Stjarnan - 01.08.1944, Blaðsíða 6
62
STJARNAN
ar út af listanum við Biblíunámið af því
hann vildi ekki hún sameinaðist öðrum
söfnuði. Konan svaraði að hún fylgdi ekki
mönnum heldur Guði. “Áður var eg í and-
legu svelti, en nú hef eg næringu fyrir
sálu mína. Eg vil hlýða þér sem eigin-
manni mínum en fylgja frelsara mínum
í öllu sem hann býður mér.” Eftir tvö ár
var konan tilbúin að fá skírn, en maður
hennar samþykti það ekki og ásetti ser að
hindra hana. Meðan hún var prófuð fyrir
skírnina kom maður hennar með spjót og
hótaði að drepa prédikarann. En hann var
óhræddur. Maðurinn hélt áfram hótunum
sínum. Konan bar barn á bakinu. Maðurinn
vissi hún gat ekki haft. það meðan hún
var skírð svo hann hótaði nú að drepa
hvern sem annaðist barnið á meðan hún
væri skírð. Meðstarfandi prédikarans fór
út í ána, og maðurinn stóð reiðubúinn með
spjótið, en presturinn tók barn konunnar
í faðm sér og hélt á því meðan hún var
skírð, en maður hennar framkvæmdi ekki
hótun sína. Um kvöldið þennan sama dag
færði hann prestinum gjöf, dáðist að hug-
rekki hans, og var altaf besti vinur hans
upp frá því.
Trúboði einn fór með vini sínum út til
að prédika. Þeir fengu leyfi höfðingjans
til að halda samkomur í þorpi hans, þeir
völdu sér pláss undir stóru tré. Meðan á
fyrstu samkomunnni stóð sáu þeir vel
klæddan ungling sitja við dyr á kofa einum
skamt frá samkomustaðnum. Hann reykti,
hegðaði sér ókurteislega og sýndi fyrirlitn-
ingu fyrir boðskapnum. Yinur ræðumanns-
ins vildi ávíta drenginn en var bannað það.
Þeir vissu hann var nýkominn frá stóru
þorpi langt í burtu.
Daginn eftir bar drengurinn sig eins að,
og kallaði konur út af samkomunni til að
gjöra óróa. En prédikarinn sagði: “Við
skulum vera þolinmóðir við hann eins og
Jesús var.” Næstu vikuna sat drengurinn
dálítið nær samkomustaðnum. Eftir þriðju
vikuna var þeim boðið að gefa sig fram
sem vildu gefa Guði hjarta sitt. Þessi dreng-
ur var sá fyrsti til að koma, margir fleiri
fylgdu dæmi hans, þá sagði prédikarinn við
vin sinn: “Hversu miklu hefðum vér tapað
hefðum vér ávítað hann fyrsta daginn.”
Drengurinn fylgdi þeim nú á ýmsa staði þar
sem fólk þráði að heyra Guðs orð, og
margir sneru sér til Guðs. Nú er þessi
drengur djákni í söfnuði.
R. H.
Til þeina, sem syrgja
Bráðum fá ástvinirnir að mætast aftur.
Jesús kemur og með honum fjöldi heil-
agra engla. Hann kemur til að heiðra þá
sem hafa elskað hann og haldið hans boð-
orð, og taka þá heim til sín. Hann hefir
ekki gleymt þeim né loforði sínu. Þá munu
ástvinirnir sameinast aftur. Aðeins stutt
stund ennþá og vér munum sjá konung-
inn í ljóma sínum. Aðeins stutta stund og
hann mun þerra hvert tár af augum vorum.
Bráðum mun hann láta oss mæta frammi
fyrir sinni dýrð óflekkaða í fögnuði.
“Hann hefir sent mig ... til að hugga
alla sorgbi.tna, og gefa þeim höfuðdjásn
fyrir ösku, fagnaðar viðsmjör fyrir hrygð.”
“Eins og móðirin huggar barn sitt eins
vil eg yður hugga.” Jes. 66:13.
Beiskja sorgarinnar hjá þeim sem mist
hefir ástvini sína getur einungis hann einn
skilið, sem sendur var frá himni til að
hugga hina hreldu. Frelsari mannanna er
huggari vor. Hann þekkir sorgarstinginn,
sem nístir hjarta þess sem mist hefir ást-
vin sinn. Þar sem Jesús stóð við gröf
elskandi vinar meðal syrgjandi ættingja þá
er oss sagt að “Jesús grét”. Jcsús vissi að
innan fárra augnablika mundi guðdóms-
kraftur hans slíta bönd dauðans og gefa
ástvinunum aftur hinn látna bróður. En
hann grét af því hann sá þá nístandi sorg,
sem ástvinir yrðu að líða alt í gegn um
komandi aldir þar til hinn mikla dag upp-
risunnar, þegar allir, sem í gröfunum eru
munu heyra hans raust og koma út til að
sameinast elskendum sínum.
Enginn nema þeir sem sjálfir hafa reynt
missir ástvina sinna, geta skilið hvað það
er sárt. Vinir geta talað hluttekningarorð
of rétt hjálparhönd í tímanlegum efnum.
Þeir sem sjálfir hafa reynt skilnaðinn geta
vakið von og veitt hughreystingu þeim,
sem niðurbeygðir eru, ekki með svo mörg-
um orðum, heldur með hluttekning hjart-
ans, tárunum 1 augunum og einfaldri barns-
legri bæn. En enginn getur læknað hið
blæðandi brotna hjarta, nema vor guð-
dómlegri huggari, hinn heilagi andi, sem