Stjarnan - 01.12.1945, Síða 2
90
STJARNAN
hinna frelsuðu verða borgarar Guðs
himneska ríkis. En hvernig voru þeir
frelsaðir? Voru þeir frelsaðir fyrir að halda
lögmálið? Svarið er alveg ákveðið NEI.
“Enginn lifandi maður réttlætist fyrir
honum af lögmálsverkum.” Róm. 3:20. Það
nær til Abrahams engu síður en til vor,
sem lifum í dag. Enginn maður var, eða
verður nokkurn tíma frelsaður fyrir það
eða með því að halda lögmálið. Það var
ekki tilgangur lögmálsins að frelsa menn
“Fyrir lögmál kemur þekking syndar.”
Róm. 3:20. Abraham, ísak, Jakob, Daníel,
Davíð, Nói og Adam voru allir frelsaðir af
náð. Það hefir aldrei verið nokkur annar
vegur mönnum til frelsunar. Páll postuli
segir: “Náð Guðs hefir opinberast sálu-
hjálpleg öllum mönnum.” Tít. 2:11. Frels-
un sú sem Guð frambýður mönnum er hin
sama og sú eina frelsun, sem menn hafa
Öðlast eða munu öðlast. “Og ekki er hjálp-
ræði í neinum öðrum, því að eigi er h'eldur
annað nafn undir himninum er menn kunna
að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum
að verða.” Post. 4:12.
' Nóa var veitt yfirgnæfanleg náð Guðs.
Vér lesum í IMós. 6:8. “En Nói fann náð
í augum Drottins.” Nói var syndari og lifði
á einhverju spiltasta tímabili heimsins.
Mannkynið var orðið svo spilt að Guð
yðraðist þess hann hafði skapað manninn,
og ásetti sér að eyðileggja hina spiltu kyn-
slóð. Nói var ráðvandur maður, svo Guð
af náð sinni frelsaði hann og fjölskyldu
hans.
Abraham, faðir hinna trúuðu var frels-
aður af náð. Jesús talaði við Gyðinga um
Abraham föður þeirra og sagði: “Abraham,
faðir yðar hlakkaði til að sjá minn dag,
og hann sá hann og gladdist.” Jóh. 8:56.
Þessi Guðs maður sá í anda Krists dag,
og hversu það gladdi hann.
Til að reyna trú Abrahams bauð Guð
honum að taka einkason sinn ísak og fórna
honum. Þótt hinn aldraði faðir skildi ekki
ástæðuna fyrir slíkri skipun þá hlýddi
hann mótmælalaust. Eftir þriggja daga
ferð kom hann loks þangað sem hann átti
að fórna. Nú skildi Abraham eftir þjónana
sem hann hafði tekið með sér, en hann og
ísak sonur hans gengu upp á fjallið. Eftir
litla stund segir ísak við föður sinn: “Hér
er eldurinn og viðurinn, en hvar er lambið
til brennifórnar?” Hvað þessi spurning
hlýtur að hafa kramið hjarta föðursins.
Hann svaraði: “Sonur minn, Guð mun sjá
sér fyrir lambi til brennifórnar.” Loks
komu þeir á blettinn þar sem fórnin átti
að fara fram og Abraham bygði þar altari
Nú segir Abraham syni sínum hvað Guð
hafi boðið sér. ísak setti sig ekkert á móti
því. Hann samþykti í auðmýkt. Því eins
og faðir hans trúði hann því, að ef Guð
býður eitthvað þá er ekkert um að tala
annað en hlýða. Faðirinn lyfti hnífnum,
en þá tók Guð í taumana. Hann sá að vin-
ur hans hafði staðist þessa hörðu trúar-
reynslu. Ó hvað það hefir hljómað fagurt
í eyrum Abrahams þegar engillinn hrópaði:
“Legðu ekki hönd á sveininn.” Abraham
leit upp og sá þá bak við sig hrútlamb
sem var fast á hornunum í runni nokkrum.
Abraham tók hann og fórnaði honum sem
brennifórn í stað sonar síns.
Hér sá Abraham dag Krists og þá fórn
sem hann mundi bera fram. í stað þess að
taka líf sonar síns tók hann líf lambsins, og
lambið var táknmynd upp á Krist, hina
fullgildu fórn, sem Guð gaf mönnunum til
frelsunar. Abraham skildi það, að vegna
syndarinnar var bæði hann og sonur hans
dauðadæmdir, en Guðs sonur, það Guðs
lamb sem bar heimsins synd, dó í þeirra
stað.
Vinur minn, þetta er náð. Jesús leið það,
sem vér höfum tilunnið, svo vér gætum
öðlast það sem hann hefir verðskuldað.
“Hann sem þekti ekki synd, gjörði Guð að
synd vor vegna, til þess að vér skyldum
verða réttlæti Guðs í honum-” 2Kor. 5:21.
Já, vinir mínir, hver einasti frelsaður
syndari bæði á tíma gamla og nýja Testa-
mentisins, hvort heldur hann er Gyðingur
eða heiðjngi, hefulr verið frelsaðúr af
Guðs fyrirgefandi náð. Löggjafinn Móses
var frelsaður fyrir náð Krist. Syndarar
á öllum öldum af öllum þjóðum, sem frels-
aðir hafa verið, voru frelsaðir af Guðs náð
fyrir verðskuldun Jesú Krists. Það er eng-
inn annar vegur syndurum til frelsunar.
“Því laun syndarinnar er dauði en náðar-
gjöf Guðs er eilíft líf fyrir Drottinn vorn
Jesúm Krist.” Róm. 6:23.
Þetta er Guðs loforð, Guðs ákvæði:
“Synd skal ekki drotna yfir yður, því þér
eruð ekki undir lögmáli heldur undir náð.”