Stjarnan - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.12.1942, Blaðsíða 7
103 STJARNAN “Ég hefi beðið fyrir þér” “Eg hefi beðið fyrir þér að þín trú skyldi ekki þrotna.” Vesalings Pétur, niðurbeygður af hjartasorg. Hve oft hafa ekki þessi orð Krists komið í huga hans á sorgartímanum eftir að hann hafði a£- neitað meistara sínum. Hvílík skelfing hlýtur að hafa gagntekið hjarta hans, er hann áttaði sig á hvað hann hafði gjört. Hefði hann aðeins gefið gaum að aðvörun Krists, því hann hafði bent honum á veikleika hans. Jesús hafði reynt að forða honum frá þessari sorglegu revnslu. “Símon, Símon,” hafði hann sagt, “Satan vildi fá yður til að sælda yður eins og hveiti, en eg hefi beðið fyrir þér að þín trú ekki skyldi þrotna.” En Pétur fann enga þörf fyrir bæn. “Reiðubúinn er eg að fylgja þér, herra, í fangelsi og dauða,” hafði hann öruggur sagt. Alveg eins og hann vildi segja að Jesús skyldi ekki vera áhyggjufullur sín vegna. “Mér er óhætt. Eg mún aldrei yfirgefa þig.” Jesús aðvaraði hann ennfremur' “Sann- lega segi eg þér, Pétur, að þú munt þrisvar hafa afneitað því, að þú þektir mig áður en haninn gelur í dag.” Hvílík fjarstæða hugsaði Pétur, það var eins og Jesús bæri ekki traust til hans, en hann gleymdi þessari aðvörun gegnum hina sorglegu atburði kvöldsins. En þegar haninn gól mundi hann alt í einu að hann hafði afneitað Drotni sínum. Rétt á þessu augnabliki leit Jesús á Pétur. Augu þeirra mættust. Kærleikur og meðaumkun lýsti sér 1 augnaráði Drottins. Fullur sorgar og iðrunar gekk Pétur út og grét beisklega. Eflaust hefir hið kær- leiksríka fyrirgefandi augnatillit Jesú á- samt orðum hans: “Eg hefi beðið fyrir þér,” varðveitt Pétur frá örvæntingu. Þessi orð héldu honum uppi gegnum skelfingarstundirnar, sem hann leið slíka sálarkvöl. Þessi orð voru vonarstjarna hans, sem sameinaði hann aftur lærisvein- um Krists. Yera má þú sért líka niðurbrotinn af sorg yfir syndum þínum og óskir að Jesús hefði líka beðið fyrir þér, svo þú gætir haft von. Jesús hefir beðið fyrir þér. í bæn hans, sem þú getur lesið í Jóh. 17. kapítula, þar bað hann fyrir öll- um lærisveinum sínum: “Eg bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa munu á mig fyrir þeirra orð.” Vers. 20. Ef þú trúir á Jesúm, þá ert þú innifalinn í þeirri bæn. Alt sem hann bað fyrir sína lærisveina bað hann fyrir þig. “Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, sem þú gafst mér.” “Ekki bið eg að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú verndir þá fyrir illu. Hvað gat hann beðið um meir en að þeir væru varðveittir frá illu, og “að þeir hafi í sjálfum sér minn fögnuð fullkominn.” Jesús sagði líka við Pétur: “Þegar þú seinna sér að þér þá styrk þú bræður þína.” Þú mátt ekki láta endurminning umliðinna synda veikla von þína. Þær eru fyrirgefnar. Lifðu fyrir framtíðina. Vertu hughraustur. Styrk þá sem veikir eru. Hughreystu aðra. Þegar freistingar og efi ráðast á þig, þá minstu orða Jesú: “Eg hefi beðið fyrir þér að þín trú ekki þrotni.” “Eg hefi beðið fyrir þér.” E. A. Read. Segðu sannleikann Jackson Keith var kófsveittur þegar hann kom út úr skrifstofu húsbónda síns. “Skammaði hann þig?” spurði einn af búðarsveinum. Jackson hneigði höfuð sitt til samþykkis. “Hvað sagðir þú hon- um?” spurði pilturinn aftur?” “Eg sagði honum sannleikann, það var alt sem eg gat gjört.” “Ef það hefði verið eg þá hefði eg búið til sögu, til að segja honum. Alt er betra en að vera rekinn úr vinnunni. Eg býst við hann reki þig. Hann gjörir það vana- lega, ef honum líkar ekki við þá, sem vinna hjá honum.” En húsbóndinn rak ekki Jackson. Það sem fyrir hafði komið var þetta: Jack- son var sendur í einhverjum erindum ofan í bæ. Hann sá drengi, sem hann þekti vera að leika sér. Hann staðnæmd- ist augnablik til að horfa á þá, svo var honum boðið að leika aðeins mínútu. Hann gjörði það, en rétt í þessu gekk hús- bóndi hans fram hjá og sá hann. Þegar Jackson kom til baka kallaði húsbóndinn á hann inn á skrifstofu sína. Jackson sagði sannleikann afdráttarlaust. Hús- bóndi hans ávítaði hann harðlega en hon-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.