Stjarnan - 01.04.1946, Page 1

Stjarnan - 01.04.1946, Page 1
STJARNAN APRÍL 1946 LUNDAR, MAN. “Trúðu á Drottinn Jesúm Kriát þá verður þú hólpinn.” Guði sé lof fyrir hverja sál, sem trúir á Jesúm, og fylgir kenningum hans. Jesús segir oss að “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, til þess hver sem á hann trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3: 16. “Sannlega segi eg yður, hver sem heyrir mitt orð og trúir þeim sem mig sendi, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir stigið yfir frá dauðanum til lífsins.” Jóh. 5: 24. Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum, og hann segir ennfremur: “Eg er góði hirðirinn, eg þekki mína og mínir þekkja mig, eins og eg þekki föðurinn og faðirinn þekkir mig. Og eg gef út lífið fyrir sauðina.” Jóh. 10: 14-15. Það er vissulaga Guði þóknanlegt að vér fylgjum kenning Krists, að þáð sem vér viljurn að mennirnir gjöri oss, það skulurn vér og þeim gjöra. En Þetta er ekki nóg manninum til sáluhjálpar. Eg gæti jafnvel í eigingjörnum tilgangi reynt að koma mér vel við nágranna mína. En Guð sér hver tilgangur vor er. Hann lítur á hjartað. Alt vort framíerði verður að spretta af kærleika til Guðs og manna ef það á að vera Guði Þóknanlegt. Ef vér óskum að öðlast eilíft líf með Jesú í hans dýrðarríki, þá verðum vér að trúa vitnis- burði hans' um sjálfan sig og afstöðu hans gagnvart Guði Hann sagðist vera Guðs sonur. Jóh. 10: 36. í bæn sinni til Föður- sins sem vér lesum í Jóh. 17. kap. segir hann: “Gjör mig nú vegsamlegan Faðir hjá sjálfum þér, með þeirri dýrð sem eg hafði hjá þér áður en heimurinn var. Jóh. 17: 5. Jesús sagði ennfremur um sjálfan sig: “Eg em upprisan og lífið.” Eg em vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðursins nema fyrir mig.” Jóh. 11: 25 og 14: 6. Jesús sagði við Gyðingana forðum: “Ef þér trúið ekki að eg sé sem eg er munuð þér deyja í yðar sjmdum.” Jóh. 8: 24. “Ekki dærnir Faðirinn nokkurn, heldur hefir hann falið syninum á hendur allan dóm, svo að allir heiðri soninn, eins og þeir heiðra Föðurinn. Hver sem ekki heiðrar soninn, sá heiðrar ekki Föðurinn sem sendi hann.” Jó'h. 5: 22-23. Samkvæmt þessu er það nauðsynlegt oss til sáluhjálpar að vér trúum því að Jesús er Guðs sonur frá eilífð, að hann dó fyrir oss, að hann er sá sem dæma mun lif- endur og dauða, og oss ber að heiðra hann sem Guð. Páll postuli talar um soninn “Fæddan af sæði Davíðs eftir holdinu. Kröftuglega auglýstan Guðs son eftir anda heilagleik- ans, rneð upprisunni frá dauðum, Jesús Krist Drottinn vorn.” Róm 1: 3-4. “Pétur, fullur af heilögum anda, sagði við þá: Þér höfðingjar þjóðarinnar og öldungar ísraels . . . þá sé yður öllum vitanlegt og öllum ísraelslýð að í nafni Jesú Krists frá Nazaret, sem þér kross- festuð, en Guð uppvakti frá dauðum, að af hans völdum er það orðið að þessi stendur heilbrigður fyrir yðar augum . . . Af engum öðrum er hjálpræðis að vænta, því meðal manna gefst ekki nokkur annar undir himninum fyrir hvers fulltyngi oss sé ætlað hólpnum að verða.” Post. 4: 8-12. Páll postuli segir: “Eg kendi yður fyrst og fremst þann lærdóm, sem eg hef með- tekið, að Kristur væri dáinn vegna vorra synda eftir ritningunum, og grafinn og

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.