Stjarnan - 01.04.1946, Síða 2
26
STJARNAN
upprisinn á þriðja degi eftir ritning'unum.”
1 Kor. 15: 3-4.
I Galatabréfinu 1: 8-9 segir sami postuli:
“Þó að vér eða engill frá himni boðaði
yður náðarlærdóminn öðruvísi en eg hef
kent yður, hann sé bölvaður . . . ef nokk-
ur kennir yður annan náðarlærdóm, en
þann sem þér hafið numið, hann sé bölv-
aður.”
Þetta eru sterk og alvarleg orð sem ekki
verða misskilin. Svipuð hugsun felst í
orðum þeim er Jesús talar um þá er ekki
meðtaka orð hans; “Sá sem forsmáir mig
og meðtekur ekki mín orð, hefir þann sem
dæmir hann; það orðið sem eg hef talað
mun dæma hann á efsta degi.” Jóh. 12: 48.
Þeir aftur á móti sem trúa Guðs orði og
fylgja Jesú, þeir koma ekki til dóms, heldur
hafa stigið yfir frá dauðanum til l(fsins.
Jóh. 5: 24.
“Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og
varðveita það.” Lúk. 11: 28.
S. Johnson.
XVI. — I Getsemane
Til þess að gera sér ljóst, með hverju
móti Jesús gat veitt syndinni mótstöðu,
verðum vér að athuga framkomu hans.
Líf frelsarans hér á jörðunni var líf
bænarinnar. Hann var oft margar stundir
einn í samfélagi við guð, og sendi innilegar
bænir upp til síns himneska föður. Það
veitti honum vísdóm og þrek til að vinna
hans ætlunarverk og verndaði hann frá
því, að falla fyrir freistingum Satans.
Eftir að Jesús hafði etið. páskalambið
með lærisveinum sínum, fór hann með
þeim til grasgarðsins Getsemane, þangað
sem hann svo oft hafði farið með þeim til
að biðja.
Á leiðinni talaði hann við þá og upp-
fræddi þá, en er þeir nálguðust grasgarð-
inn varð hann hljóður.
Jesús hafði lifað alt líf sitt fyrir augliti
föður síns. Guðs andi hafði stöðugt verið
leiðtogi hans.
Hann gaf Guði ætíð dýrðina af öllum
sínum verkum hér á jörðunni, og hann
sagði: “Ekki megna eg að gjöra neitt af
sjálfum mér.” Jóh. 5, 30. Vér megnum
ekki að gjöra neitt af sjálfum oss.
Það er einungis með því, að vér gefum
oss á Jesú vald og öðlumst styrk frá hon-
um, að vér getum sigrað og gjört vilja hans
hér á jörðunni.
Vér verðum að bera sama einlæga, barns-
lega traustið til hans, og hann bar til föður
síns. Kristur sagði: “Án mín getið þér
alls ekkert gjört.” (Jóh. 15, 5).
Sálarangistin, sem frelsarinn leið, þessa
óttalegu nótt í Getsemane, byrjaði, þá er
hann nálgaðist grasgarðinn.
Það var alveg eins og hann væri nú bú-
inn að missa þann viðhaldskraft frá föð-
urnum, sem hann ávalt hafði haft.
Hann byrjaði að skilja, hvað það var að
vera útilokaður frá Guði. Kristur varð að
bera synd heimsins, og þegar hún nú var
lögð á hann, leit það út fyrir að vera meira
en hann gæti borið.
Syndasektin var svo óttaleg, að hann
freistaðist til að hugsa, að guð væri hættur
að elska hann.
Hann fann hina miklu misþóknun, sem
guð hefir á syndinni og hann sagði: “Sál
mín er sárhrygg alt til dauða.”
Jesús hafði látið alla lærisveinana verða
eftir, nálægt grasgarðshliðinu, nema Pétur,
Jakob og Jóhannes, þá þrjá tók hann með
sér inn í garðinn. Þeir voru honum hand-
gengnastir og hann gat borið mest traust
til þeirra. En samt var honum ómögulegt,
að láta jafnvel þá, vera vitni að þeirri
sálarkvöl, sem hann varð nú að líða. Hann
sagði við þá:
“Bíðið hér og vakið með mér ” (Matt.
26, 30).
Og hann gekk lítið lengra áfram, og
féll fram á ásjónu sína.
Hann fann að syndin skildi hann frá
föður hans, og þetta djúp, sem komið var
milli þeirra, fanst honum svo stórt og
dimt, að hann titraði við að hugsa um það.
Kristur leið ekki fyrir sínar, heldur fyr-
ii syndir heimsins. Hann fann til mis-
þóknunar guðs á syndinni, alveg á sama
hátt og syndarinn mun finna á hinum
mikla degi dómsins.
í angist dauðans, kraup Jesús niður að
kaldri jörðunni og frá hinum fölu vörum
hans hljómuðu þessi sáru orð: “Faðir minn,
ef mögulegt er, þá fari þessi bikar fram