Öll þessi boðorð hljóta að vera í gildi fyrir alla menn á öllum öldum, án tillits til hvenær þeir eru uppi eða hvar þeir eru, hversu breyti- legar sem kringumstæður kunna að vera. Óumbreytanlegleiki þeirra byggist á eðli Guðs og eðli mannsins og á eilífri af- stöðu þeirra hvors til annars.” Tíu boðorðin voru rituð með Guðs fingri. Þau voru lögð í örkina undir náð- arstólinn. Þetta virðist einnig benda á að þau séu grundvallarlög stjórnara hans. (5. Mós. 10:5). í 103. sálminum 19. versi lesum vér: “Drottinn hefir sett sitt hásæti fast á himnum, og hans konungsdæmi drotnar yfir öllu.” Stjórn Guðs nær yfir alt, ekki einungis yfir eina þjóð eða kynflokk. Tíu boðorðin, sem banna afguðadýrkun, guð- last, helgidagsbrot, óhlýðni við foreldra, morð, hórdóm, þjófnað, falsvitni og ágirnd eru bindandi alstaðar í heiminum og fyrir allar þjóðir á öllum tímum. Það er varla hægt að hafa þetta skýr- ara heldur en því er haldið fram í Nýja Testamentinu. í Róm. 3:19 lesum vér: “En vér vitum að það sem lögmálið segir, það er talað til þeirra, sem undir lögmál- inu eru, svo að sérhver munnur þagni og allur heimurinn verði sakfallinn við Guð.” Þetta lögmál, sem Páll talar um þegar hann skrifar bréf sitt til Rómverja 30 árum eftir krossinn, ber vott um að allir, Gvðingar og heiðingjar, eru sak- fallnir fyrir Guði. Og hvers vegna? Svarið er í 23. versinu. Af því “allir hafa syndgað.” Vér vitum að Páll átti hér við 10 boð- orða lögmálið, því rétt áður vitnar hann í sjöunda og áttunda boðorðið er hann segir: “Þú sem fræðir aðra fræðir þá ekki sjálfan þig, þú sem prédikar að ekki skuli stela, þú stelur. Þú, sem segir ekki skuli hórdóm drýgja, þú drýgir hór . . . 75 þú vanvirðir Guð með yfirtroðglu lögmáls- ins.” Róm. 2:21-23. Postularnir Jóhannes og Jakob halda einnig fram almennu gildi boðorðanna. Jóhannes segir: “Hver sem synd drýgir, drýgir líka lagabrot, og syndin er laga- brot.” 1. Jóh. 3:4. Orðin “hver sem” ná til allra. Jakob segir: “Þó einhver héldi alt lögmálið, ef hann verður brotlegur í einu boðorði, þá er hann orðinn sekur við þau öll. Því sá, sem bauð, þú skalt ekki hór drýgja, hann bauð líka, þú skalt ekki mann vega, en þó þú ekki drýgir hór, ef að þú vegur mann, þá ertu orðinn lög- málsins yfirtroðslumaður.” Jak. 2:10.11. Vissulega geta allir séð að postulinn hér talar um 10 boðorðin, því hann líka, eins og Páll í Rómverjabréfinu tilfærir tvö af 10 boðorðunum til skýringar máli sínu, og auðvitað hefði hann eins vel getað vitnað í hver sem voru af hinum boðorð- unum. Með því að nota orðatiltækið “hver sem,” sýnir hann að boðorðin ná til allra, enda er það alment viðurkent að 10 boðorðin nái til allra manna. Það er oft vitnað í þau frá prédikunarstólnum, í prentuðu máli, í réttarsölum, í sam- bandi við löggjöf, og jafnvel á þjóðþingi voru, og alstaðar á þann hátt að þau eru viðurkend sem ávalt og alstaðar gildandi, sem mælisnúra lífs og siðferðis manna. Lögmál GuSs er ein heild. Orð Jakobs postula sýna ljóslega að 10 boðorðin eru ein heild, eitt lögmál. Þau eru óaðskiljanleg. Hvert einstakt boðorð stendur eða fellur með hinum níu. Ef eitt gildir fyrir alla menn, þá gilda þau öll. Ef eitt gildir ekki, þá hin ekki held- ur. Þó þau til að byrja með væru rituð á tvær steintöflur, þá var það aðeins eitt lögmál. Þó boðorðin séu 10 þá eru þau eitt lögmál. Þau eru eins og keðja með 10 hlekkjum, ef einn hlekkurinn brotnar þá er keðjan slitin. Hinn heimsfrægi prédikari, D. L. Moody sagði: “Tíu boðorðin eru ekki 10 mismunandi lög, þau eru eitt lögmál. Ef mér væri haldið á lofti með keðju, sem hefði 10 hlekki og einn þeirra brotnaði, þá félli eg niður alveg eins áreiðanlega eins og þó allir 10 hefðu brotnað.” Weighed and Wanting.” Bls. 119. Hér er

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.