Stjarnan - 01.04.1946, Side 5

Stjarnan - 01.04.1946, Side 5
STJARNAN 29 hætta við áform mitt. Þegar ekkert dugði, kvaðst hún mundi loka húsinu og fara heim til foreldra sinna, ef eg færi til kirkju næsta laugardag. Eg var hryggur í huga er eg fór til kirkjunnar þann hvíldardagsmorgun. Eg gat séð heimili mitt gegn um glugga á kirkjunni. Guð heyrði bænir mínar, svo þegar eg kom heim frá kirkjunni var konan mín þar. í nokkrar vikur vann hún ekki á hvíldardögunum, en vildi þó ekki korna til kirkju. Svo einn hvíldardag fór hún að vinna, en með mótmælum sam- vizku sinnar. Litlu seinna var hún hættu- lega veik. Þá kom Mr. Kime, presturinn okkar, og bað fyrir henni. Hún játaði syndir sínar og lofaði að hlýða Guði.” Aron og kona hans hafa unnið saman til eflingar Guðsríkis og flutt mörgum á Sumatra fagnaðarboðskap friðarins. Menan Diredga Java er álitinn ein hin fegursta of Aust- ur Indversku eyjunum. íbúatalan er um 40 miljónir. Það er þé'ttbygðasta plássið í heiminum. Svo telst til að 823 íbúar séu á hverri ferhyrningsmílu. Menan Diredga ólst upp í Múhameðstrú eins og flestir á Java. Meðan hann var unglingur snerist hann til kristinnar trú- ar á mjög undraverðan hátt. í nágrenninu bjó Sjöunda dags Aðventisti sem Menan kom oft að heimsækja. Einu sinni er hann var í heimsókn hjá þessum kunningja sín- um, sá hann sendibréf skrifað á Malaya máli, rifið í parta í ruslakörfunni. Þetta vakti forvitni hans, og er hann sá sér færi, þegar enginn var viðstaddur, tók hann bréfsneplana og fór með þá heim til sín, setti þá saman og las bréfið. Það var bréf frá Petra Tunheim, sem var ein af fyrstu trúboðum vorum til Java. Hún bað og hvatti þann sem bréfið var til, að lifa sannkristnu lífi og vera reiðubúinn að mæta Jesú frelsara sínum þegar hann kæmi. Menan komst við. Hann fann þörf á hjálp. Hið fyrsta sem hann gjörði til að öðlast frið við Guð og samvizku sína, var að skila bréfinu sem hann hafði stolið og jata yfirsjón sína. Honum var nú gefin Biblía á Malaya máli, sem hann las í leyni, því enginn Múhameðstrúarmaður er ó- hultur um líf sitt ef það vitnast að hann lesi Biblíuna. Nú byrjaði hann brátt að halda hvíld- ardaginn heilagan og þannig fann faðir hans að hjarta sonarins var fult af hinni hötuðu kristnu trú. Menan hljóp í burtu á hvíldardaga skólann og fór ekki heim af'tur um kvöldið. í þrjár nætur lá hann úti og var auk þess matarlaus. Svo heim- sótti hann einhverja kristna vini sína og þeir réðu honum til að fara heim aftur og það gjörði hann. En þegar heim kom kannaðist enginn við hann sem meðlim fjölskyldunnar lengur. Þetta var þung reynzla, en hann stóðst hana og hefir reynzt trúr. Hann fór alfarinn heiman þennan dag, og hefir aldrei komið heim síðan. Kristnir vinir hjálpuðu honum að kom- ast á skóla vorn í Singapore. Að loknu námi fór hann strax að starfa sem trú- boði. Seinna var hann kallaður til vinnu að útgáfu kristilegra rita. Hann hefir í mörg ,ár verið ritstjóri Malaya blaðsins Tákn Tímanna, og auk þess ritað margar bækur, sem eru sérstaklega hentugar að nota meðal Múhameðstrúarmanna. C. O. G. Kona ein, á búgarði í Síberíu, sem hélt uppá 117. afmælisdag sinn nýlega, af- þakkaði ellistyrk frá stjórninni af því hún sagðist hafa vanist við að vinna alla sína æfi, og færi ekki að hætta þeim vana. Hún kvaðst heldur ekki þurfa að vinna ein- sömul, því 90 ára gamall sonur hennar vinnur landið með henni. 4-4-4- Samkvæmt áreiðanlegum skýrslum á sjöunda hver fjölsky-lda í Bandaríkjunum hlut í bílaverksmiðjum, svo þeim stendur hreint ekki á, sama um verkföllin víð þann iðnað. Bílaverksmiðjurnar nota þrjá-fjórðu af gleri því og gúmmí sem þjóðin fram- leiðir, 67 hundruðustu af leðri, 33 hundr- uðustu af tini, 20 -hundruðustu af stáli, og 10 hundruðustu af kopar.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.