Stjarnan - 01.09.1942, Blaðsíða 6
78
STJARNAN
í vikunni, sem menn geta haldið til að
lifa í samræmi við hvíldardags boðorðið,
og það er sjöundi dagurinn eða síðasti
dagur vikunnar, sem vér nefnum laugar-
dag, sá dagur, sem Guð hvíldist á, og sem
hann blessaði og helgaði fyrir manninn.
Guð gefi oss náð til að hlýða honum einn-
ig í því að halda sjöunda daginn heilagan
á hverri viku. Ungi maðurinn, sem text-
inn talar um neitaði að hlýða boði Krists.
Hann gekk í burtu hryggur og glataður.
Fylgjum vér því ljósi, sem Guð veitir oss
í orði sínu? Hlýðum vér Guði?
Getur maðurinn verið Guði velþókn-
anlegur meðan hann neitar að halda eitt
af hans boðorðum?
“Á því vitum vér að vér þekkjum
hann, ef vér varðveitum hans orð. Hver
sem segir, eg þekki hann, og varðveitir
ekki hans boðorð, er lygari og í slíkum er
ekki sannleikur.” I. Jóh. 2:3.4. Sönnun-
in fyrir því að vér þekkjum Guð og séum
frelsaðir, er ekki bundin við tilfinningar
vorar eða hvað vér játum, heldur hitt, að
vér höldum hans boðorð. Vér sýnum
kærleika vorn til Krists með því að hlýða
honum. Sumir halda þeir geti breytt eins
og þeim sýnist en samt verið kristnir.
Jesús kannast við sem sína lærisveina,
aðeins þá, sem hlýðnast honum, og halda
hans boðorð. (Lúk. 6:46). Jesús segir:
“Þér eruð mínir vinir, ef þér gjörið það,
sem eg hefi boðið yður.” Jóh. 15:14. Hin
bezta fórn, sem vér getum fært Guði
er hlýðni. Hið mest áríðandi í lífi manns-
ins er að hlýða Guði og halda hans boð-
orð. Préd. 12:13. 14.
Mun Guð fordæma menn, þó þeir haldi
ekki hans hvíldardag, ef þeir eru góðir að
öllu öðru leyti?
“Þótt einhver héldi alt lögmálið, en
hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn
sekur við öll boðorð þess.” Jak. 2:10.
Lögmál Guðs er eins og gullin keðja,
sem bindur hjörtu vor við Krist með kær-
leika og stöðugri hlýðni. Ef vér fótum-
troðum eitt einasta af Guðs boðorðum þá
syndgum vér og höfum yfirgefið veg rétt-
lætisins, og erum óhæfilegir fyrir Guðs
ríki nema vér iðrumst og snúum oss frá
syndinni.
Fyrst vér verðum dæmdir eftir lög-
máli Guðs (Jak. 2:8-12), þá er það eina
skynsamlega, sem vér getum gjört að
mæla líf vort eftir þessum guðdómlega
mælikvarða.
Hvernig lítur Guð á þann mann, sem
beinlínis neitar að laga líf sitt samkvæmt
boðorðum hans?
Sá, sem snýr eyra sínu frá til þess að
heyra ekki lögmálið — jafnvel bæn hans
er andstygð.” Orðskv. 28:9.
Hvernig mun ganga fyrir þeim sem
loka augum sínum fyrir hvíldardegi
Drottins?
“Prestar hennar hafa brjálað lögmáli
mínu, og vanhelgað helgidóma mína, þeir
hafa engan mun gjört á því, sem er heil-
agt og óheilagt, og eigi frætt menn um
muninn á hreinu og óhreinu, og þeir hafa
lokað augum sínum fyrir hvíldardögum
mínum, svo að eg vanhelgaðist meðal
þeirra. . . . þá úthelti eg reiði minni yfir
þá og gjöreyddi þeim með eldi gremi
minnar, og lét athæfi þeirra þeim í koll
koma.” Ez. 22:26. 31.
Hver verður afleiðingin, ef vér vitum
hvað rétt er en gjörum það ekki?
“Hver sem hefir vit á gott að gjöra, en
gjörir það ekki, honum er það synd.”
Jak. 4:17.
Hin eina rétta og óhult stefna er að
hlýða sannleikanum strax er vér sjáum
hann. Eini vegurinn til að vera ljóssins
börn er að ganga í ljósinu eins og það
kemur til vor í heilagri Ritningu.
Heimtar Guð að vér hlýðum honum í
smáatriðum?
“Pétur segir við hann: Aldrei til ei-
lífðar skaltu þvo fætur mína. Jesús svar-
aði honum: Ef eg ekki þvæ þér, þá erum
við skildir að skiftum.” Jóh. 13:8.
Hvað nákvæmlega segir Guð að vér
eigum að halda boðorð hans?
“Þér skuluð engu auka við boðorð þau,
sem eg legg fyrir yður, né heldur draga
nokkuð frá, svo að þér varðveitið skipanir
Drottins Guðs yðar sem eg legg fyrir
yður.”
Þeir, sem ætla að Guð sé ekki svo
smámunasamur, að hann hirði um hvort
öll boðorð hans séu haldin, þurfa að lesa
1. Mós. 3:7-24. og minnast þess að vorir
fyrstu foreldrar aðeins átu ávöxt, sem
þeim var bannaður, með þeim árangri að
þau voru dæmd til dauða og rekin út úr
Paradís. Sú eina óhlýðni leiddi yfir heim-
inn alla þá eymd og neyð, sem menn hafa