Stjarnan - 01.03.1944, Side 8

Stjarnan - 01.03.1944, Side 8
24 STJARNAN Óttaátu ekki Það er eðli mannsins að óttast og kvíða. Og hvað þetta getur kvalið mann. Ótti fyrir óhöppum, þjáningum, ótti fyrir af- leiðingum heimskulegra athafna, ótti fyrir einveru, ótti fyrir dauðanum. Það er hægt að losast við allan þennan ótta og hræðslu. Fyrir nokkru síðan var eg á sjúkrahúsi. í næsta herbergi var maður sem lá fyrir dauðanum. Hann hafði verið mikill barna- vinur. Þegar hann var miðaldra fékk hann enn meiri elsku til kristindómsins og áhuga fyrir hohum, svo hann notaði frístundir sínar til að kenna öðrum sannindi kristin- dómsins. Nú lá hann veikur og það var engin von um bata fyrir hann, og hann vissi það sjálfur. Var hann hræddur? Nei, alls ekki. Á hverjum degi heyrðum vér hann syngja bænarsálma eða fagnaðar og gleði söngva. Þetta var leyndardómurinn við rósemi hans og óttaleysi. Hann þekti kærleika Krists og lifði 1 samfélagi við frelsara sinn og óttaðist því hvorki líf né dauða. Heimurinn í dag er gagntekinn af ótta og skelfingu. Sjálfsmorð eru daglegar fréttir, menn deyja af hræðslu, aðrir missa vitið af hræðslu. En þó er örugt meðal til við öllu þessu. “Óttastu ekki,” er hinn gleðiríki boð- skapur sem Guðs orð flytur öllum sem elska Guð. “Óttast þú eigi því eg er með þér; eigi skaltu örvílnast því eg em þinn Guð; eg styrki þig, eg hjálpa þér, eg held þér með minni trúfastri hægri hendi Eg em Drottinn þinn Guð, sem held í þína hægri hönd og segi til þín: Óttast eigi eg hjálpa þér.” Jes. 41:10.13. “Óttast þú eigi yrmlingur Jakobs”, segir hann, hann er reiðubúinn að hjálpa hin- um aumasta smælingja, meðal barna sinna. Meðvitund um synd er ástæðan fyrir miklu af þeim ótta og þeirri hræðslu sem þjáir mannkynið, en “Fullkomin elska út- rekur óttann.” Og þessi fullkomni kærleiki finst í hjarta vors himneska Föður og Frelsara, þegar vér meðtökum hann þá hverfur allur ótti og hræðsla. “Komið til mín,” býður hann oss, “og munuð þér finna hvíld fyrir yðar sálir.” Matt. 11:28.29. Ert þú hræddur, hræddur við nokkuð? STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can Treystu Guði. Hann hjálpar þér. Hann hefir lofað því. Hans loforð bregðast ekki. Hann bæði vill og getur hjálpað þér, hann er almáttugur. “Varpið allri yðar áhyggju upp á hann, hann ber umhyggju fyrir yður.” M. C. Kuhn. * Smávegis Dýpsta stöðuvatn í heimi er Baikal vatn- ið í Síberíu, það er 5350 feta djúpt. ♦ ♦ ♦ Á Aleutian eyjunum, sem eru 1.100 mílur að lengd, finst ekkert timbur. ♦ ♦ ♦ í einum bifreiðahring er nóg togleður fyrir 8 gasgrímur. ♦ ♦ ♦ Það ætti aldrei að þvo egg. Þau geymast ver þvegin og gerlar geta komist inn í skurninn ef þau eru þvegin. ♦ ♦ ♦ Indiánar í Ameríku sem eru að tölu um 400.000, hafa sent 11.000 menn í herinn svo þeir eiga erfitt með vinnukraft heima fyrir. + ♦ ♦ Grænu blöðin utan um kálhöfuðin, sem venjulega er kastað hafa miklu meira af lífsefni A, kalsíum og járni heldur en hvítu blöðin innan í. ♦ ♦ ♦ Nú er svo erfitt að fá barnavagna, að farið er að nota strigakörfur 3 fet á lengd og 2 á breidd. Ungbarnið getur ruggað sér í þeim meðan móðirin ber þær á hand- leggnum. ♦ ♦ ♦ í Lissabon væri hægt að fá 60 dollara fyrir fréttablaðið sem þú kastar frá þér eða notar fyrir umbúðapappír. Enn meira virði væri það í Noregi þar sem öll útlend- blöð eru bönnuð.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.