Stjarnan - 01.04.1946, Qupperneq 7
STJARNAN
31
það enn verra í norðurhluta landsins. I
Finnmörk eru 60 þúsund heimilislausir,
því óvinirnir brendu heimilin um leið og
þeir flýðu fyrir Rússum.
Finnar hafa vonlausan vetur. Ofaná aðra
erfiðleika hjá þeim bætist, lækkað verð í
peningum og ákaflega háir skattar, sem
lagðir eru jafnvel á skó og hatta.
ítalíu skortir bæði fæði og eldivið. Tær-
ing hefir ákaflega farið í vöxt vegna skorts
á fæðu, meðulum, og sjúkrahúsum.
Á Balkanskaganum, í viðbót við eyði-
leggingar stríðsins var þurkur svo mikill
að uppskera var léleg; matvara þess vegna
í háu verði; og lítið fæst af eldsneiti.
Frá Rússlandi fréttist að 1700 þorp hefðu
verið eyðilögð eða stórskemd; 6 miljón
byggingar eyðilagðar, og 35 miljónir manna
orðið heimilislausir.
1 Vienna hafa menn ekki svo mikið sem
olíuborinn pappír í staðinn fyrir gler í
gluggarúður. Til að byggja upp 21 þús-
und hús þar, skemd eðal eyðilögð, þarf
50 miljónir dollara, og mun taka frá 7 til
10 ár. Þúsundir deyja þar af sjúkdómum
sem eru afleiðing skorts á fæðu, og hita.
1 Budapest á Ungverjalandi eru aðeins
5536 hús óskemd af 38,000. Verð á matvöru
þar er 400 sinnum hærra en það var fyrir
stríðið.
í Hamborg er lítið um matvæli og engin
kol. Fólkið höggur upp trén fram með
strætunum til að nota fyrir eldivið. Margir
munu deyja áður en vorið kemur. Ung-
börn nærð á kartöflum deyja svo hundr-
uðum skiftir, og tæringarveiki er á háu
stigi.
Pólverjar eiga erfitt með að ná í það
sem heldur í þeim lífinu. Frá Warsaw
fréttist gegnum líknarfélögin að 800 þús-
und Pólverjar lifi í neðanjarðar holum.
Heilbrigðis ástandið er hið versta. 10
þúsund Pólverjar deyja á mánuði hverjum
af tæringu. Pólland hefir einn læknir fyrir
hverja 3500 íbúa.
Fréttir um neyð og vandræði koma
þannig úr öllum áttum. Hvað merkir alt
þetta? Jesús segir: “Á þeim tírna mun
verða svo stór hörmung að engin hefir
slík verið frá upphafi þeirra hluta sem
Guð skapaði til þessa, og ekki heldur mun
verða.” Mark. 13: 19.
Lúkas ritar: “Tákn munu verða á sólu,
tungli og stjörnum, og á jörðu angist meðal
þjóðanna í örvinglun. Sjór og haf mun
þá þjóta, menn munu deyja af angistar-
fullri eftirvæntingu þess er yfir allan heim-
inn mun koma.” Lúk. 21: 25, 26.
Er ekki þetta nákvæm lýsing á ástandinu
í Evrópu nú sem stendur. En hvers má
vænta um framtíðina? Er þá engin von?
Guði sé lof að dimmasta stundin 1 sögu
heimsins er rétt fyrir dögun. Jesús bætir
við þegar hann lýsir ástandi síðustu daga
heimsins: “Og þá munu menn sjá Manns-
ins son komandi á skýjunum með makt og
mikilli dýrð. En þegar þetta tekur til að
koma fram, þá lítið upp og upphefjið yðar
höfuð, því að lausn yðar er í nánd. Lúk.
21: 26, 28. Þegar verst gengur og alt sýn-
ist vonlaust, þá mun Guð taka í taumana
og Jesús kemur í dýrð sinni til að saman-
safna sínum útvöldu.
Þegar vér heyrum um alla þá skelfing
og þjáningar sem ganga yfir Evrópu, þá
getum vér ekki annað en sagt: “Kom
Drottinn Jesús.” (condensed from U. S.
Signs).
Hvernig verjum vér náðargjöfum Guðs,
tíma og fé, meðan meðbræður okkar víða
í heiminum líða bæði andlega og tíman-
lega neyð. Bráðum verðum við að g'jöra
Guði reikningsskap ráðsmensku vorrar.
S. J.
Simon Tejano
Sagan af þessum unga manni sýnir
hvernig kraftur fagnaðar erindisins breytir
hjörtum manna. Tejano var fæddur í
borginni Cebu á Filippa-eyjunum. Hann
var alinn upp í katólskri trú og var mjög
einlægur og áhugasamur trúmaður. Með-
an hann enn var ungur maður kaus bisk-
upinn hann til að berjast á móti útbreiðslu
mótmælendatrúarinnar. Þetta gjörði hann
venjulega með því að halda kappræður
móti starfsmönnum þeirra. Hann var gáf-
aður og vel fallinn til þess starfa; oft setti
hann mótmælendur í vandræði svo þeir
gátu engu svarað honum.
Nú kom prédikari Sjöunda dags Að-
ventista og fór að halda samkomur. Te-
jano áleit það skyldu sína að fara og hlusta