Stjarnan - 01.12.1942, Page 2

Stjarnan - 01.12.1942, Page 2
98 STJARNAN Kœrleiki Krists knýr oss Þessi setning var skrifuð fvrir nærri 1900 árum síðan. Hún.var ekki skrifuð í Boston eða Lundúnaborg, heldur í Filippí- borg í Macedóníu, borginni, sem Páll heimsótti á annari og þriðju trúboðsferð sinni. Hún var ekki skrifuð á ensku, frönsku eða spánversku, heldur á grísku. Það var hvorki gjört á ritvél né með sjálfblekung. Hún var skrifuð með vond- i;m penna og lélegu bleki á garfað skinn. Páll hefði getað látið vera að skrifa þessa setningu, en þá hefði heimurinn verið þeim mun fátækari heldur en hann er. Þessi óviðjafnanlegasta setning á nokkru tungumáli hefði þá verið töpuð. Páll er látinn. Neró lét hálshöggva hann fyrir mörg hundruð árum síðan, höndin, sem stjórnaði pennanum er orðin að dufti, penninn er tapaður, blekið er fölnað, skinnbókin eyðilögð, og málið er ekki lengur talað eins og það var þá, en þessi háleitu orð hafa varðveist gegnum aldirnar. Þau hafa flust yfir öll höf til allra landa. Þau hafa slitið af sér hlekki grísku tungunnar, og tala nú til hjartna manna og kvenna á öllum tungumálum. Þau koma eins og nýr boðskapur frá post- ulanum. Athugið þau, vinir mínir, látið þau festa rætur í hjörtutm yðar. Leyfið heilögum anda að grafa þessi orð á hjörtu yðar. “Kærleiki Krists knýr oss ” Kærleikurinn er sterkasta aflið í al- heimi Guðs. Hann breytist ekki. “Hvort heldur það eru spádómsgáfur þá munu þær þverra, eða tungur, þá mun þeim linna, eður þekking, þá mun hún þrjóta," segir Páll postuli. “Fegurð þessa heims hverfur.” En Guð er kærleikur, og allur sannur kærleikur er endurskin af anda og eðli Guðs. Á einni af eyjunum í Miðjarðarhafinu V)jó fögur ung stúlka, hún bar af öllum þar bæði að fríðleik og hæfilegleikum. Hraustur ungur maður af góðum ættum elskaði hana. Þau virtust eiga hamingju- sama framtíð fyrir höndum. Hvern dag fögnuðu þau í voninni um að mega lifa langa æfi hvort í annars félagsskap. En einn dag kom slys fyrir stúlkuna, sem eyðilagði svo algjörlega útlit hennar, að það var blátt áfram skelfing að sjá hana. Jafnvel foreldrar hennar tóku sér nærri að líta á hana. Kærasti hennar var uppi á meginlandi þegar slysið vildi til. Þegar hann kom aftur voru honum send þau skilaboð að fallega stúlkan hans væri svo afmynduð, að hann gæti aldrei framar fengið að sjá hana. Eg verð að sjá hana, svaraði hann. Honum var sagt það feng- ist ekki, hún væri svo hræðilega og sorg- lega útlítandi. Hún sendi honum orð, að hún elskaði hann svo mikið að hún gæti ekki bakað honum þá sorg að þurfa að sjá sig. Nokkrum dögum seinna sá dyra- vörðurinn á húsi ungu stúlkunnar að drengur leiddi mann upp brautina. Mað- urinn leit kunnuglega út, en hann gekk eins og hann sæi ekki veginn. Þeir nálguðust. Drengurinn leiddi manninn inn um dyrnar. Nú staðnæmdist maður- inn, rétti út hendur sínar og hrópaði: “Eg er hér mín elskaða.” Hann hafði eyðí- lagt sjón sína til þess að geta verið með henni, sem hann elskaði. Það er sagt, að þau hafi náð hárri elli og búið í litlu húsi niður við sjávarströndina. Kærleik- ur þeirra varð æ sterkari eftir þ\d sem árin liðu. Hann mintist hennar ávalt eins og hún var í fegurð æskunnar á morgni lífsins. Og hún þjónaði með óþrevtandi kærleika manninum, sem áleit enga fórn of stóra til þess hann fengi að vera með henni. Þetta minnir .oss á kærleika Krists Hann skapaði oss í sinni mynd og hafði yndi af að heimsækja manninn í aldin- garðinum, sem hann hafði plantað fyrir hann. Tilgangur hans var að vér skyld- um njóta ánægjunnar af samfélaginu við hann um eilífar aldir. En viðurstygð syndarinnar spilti sakleysi og hreinleika mannshjartans, svo Guð hlaut að byrgja auglit sittt fyrir honum. En kærleikur Guðs og Sonarins hefir aldrei dofnað. Guðs eingetinn sonur huldi dýrð sína, yfirgaf hásæti sitt, og tók upp á sjálfan sig syndspilt veiklað mannlegt hold, til þess hann gæti staðið oss við hlið. Hann bjó meðal vor. Hann dó fyrir syndir vorar. Hann reis upp dýrðlegur. Hann sté til himna, og sem maðurinn, Jesús Kristur, stendur hann við hásæti Föðurs-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.