Stjarnan - 01.12.1945, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.12.1945, Blaðsíða 7
STJARNAN 95 selt bókina áður en presturinn talaði við hana. Konan skrifaði henni: “Á sunnudagsmorguninn fór eg til messu og presturinn prédikaði upp úr bók er líktist þeirri sem þú sýndir mér. Eg held það hafi verið sama bákin. Hann talaði um endurkomu Krists og páfavaldið. Eg hefi aldrei heyrt neitt svo vel útlistað. Presturinn sagði það væri einhver sú besta bók, sem hann hefði séð og óskaði að hún væri til á hverju heimili.” W. A. Spicer. Heimboðið Ó hvað börn og unglingar eru hamingju- söm þegar þau hafa fengið skeyti um að einhver af vinum þeirra ætlar að hafa sam- sæti og þeim er boðið að vera með. Til- hlökkunin tekur upp alla hugsun þeirra. Þau tala án afláts um skemtunina, sem þau eiga von á, og búa sig sem best undir hana. Við fullorðna fólkið vitum líka hvað það er að hafa eitthvað að hlakka til og lifa í glaðri eftirvæntingu þess sem vér eigum í vændum. Vér höfum fengið skeyti um samkvæmi í stórum stíl, þar sem ekkert mun skorta sem aukið getur gleði og hamingju þeirra, sem þar koma saman. Þér og mér er boðið þangað líka. Eg hef viðurkent móttöku boðsbréfsins og lofað að koma. “Sælir eru þeir, sem boðnir eru til brúðkaups lambs- ins.” Jesús segir: “Eg mun koma aftur og taka yður til mín svo þér séuð þar sem eg er.” Fagnaðar erindið er heimboð Krists til vor. Hefir þú tekið á móti boðinu? Hlakkar þú til og hefur það fyrir æðsta markmið þitt að búa þig undir samkvæmið? Þar verða saman komnir spámenn og postular Drott- ins, líka fjoldi þeirra, sem hafa þjónað Drottni í kyrþey, hverra nöfn hafa gleymst í heiminum, en sem trúlega fylgdu frelsara sínum og reiddi sig á hann, þeir eru gleymdir heiminum en nöfn þeirra voru rituð á himnum. Þeir voru ljós á heimili sínu og í nágrenninu þar sem þeir bjuggu. f þessu alsherjar samkvæmi Guðs barna munum vér mæta ástvinum Guðs og okkar þeim sem á undan oss eru gengnir til hvíldar. Þar verður hvorki sjúkdómur sorg ; né dauði. Alt sem hjartað girnist mun oss þar veitt verða. Og þetta verður ekki aðeins stundargleði heldur inngangur að eilífum fögnuði, eilífum félagskap við Skapara vorn og endurlausnara, englanna mörgu þúsundir og hinn óteljandi skara Guðs endurleystu barna. Fögnuðurinn verð ur því dýpri og innilegri sem vér njótum hans lengur og lærum betur að þekkja eig- inleika hins eilífa kærleika, sem lagði sjálf- an sig í sölurnar, svo við mættum verða aðnjótandi samvistar hans og erfa með honum hans eilífa dýrðarríki. Þetta er verulegleiki fyrir hvern sann- kristinn mann. Vér höfum eitthvað að lifa fyrir eitthvað að hlakka til, sem gjörir lífið bjart og hamingjusamt jafnvel á þess- um tíma sorgar, saknaðar og vonbrigða. Jesús kemur bráðum. Það er aðeins stutta stund að bíða. Hefir þú - heilsuleysi eða fátækt að stríða við, hefir ástvina missir svift þig gleði lífsins? Leiðist þér af því þú getur ekki framkvæmt fyrirætlanir þínar, eða af því þú nýtur ekki þess félagsskapar sem æskilegur væri? Hvað sem að þér am- ar, þá kom til Jesú nú strax. Hann segir: “Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir eg vil gefa yður hvíld.” Mitt. 11:28. Legðu byrði þína og sorg fram fyrir Jesúm talaðu við hann eins og besta vin um alt sem þér liggur á hjarta. Hann bæði vill og getur hjálpað þér hverjir sem erfiðleikarnir eru. Eitt af því sem hann ræður oss til og sem eykur hamingju vora hér er þetta: “Hafið hugann á hinu himn- eska.” Ef vér gjörum það og um leið kepp- umst eftir að lifa verðugt þeirri köllun sem vér erum kallaðir með sem börn Guðs og borgarar hans eilífa ríkis, þá höfum vér hvorki tíma né tilhneigingu til að kvíða eða láta oss leiðast, því hugur vor og hjarta er þá svo upptekið við að búa oss undir að sitja brúókaup lambsins, sem vér erum boðnir til. Á þennan hátt getum vér, þrátt fyrir sorg, vonleysi, fátækt eða heilsu- brest, þá getum vér glaðst óútmálanlegum dýrðlegum fögnuði. Yér vitum líka að Jesús er með oss alla daga alt til verald- arinnar enda.” Matt. 28:20. Vor himneski faðir leggur oss aldrei þýngri þyrði á herðar en hann gefur oss kraft til að bera. Þegar vér lifum í stöð- ugu samfélagi við frelsara vorn og höfum

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.