Stjarnan - 01.12.1942, Side 4

Stjarnan - 01.12.1942, Side 4
100 STJARNAN og grátstaf í kverkunum svaraði hún: “Það er einmitt það, sem eg hefi ásett mér að gjöra.” Margar villuráfandi sálir eru leiddar til að snúa sér alvarlega til Guðs, er þær minnas trúar og staðfestu föður síns og móður. Nú var annar, sem sagði frá vini sín- um, sem einnig var bókasölumaður, hann hélt áfram að starfa þó hann væri hniginn að aldri. Það var föstudags eftirmiðdag. Hann hafði gengið langan veg þann dag, til að ná til heimilis trúsystkina sinna, sem bjuggu við vatnið. En hann hafði tekið ranga götu og var nú hinum megin við vatnið. Stöðuvatn þetta var stórt og nú varð hann að ganga langan veg fyrir endann á því. Hann stóð á vatnsbakkan- um með bæn í hjarta sínu: “Drotttinn sýndu mér hvað eg á að gjöra.” Þegar hann leit upp, sá hann mann, sem stóð í bát rétt við vatnsbakkann fyrir framan hann. “Þarft þú að fara yfir vatnið?” spurði maðurinn í bátnum. “Já, mig langar mikið til þess svo eg geti verði með trúsystkinum mínum yfir hvíldardaginn, þau búa hinum megin við vatnið.” “Eg skal taka þig yfir,” svaraði maður- inn í bátnum. Bókasölumaðurinn sté út í bátinn, og hinn settist undir árarnar, en talaði ekki orð á leiðinni yfir. Það var mýrlent þar sem báturinn kom að landi og bókasölu- maðurinn ætlaði að fara að stíga út úr bátnum. “Þú mátt ekki þetta,” sagði ókunni maðurinn. “Þú verður votur og fötin þín leirug. Eg skal taka þig.” Svo tók hann bókasölumanninn og bar hann gegnum mýrina upp á þurt land. Nú rétti bókasölumaðurinn sig upp og sneri sér að velgjörðamanni sínum til að þakka honum fyrir en hann sást ekki. Báturinn var líka horfinn. Hvað gat bókasölumaðurinn gjört nema þakka Guði með lotningarfullu hjarta. • Eg hugsaði með sjálfum mér: Hér voru tvær manneskjur, sem þektu dæmi til þess hvernig Guð sendi starfsmönnum sín- um hjálp, svo þeir gætu haft rólegan hvíldardag til guðsþjónustu. Revnsla Guðs barna er dýrmætur fjársjóður, sem margir geta ntioð blessunar af að heyra. W. A. Spicer. Undraverður atburður Hann hafði verið sjómaður meiri hluta æfi sinnar. Nú var hann orðinn gamall og ófær til vinnu, en hann hafði gaman af að rifja upp fyrir sér merkilegustu at- vikin í lífi sínu, sem mörg voru honum ennþá í fersku minni. Eg skal minnast hér á eitt þeirra, er hann sagði mér frá. Við vorum á norðurleið. Veðrið var indæltt, aðeins lítill svali, svo skipið leið mjög hægt áfram þó vér hefðum öll segl uppi: Skipsmönnum var skipað að skúra skipið bæði hátt og lágt. Skipsdrengurinn var nýlega umventur, og varð hann oft að líða háð og gletni skipverja. Nú var honum boðið að fara upp í siglutréð. Hann hafði séð ágætan þvottabursta hjá timburmanninum og með talsverðum eftirgangsmunum gat hann nú fengið hann lánaðan. “Þú mátt biðja fyrir þér, ef þú missir bann,” heyrði eg timburmanninn hrópa á eftir honum meðan var að klifrast upp reiðann. Drengurinn átti að skúra þverslárnar, þegar hann var kominn út á enda þeirra heyrðist skvamp, því burstinn féll í sjó- inn. Nú varð hreyfing. Drengurinn kom til mín í flýti með grátstaf 1 kverkunum og sagði: “Eg misti burstann, hvað skyldi timburmaðurinn segja?” “Vertu rólegur,” svaraði eg, “eg skal tala við hann.” “Já, en við getum beðið til Guðs að hann hjálpi okkur að ná í burstan aftur,” sagði hann og fór í skyndi inn í litla herbergið þar sem við vorum vanir að biðjast fyrir, en eg fór til timbur- mannsins til að miðla málum. Eftir litla stund kemur drengurinn hlaupandi og segir: “Við fáum burstann aftur, Guð hefir lofað því, og honum er enginn hlutur um megn.” Eg vildi ekki með nokkru móti veikja

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.