Stjarnan - 01.08.1944, Page 8
STJARNAN
64
Hvers vegna ekki.
Gæta hagsmuna annara eins vel og sinna
eigin?
Halda tíu boðorðin í daglegu viðskipta-
lífi?
Helga Guði líf sitt virku dagana líka?
Uppörfa aðra heldur en ávíta þá?
Gleyma gremju sinni heldur en velta
henni altaf í huga sér?
Líta á það góða í stað þess misjafna í
fari annara?
Smávegis
Kol eru notuð til að hita 4 af hverjum 7
heimilum í Bandaríkjunum. Þau eru líka
ómissandi til að framleiða stál. 55 hundr-
uðustu af öllum vélakrafti er framleiddur
með kolum, 95 hundruðustu af öllum járn-
brautarvögnum eru knúðir áfram með kol-
um, og þau framleiða einnig 55 hundruð-
ustu af rafmagni, sem notað er.
+ + +
Yfir 250.000 ekrur af landi eru notaðar
fyrir enska og ameríska flugherinn á Eng-
landi. Áður en fyrra heimsstríðið byrjaði
höfðu Englendingar 7 flugstöðvar. í lok
stríðsins 1918 höfðu þeir 300 af þeim. Tala
flugstöðva á Bretlandi nú, er leyndarmál
hersins.
+ + +
Tala útlendra flóttamanna í Svíþjóð í
nóv. 1943 var yfir 35 þúsundir. Þar af voru
18000 norskir, 9000 danskir, 35,000 þýzkir,
1200 Eistlendingar, 1000 Rússar, 800 Pól-
verjar, 600 Austurríkismenn, 700 Tékkó-
slóvakar. Þar voru líka 12 þúsund finsk
börn. 74 sænskir Gyðingar, hafa komið
þangað frá Þýzkalandi síðan vorið 1943.
+ + +
Blaðið “Daily Express” í Lundúnaborg,
hvað hafa mesta útbreyðslu af öllum frétta-
blöðum heimsins, upplagið er 2.800.000 ein-
tök.
+ + +
Sagt er að dúfur hafi verið notaðar
til sendiferða á dögum Salomons konungs,
og meðal Persa í fyrndinni. Þær fluttu
fréttir frá Olympisku leikjunum árið 560
fyrir Krist. Árið 43 f. Kr. notaði Brútus
þær til að leita sér liðs þegar hann var um-
setinn í Mutina.
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can
Hinn fyrsti olíubrunnur í Bandaríkjun-
um var grafinn árið 1859 í Pennsylvaníu.
Hann var 69 feta djúpur. Um síðustu alda-
mót þá voru olíubrunnar grafnir 1000 feta
djúpir. Tuttugu og fimm árum seinna voru
þeir 7300 fet á dýpt. Nýlega var borað 15
þúsund fet niður í jörðina til að ná olíu.
+ + +
Fólk á Norður írlandi býr í fjósum og
hesthúsum af því það getur ekki fengið
annað húsnæði.
+ + +
Alaska hefir 94 þúsund ferhyrningsmíl-
ur, sem nota má fyrir bújarðir og beitilönd.
+ + +
Svíþjóð hefir ekki nók kol, svo þar verð-
ur að auka viðarbrenslu, en það getur orðið
hindrun fyrir timbursmiði.
+ + +
Samkvæmt skýrslum sjóliðsforingja
Breta, A. V. Alexanders, þá framleiddu
sambandsþjóðirnar fjórtán og hálfa flugvél
á klukkutíma árið 1943, eða 127 þúsund
flugvélar yfir árið. Auk þess smíðuðu þeir
9 fallbyssur, 106 þús. skot og nærri því
3 milj. byssukúlur fyrir smábyssur hvern
einasta klukkutíam.
+ + +
Ef einhver hefir íslenzka nótnahók sem
hann vill selja þá gjörið svo vel aö láta
ritstjóra Stjörnunnar vita um það, og hvaö
verðið er.
+ + +
Ef þér hafið íslenzkar Biblíur eða Nýja
Testamenti með stóru letri, sem þér ekki
notið, gjörið svo vel að gefa ritstjóra
Stjörnunnar tækifæri til að kaupa þessar
bækur.
+ + +
Hjartans þakklæti fyrir fégjafir til al-
heimsstarfs vors, sem ýmist hafa verið
sendar mér í pósti eða afhentar mér per-
sónulega. “Guð elskar glaðan gjafara.”
hann mun launa á sínum tíma.
S. Johnson.