Stjarnan - 01.12.1945, Síða 3
STJARNAN
91
Hvaða ályktun getum vér dregið af þess-
um texta? Meinar það að fyrst vér erum
ekki undir lögmálinu að þá sé ekkert lög-
mál lengur í gildi? Meinar það að Guðs
náð í Jesú Kristi hafi afnumið lögmál
Guðs? Páll postuli leggur fram sömu spurn-
inguna og svarar henni. “Gjörum vér þá
lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer
því, heldur staðfestum vér lögmálið.” Róm.
3:31. Er það ekki undarlegt að menn skuli
hafa komist að rangri niðurstöðu í þessu
efni þar sem Biblían heldur svo skýrt fram,
að í stað þess að náð og trúin á Krist af-
nemi lögmálið, þá staðfestir hún lögmálið.
Hinn frelsaði syndari er undir Guðs náð
og því ekki lengur undir lögmálinu. Setj-
um nú svo að þú værir fundinn sekur um
voðalegan glæp, og værir dæmdur til líf-
láts, svo værir þú settur í varðhald til
aftökudagsins. Þegar tíminn nálgast telur
þú stundirnar og mínúturnar sem eftir
eru, svo ertu settur í “dauðaklefann”.
Tíminn flýgur. Þú hugsar um þitt liðna
líf og hinn skelfilega glæp. Þú hugsar um
ástvini þína, sem eftir verða. Fangavörð-
urinn kemur að leiða þig til aftökustaðar-
ins. En meðan þú ert á leiðinni þangað.
kemur maður hlaupandi og veifar blaði í
hendinni, það er boðskapur til þín, fyrir-
gefning frá landstjóranum. Að réttu lagi
hefðir þú átt að deyja,þú hefir brotið lögin.
Þú ert sekur. En af góðvilja landstjórans
ert þú látinn laus, þér er gefið líf. Þetta
er náð.
Nú þegar þú kæmir heim til fjölskyldu
þinnar fyrir náð landstjórans, álítur þú
þá að þú þurfir als ekki að vera undir-
gefinn lögum ríkisins lengur? Mundir þú
draga þá ályktun að fyrst þú varst frels-
aður frá dauðahegningunni þá gætir þú
farið út, drepið og stolið. Hvílík fjarstæða.
Ef þú metur nokkurs náð landstjórans, þá
munt þú ásetja þér að lifa upp frá því í
samræmi við lög ríkisins. Þú mundir beita
öllum þínum viljakrafti til að lifa heið-
virðu góðu lífi, og verða góður borgari
ríkisins.
Hver ætti aðstaða syndarans að vera
gagnvart lögmáli Guðs, þegar hann hefir
fengið fyrirgefningu synda sinna? “Eigum
vér að halda áfram í syndinni svo náðin
yfirgnæfi? Fjarri fer því. Vér sem dóum
syndinni,- hvernig ættum vér framar að
lifa í henni?” Róm. 6:1.2.
Guð frelsar oss frá bölvun lögmálsins,
sem er dauðinn, til þess vér lifum réttlæt-
inu. Réttlátt líf er í samræmi við lögmál
Guðs en ekki gagrístætt því. Náð Guðs
sem opinberast sáluhjálpleg öllum mönn-
um veitir meira en fyrirgefning umliðinna
synda. Hún veitir einnig kraft til að sigra
synd á yfirstandandi tíma. Páll postuli
segir: “Eg fyrirverð mig ekki fyrir Krists
fagnaðarerindi, því það er kraftur Guðs til
sáluhjálpar hverjum sem trúir.” Róm. 1:16.
Enn fremur: “Svo er nú engin fyrirdæm-
ing yfir þeim sem eru í Kristo Jesú, sem
ekki ganga eftir holdinu heldur eftir and-
anum.” Róm. 8:1. Án Krists er maðurinn
holdlega sinnaður og ekki undirgefinn lög-
máli Guðs. Sá maður er fordæmdur 6.7.
vers. Sá sem er í Kristi er ekki undir for-
dæmingu, því Jesús veitir honum kraft til
að lifa í samræmi við Guðs heilaga lögmál.
Þannig fyrir trú á Krist og kraft hans til
að frelsa, þá ónýtum vér ekki lögmál Guðs
heldur staðfestum vér það. Vér sýnum þá
í lífi voru að krafa lögmálsins uppfyllist í
oss sem ekki göngum eftir holdinu heldur
eftir andanum. Róm. 8:4.
Einu sinni óx þistill í gryfju. Garðyrkju-
maðurinn gróf hann upp með rótum og
gróðursetti hann í garði sínum. Þistillinn
sagði við sjálfan sig: “Hvað á þetta að
þýða? Veit hann ekki að eg er gagnslaus
þistill?” Garðyrkjumaðurinn gróðursetti
þistilinn meðal rósanna. “Hvaða vitleysu
gjörir maðurinn? Ha.nn hefir sett mig inn
á milli rósanna”, sagði þistillinn. En garð-
yrkjumaðurinn kom enn einu sinni og skar
með beittum hníf skurð í börk þistilsins
og setti rósaknapp inn í skurðinn. Þegar
sumarið kom óx ljómandi falleg rós á
þistlinum. Þá sagði garðyrkjumaðurinn við
þistilinn: “Fegurð þín er ekki af sjálfum
þér heldur af því sem eg græddi við þig.”
Vinur minn, lifir þú svo fyrir Guðs náð
að þú sýnir réttlæti Guðs í lífi þínu? Hefir
þú meðtekið Guðs náð til að lifa í samræmi
við hans heilaga lögmál? Eða lifir þú í
synd og fótum treður Guðs boðorð? Guð
er reiðubúinn að hjálpa þér langt fram
vfir það, sem þú getur óskað eða beðið.
Hann vill frelsa þig frá synd ef þú vilt
leyfa honum það. H. H. Mattison.