Stjarnan - 01.03.1944, Page 4

Stjarnan - 01.03.1944, Page 4
20 STJARNAN Og hann er við föðursins hægri hönd. Sjá Hebr. 1:3. “Hann er geisli hans dýrðar og ímynd hans veru, er öllu stjórnar með orði síns máttar, settist til hægri hliðar guð- legri hátign á hæðum, eftir það hann fyrir sjálfan sig (með dauða sínum) hafði hreins- að oss frá syndunum”. Við endurkomu Krists verða öll Guðs börn, sem hvíla í gröfunum reist upp, og þau ummynduð sem lifandi verða á jörðunni. Sjá Thess. 4:13—17 og Kor. 15:51.52. Getið þér áttað yður á þessum innvitnunum og flett þeim upp? Svo munu þessir upprisnu og ummynd uðu ástvinir Krists lifa og ríkja með hon- um í þúsund ár. Þeir munu hafa dóms- vald með honum sem er dómari lifendra og dauðra. Op. 20:4. Páll postuli vitnar í þetta er hann skrifaði Korintuborgarmönnum: “Vitið þér ekki að hinir heilögu munu heiminn dæma ..... Vitið þér ekki að vér munum englana dæma?” IKor. 6:2.3. Freistingar, falskenningar og alskonar villur munu aukast og ágerast eftir því sem tíminn líður. “Því djöfullinn er ofan til yðar farinn í miklum móð, því hann veit hann hefir nauman tíma.” Op. 12:12. Það hefir ætíð verið nauðsynlegt, en aldrei fremur en nú að fylgja áminningu Páls postula er hann segir: “íklæðist Guðs al- vepni, svo þér staðist getið djöfulsins véla- brögð.” Efes. 6:11—18. Einungis fyrir þekkingu á Guðs orði, lif- andi trú, stöðuga bæn og samfélag við Jesúm Krist og skilyrðislausa hlýðni við Guðs boðorð, getum vér komist sigrandi gegn um heiminn með öllum hans blekk- ingum og falskenningum á þessum síðustu, vondu dögum heimsins. Eg grátbæni yður því vinir mínir, lesið Guðs orð heilaga Ritn- ingu. . Hlýðið Guðs blessuðu boðum. Gef- ið gaum að aðvörunum orðsins og biðjið án afláts bæði fyrir yður sjálfum og öðrum, biðjið um leiðsögn Heilags anda svo þér fáið skilning á orði hans, biðjið um náð og kraft til að reynast Guði trú alt til enda, svo þér ásamt öllum Guðs útvöldu megið finnast þess verðugir að “umflýja alt þetta sem fram mun koma og mæta frammi fyrir mannsins syni.” Lúk. 21:36. S. Johnson. Vertu hughraustur og öruggur Jósúa leit fram á ókomna tímann. Hann og þjóð hans mátti búast við margskonar hættum. Það var enginn barnaleikur að leiða 3 miljónir manna, kvenna og barna inn í ókunnugt land, án nokkurrar sýni- legrar hjálpar og berjast þar við hrausta vopnaða þjóð, sem bjó í víggirtum borgum, og hafði alt við hendina sem á þurfti að halda. En Jósúa hafði ekkert annað um að velja heldur en halda áfram. Guð hafði skipað honum það. Mikil og örugg trú út- heimtist til að hlýða skipuninni. En ísrael trúði Guðs loforði. Þeir fóru yfir Jórdan og treystu því Guð mundi gefa þeim sig- ur, og hann brást ekki von þeirra. Guðs börn nú á tímum sjá ekki hvað framundan er. Vér vitum ekki hvaða reynsla eða erfiðleikar muni mæta oss á morgun, eða hvaða erfiðleikar muni standa í vegi fyrir starfi voru og áformum. Kristn- ir menn hafa á öllum tímum haft erfiðleik- um að mæta, og á þessum skelfingartím- um megum vér búast við óvæntum erfið- leikum. Satan er ofan kominn í miklum móð af því hann veit hann hefir nauman tíma. Illir andar og óguðlegir menn munu sameina krafta sína móti Guði og söfnuði hans. Veldi myrkranna mun reyna að eyðileggja Guðs börn. Vér vitum ekki hvað hver dagurinn, mánuðurinn eða árið ber í skauti sínu. Sem stendur er stríð, hallæri og sóttir víðsvegar í heiminum, já, einnig jarðskjálftar, flóð og eldar. Margir þola ofsóknir og líflát. Hvert geta menn snúið sér? Hvar er hjálp að fá? Hver getur veitt oss kraft í erfið- leikunum, huggun í sorginni og hugrekki sem aldrei bilar, hvað sem á reynir? Hinn voldugi Guð ísraelsmanna er vor hjálp og vort athvarf. Orð hans til Jósúa eru einnig töluð til vor: “Gæt þess, sem eg hef boðið þér að vera hughraustur og öruggur, óttast ekki né hræðast, því Drottinn þinn Guð er með þér hvert sem þú fer.” Vér minnumst dásemdarverka Guðs á umliðnum tíma. Hann frelsaði Jósep frá fangelsi Faraós. Hann leiddi ísrael á þuru landi gegnum hafið rauða og yfir Jórdan. Hann frelsaði Daníel frá ljónunum og Sadrak, Mesak og Abednegó út úr elds-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.