Stjarnan - 01.04.1946, Side 3

Stjarnan - 01.04.1946, Side 3
STJARNAN 27 hjá mér; þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.” (Matt. 26, 39). í nokkurn tíma, bar Jesús einn þjáning- ar sínar, en svo gekk hann til lærisveina sinna til þess að fá hluttekningu hjá þeim. En þar var enga meðaumkun að fá; því þeir sváfu. Þeir vöknuðu við hljóminn af röddu hans, en þeir ætluðu naumast að þekkja hann, svo var andlit hans orðið breytt af hinni óttalegu sálarkvöl. Hann sagði þá við Pétur: “Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund?” (Matt. 14, 37). Rétt áður en þeir gengu inn í grasgarð- inn hafði Jesús sagt við lærisveina sína: “í nótt munuð þér allir hneykslast á mér.” En þeir fullvissuðu hann um, að þeir vildu fylgja honum í fangelsi og í sjálfan dauðann. Og vesalings Pétur bætti við, fullur af sjálfstrausti: “Þótt jafnvel allir kunni að hneykslast, þá skal eg þó eigi.” (Mark. 14:27-29). Lærisveinarnir treystu á sjálfa sig; þeir gleymdu að lypta huga sínum upp til hins máttug'a hjálpara, eins og Jesús þó svo oft hafði ráðlagt þeim. Og þegar frelsarinn fann mesta þörf fyrir hluttekningu og fyrirbænir, fann hann þá sofandi. Jafnvel Pétur svaf. Og Jóhannes, hinn ástkæri lærisveinn, sem svo oft hafði hallað sér að brjósti Jesú, svaf einnig. Elska sú, sem Jóhannes bar til meistara síns, hefði þó sannarlega átt að geta haldið honum vakandi. Á þessari þjáningarstundu, hefðu bænir hans átt að stíga upp til föðursins með bænum frelsarans. Oft hafði Jesús beðið heilar nætur fyrir lærisveinum sínum — beðið um að trú þeirra ekki bilaði á reynslustundunum; og þó gátu þeir ekki vakað með honum eina stund. Hefði Jesús nú sagt við Jakob og Jó- hannes: “Getið þið drukkið bikarinn, sem eg drekk, eða skírst þeirri skírn sem eg skírist?” Þá mundu þeir ekki hafa svarað eins fljótt og þeir gjörðu áður: “Vér getum.” Þegar frelsarinn sá veikleika lærisvein- anna, fyltist hjarta hans meðaumkun, og hann óttaðist, að þeir mundu ekki geta staðist þá reynslu, sem þjáningar hans og dauði hefði í för með sér. Ekki ávítaði hann þá fyrir vanmátt þeirra, en hann hugsaði til þeirra rauna, sem fyrir þeim lægju, og hann sagði við þá: “Vakið og biðjið, til þess þér fallið ekki í freistni.” Svo afsakaði hann kæruleysið, sem læri- sveinarnir höfðu sýnt honum gagnvart skyldum þeirra við hann, og sagði: “And- inn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt.” (Matt. 26, 41). Hvílíkt dæmi upp á umhyggju, með- aumkvun og elsku frelsarans! Aftur var guðs sonur gripinn af óum- ræðilegri sálarangist. Þreyttur og mátt- vana reikaði hann burt og bað eins og áður: “Faðir minn, ef þessi bikar getur ekki farið fram hjá mér, án þess eg drekki hann, þá verði þinn vilji.” (Matt. 26, 42). Og er hann bað þannig, draup svitinn af andliti hans og var sem blóðdropar. Hann gekk þá aftur til lærisveinanna, því hann þráði svo mjög hluttekningu þeirra, en hann fann þá aftur sofandi. Þeir vöknuðu er hann kom, og horfðu á hann óttaslegnir, því á andliti hans voru blóðblettir. Þeir urðu undrandi, því þeir gátu ekki skilið þessa sálarangist, sem hann bar vott um. í þriðja sinn gekk hann burt til að biðja. Hræðilegt myrkur umkringdi hann. Fað- irinn hafði yfirgefið hann, og án nærveru föðursins óttaðist hann, að vegna síns mannlega eðlis mundi hann ekki geta stað- ist þessa eldraun. í þriðja sinn, biður hann hinnar sömu bænar. Englarnir þráðu að mega létta byrði hans, en þeir máttu það ekki. Guðs sonur varð að drekka þenna bikar; því annars hefði heimurinn verið eilíflega glataður. Hann sér heiminn í allri eymd hans og vanmætti. Hann sér vald syndarinnar. Þessi fyrirdæmdi heimur, stendur honum lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann tekur sína síðustu ákvörðun. Hann vill frelsa heiminn, hvað sem það kostar. Hann hefir yfirgefið sali himinsins, þar sem alt var dýrð, hreinleikur og hamingja, til þess að frelsa einn týndan sauð, þennan eina heim, sem féll fyrir syndinni, og hann vill ekki víkja frá ákvörðun sinni. Nú biður hann með fullkominni undirgefni: “Faðir minn; ef þessi bikar getur ekki

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.