Stjarnan - 01.05.1946, Blaðsíða 4
36
STJARNAN
hans lá. Hann var ákveðinn í því að finna
veg að ryðja sér braut til að útbreiða fagn-
aðar erindið. Hann hafði með sér talsvert
af kristilegum smáritum, og fyrir það litla
fé sem hann hafði, lét hann þýða þessi
smárit og prenta þau á Kínversku, og
dreifði þeim svo út um alt.
í 14 ár starfaði La Rue meðal Kínverskra
sjómanna og fjöldans sem fæðist; lifir og
deyr á litlu húsabátunum sem fylla hafn-
irnar. í janúar 1902 komu þrír trúboðar
til Kína frá Ameríku. Það gladdi hjarta
hins aldraða starfsmanns. Hann entist til
að starfa aðeins eitt ár eftir komu þeirra.
Hann dó 26. apríl 1903. Nokkrum dögum
áður en hann dó gaf hann trúboðinu í
Hongkong meiri partinn af því litla fé sem
hann átti. Þannig gaf hann sjálfan sig og
alt sem hann átti til kristniboðsins. Steinn
stendur á leiði hans í “Happy Valley”
grafreitnum, sem ber þögult vitni um á-
huga og sjálfsfórn þessa brautryðjanda
trúboðsins.
Þetta var byrjunin. Síðan hefir starfið
útbreiðst til allra fylkja Kínaveldis, og nú
höfum vér um 20 þúsund safnaðarmeðlimi
í því landi, 18 sjúkrahús og heilsuhæli eru
starfrækt þar og 18 skólar. Vér höfum
líka þrjár prentsmiðjur í Kína, í Mongolia,
Chungking og Tatsienlu. Þetta hefur verið
mögulegt af því að á hverju ári hafa menn
og konur fúslega yfirgefið föðurland sitt,
ástvini og alskonar þægindi til þess að
flytja fagnaðar erindi Krists til þeirra sem
í myrkrunum sitja bæði í Kína og annar-
staðar.
Þörfin er ennþá mjög tilfinnanleg.
Hugsið yður að 1300 manns í Kína deyja
án Krists og vonarlausir á hverjum klukk-
ut'íma. Yfir 30 þúsundir deyja daglega án
Krists. Hvað meinar það til þín sem les
þessar línur? Það ætti að hvetja oss til að
gjöra alt sem í voru valdi stendur til, að
flýta fyrir flutningi fagnaðar erindisins
til Kínverja.
Sjálfsfórn hefir ætíð staðið í sambandi
við kristniboðið. Árið 1903 fóru fjórir trú-
boðslæknar til Mið Rína frá Bandaríkjun-
um. Þeir störfuðu meðal fólksins undir
mjög erfiðum kringumstæðum, og eftir
nokkra mánuði dó einn þeirra, kvenlæknir,
og hún er jörðuð í Honan fylkinu. En slík
sjálfsfórn og slíkir erfiðleikar hindra ekki
aðra frá að bjóða fram þjónustu sína, og
fjöldi legstaða þessara hermanna Drottins
eru þögul frásögn um fórnfýsi Guðs barna.
Herbert Smith, ungur trúboði mætti
ræningjum er hann ferðaðist um Vestur
Kína. Þeir skutu hann og skildu við hann
á veginum; þar dó hann eftir lítinn tíma.
Sorg konu hans virtist óbærileg. En traust
til Guðs og vonin um að mæta hönum aftur
í upprisu réttlátra, styrkti hana svo hún
réð það af að vera áfram í Kína. í fleiri ár
starfaði hún einsömul og hlífði sér ekki.
Hún helgaði líf sitt starfinu meðal Kín-
verskra kvenna.
Eftir að hafa lokið við nám á læknatrú-
boðsskólanum í Loma Linda, California,
hafnaði Dr. E. F. Coulston og kona hans
tækifærinu til að stunda lækningar heima
með góðum tekjum, en sigldu til Kína frá
Vancouver. Mrs. Coulston var útlærð
hjúkrunarkona. Eftir að hafa lært málið
byrjuðu þau læknastarf í Kalgan, Norður
Kína.
Það var einverulegt að starfa þar og
ótal erfiðleikar. En sér til mestu gleði
eignuðust þau son; þvílíkar framtíðarvonir
þau hafa gjört sér fyrir hann. En gleðin
snerist í sorg er dauðinn hreif frá þeim
þennan dýrmæta gimstein. Nokkrum mán-
uðum seinna varð Dr. Coulston að fara
undir uppskurð, sem útheimtaði að hann
lægi marga daga í rúminu Sjúklingarnir
voru færðir til hans upp að rúmstokknum.
Hann fann út hvað að þeim gekk og sagði
fyrir hvað gjöra skyldi. Einn daginn með-
an hann var í rúminu var komið með sjákl-
ing sem þurfti uppskurð ef hann átti að
geta lifað, en enginn uppskurðarlæknir
var í nálægð, svo Dr. Coulston skipaði
fyrir að búa hann undir uppskurð og leggja
hann á bedda við hliðina á rúmi hans. Þetta
var gjört, og læknirinn skar hann upp án
þess að fara sjálfur upp úr rúminu. Þetta
lánaðist svo vel að líf mannsins ver frelsað.
Læknirinn lagði sig allan fram við starf
sitt. Langur vinnutími og lítill svefn veikti
mótstöðu afl hans svo hann veiktist af
hitasótt og varð að fara í rúmið. Nú hafði
hann 104 stiga hita. Meðan hann var svona
á sig kominn var honum færður ákaflega
veikur maður. Hann sá að maðurinn mundi
deyja ef hann fengi ekki hjálp og það
strax, svo hann fór á fætur og reyndi til
A