Stjarnan - 01.09.1942, Blaðsíða 7
STJARNAN
79
liðið síðan, alla þá skelfingu, sem nú
dynur yfir heiminn. Satan leiddi þau tii
að lítilsvirða Guðs boðorð. Hann reynir
sífelt til að fá oss til að óhlýðnast Guði.
Andi óhlýðninnar er frá hinum vonda.
Andi hlýðninnar er frá Jesú.
Ef sá er nokkur, sem ímyndar sér að
Guð muni taka það gilt ef hann stranglega
heldur sunnudaginn í stað hins sjöunda
dags, sem Guð skipaði að halda heilagan
þá þarf hann að lesa 1. Mós. 4:1-8. um
fórn Kains, sem hann fórnaði í stað þess,
sem Guð hafði boðið, hversu Guð hafði
enga velþóknun á því. Þeir, sem ímynda
sér það saki ekki þó þeir óhlýðnist í smá-
atriðum ættu að lesa 1. Mós. 19:26. og sjá
hvernig fór fyrir konu Lots, þegar hún
óhlýðnaðist í því, sem var aðeins smá-
atriði.
Sjá 4. Mós. 4:15 og 2. Sam. 6:6. 7. Guð
hafði bannað mönnum að snerta sáttmáls-
örkina, en Ússa greip til hennar svo hún
félli ekki af vagninum, og hann féll sam-
stundis dauður niður. Þetta sýnir að Guð
afsakar ekki óhlýðni, jafnvel þó frá mann-
legu sjónarmiði það sýnist nauðsynlegt
að brjóta Guðs boðorð. Það er aldrei
nauðsynlegt og aldrei hættulaust. Lesið
1. Sam. 15:1-3 og 8-11, og athugið hvernig
Guð hafnaði Sál þegar hann óhlýðnaðist
aðeins í því að hlífa einum manni af
Amalekítum, og því bezta af nautum
þeirra og sauðum til að fórna Guði.
í 1. Kon. 13:20-26 er oss sagt frá hvern-
ig spámaður einn misti líf sitt af því
hann óhlýðnaðist, er hann fylgdi ráðlegg-
ingum og áeggjunum annars spámanns.
Það er aldrei hættulaust að fylgja ráðum
manna, jafnvel ekki nánustu vina, ef þeir
ráða manni til að lítilsvirða Guðs boðorð,
í hinu minsta atriði. Alt þetta er ritað
oss til lærdóms og aðvörunar. Það sýnir
oss að Guð kallar menn til reiknings-
skapar fyrir sérhverja óhlýðni. Vér ætt-
um því að gefa gaum að þessum aðvörun-
um og aldrei viljandi eða vísvitandi ó-
hlýðnast Guði.
Hvers hefir sá maður að vænta sem
ásetur sér að halda áfram að brjóta Guðs
boðorð?
“Því að ef vér syndgum af ásettu ráði,
eftir að vér höfum öðlast þekkingu sann-
leikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir
syndirnar, heldur er það sem óttaleg bið
eftir dómi og grimmilegur eldur, sem
eyða mun andstæðingunum.” Hebr. 10:
26. 27.
Þeir, sem vísvitandi halda áfram í
synd eftir að þeir hafa fengið þekkingu
á sannleikanum hafa aðeins eitt, sem þeir
geta vænt eftir, og það er Guðs reiði og
hegning syndarinnar. Sumir halda þeir
geti lifað eins og þeim sjálfum þóknast, og
svo blíðkað Guð með gjöfum. Þetta er
háskaleg villa. Það er ómögulegt með
gjöfum til Guðs málefnis, þó það væru
biljónir dollara, að fá undanþágu frá því
að hlýða Guði. Öll vor trúarjátning,
guðsþjónusta, og gjafir eru einkis virði ef
vér vísvitandi óhlýðnumst einu einasta
af boðum hans. “-‘H'lýðni er betri en
fórn.” 1. Sam. 15:22.
Heimtar Guð að vér hlýðum boðum
hans þegar það sýnist mjög erfitt að gjöra
nákvæmlega eins og hann býður?
“Þannig getur þá enginn af yður, sem
ekki sleppir öllu sem hann á verið læri-
sveinn minn.” Lúk. 14:33.
Guð sendir þessa uppörfun til þeirra,
sem vilja hlýða hans boðorðum en sýnist
vegurinn ógreiður: “Óttast þá eigi, því
eg er með þér, lát eigi hugfallast, því eg
er þinn Guð, eg styrki þig, eg hjálpa þér,
eg styð þig með hægri hendi réttlætis
míns.” Jes. 41:10.
Vér höfum ennfremur þetta loforð um
hjálp til að hlýða Guði: “Það er Guð
sem verkar í yður bæði að vilja og fram-
kvæma, sér til velþóknunar.” Fil. 2:13.
Hvað er það, sem gjörir oss létt að
hlýða Guði?
“1 þessu birtist elskan iil Guðs, að vér
höldum hans boðorð og hans boðorð eru
ekki þung.” 1. Jóh. 5:3.
X. X.
Það veikir heilsuna að revkja. Stór-
tjón hefir hlotist af því menn, sem reykja
hafa fleygt frá sér eldspýtum, sem kveikt
hafa í skógi og eyðilagt mörg þúsund doll-
ara virði af timbri. Stundum hefir kvikn-
að í húsum og þau brunnið af því menn
hafa reykt í rúmi sínu og sofnað út frá
því. Nýlega hefir sú frétt borist með
radio frá yfirmanni á þýzkum kafbát, að
hann hafi getað sökt skipi fyrir það, að
einhver á skipinu kveikti á eldspýtu, svo
hann á þann hátt vissi um skipið.