Stjarnan - 01.05.1946, Blaðsíða 6
38
STJARNAN
ist nýlega á mannkærleika fólksins í Am-
eríku er það sendi fatnað til að bæta úr
neyð manna, og sagði að þetta styrkti að
heimsfriði.
W. A Butler.
Játning galdralæknisins
Tjaldbúðar samkoman var að byrja í
TJganda. Hundruð innfæddra manna söfn-
uðust saman til að njóta blessunar af pré-
dikun, söng og bæn. Ræðuhöld dagsins
voru enduð, og hjörtu fólksins voru fylt
gleði, von og hugrekki. Öllu slær í þögn
þegar gamall maður stendur upp á sam-
komunni og fer að tala. Allir þekkja hann.
Það er hinn fyrverandi galdralæknir sem
í 20 ár “hafði ært fólkið með töfrum sín-
um.” Þarna stendur hann með töfra gripi
sína og meðul. Andlit hans ljómar af gleði
er hann segir:
“Guði sé lof að Jesús hefir vald yfir
satan. Hann hefir frelsað mig frá þræl-
dómi syndarinnar. Eg hef komið hingað
með meðul mín og töfragripi til að brenna
þá og sýna þannig trú mína á Kristi frels-
ara mínum. Eg hef í mörg ár verið verk-
færi satans til að svíkja og táldraga fólkið.
Eg hryggist sárlega yfir öllu því illa sem
eg hef gert, og með sundurkrömdu hjarta
bið eg Guð og menn að fyrirgefa mér.”
Til að sannfæra fólkið um að galdrar
hans voru af djöflinum sagði hann því frá
leyndarmáli töfra sinna.
Þér vitið að starf rnitt var myrkraverk,
svo það varð að framkvæmast í myrkri.”
Nú bað hann um að blæjurnar væru dregn-
ar fyrir gluggana, svo lyfti hann upp stóru
horni, sem bjöllur voru festar við og segir:
“Takið nú eftir. Þetta er guðinn sem
eg hef haft til að svíkja fólkið. Eg hef þrjá
guði: Kaote, guð pardusdýrsins, sem er
hið sniðugasta og grimmasta dýr; Lukindu,
guð ljónsins, sterka öskrandi dýrsins sem
sækir bráð sína í dimmunni, og Kewasa,
guð fílsins, sem sterkastur er allra skógar-
dýra. Hlustið nú á hvernig þessir guðir
tala.”
Nú setur hann hornið að munni sér og
stælir meistarlega hljóð pardusdýrsins, sem
leitar að bráð sinni, ljónið öskrar og fíll-
inn 'gefur hljóð frá sér, samtímis hittir
hann gólfið með horninu, sem á að merkja
fótaspark þessara dýra.
“Af því alt fer fram í svarta myrkri,
trúir fólkið því að andinn í horninu sé að
tala,” sagði galdlralækmrinn. “Þeir eru
fyltir ótta og van þekkingu, þessvegna hef
eg vald yfir þeim, nú spyr eg hvað að
þeim gangi og lofa þeim því að guð ljóns-
ins, pardusdýrsins og fílsins gefi þeim góð
ráð. “Svo þegar vesalings maðurinn eða
konan sögðu mér frá hvað að þeim gengi
var eg vanur að segja: “Þú hefir illan
anda, en eg get læknað þig með því að
veiða illa andann. Guð ljónsins getur sagt
þér hvað þú þarft að borga.
Svo skýrði galdralæknirinn frá að hann
sjálfur sagði frá upphæðinni með því að
tala í litla hornið. Stundum setti hann
upp svo mikið sem 75 dollara.
Til þess að sýna þeim hvernig hann
þóttist veiða hinn illa anda, bað hann einn
af þeim sem viðstaddir voru að koma til
sín, falla á kné við hlið sér og halda fast
í poka sem búinn var til úr bananablöðum.
Þessi maður átti í flýti að binda fyrir
pokaopið strax þegar auglýst var að and-
inn hefði verið rekinn ofan í pokann. Mað-
urinn fellur á kné í myrkrinu. Andinn
(galdramaðurinn með litla hornið) hljóðar
nú og æpir ákaflega. Það fer hrollur um
alla sem viðstaddir eru. Meðan á þessum
hávaða stendur fellir læknirinn manninn
sem bíður hjá honum og hrópar um leið:
“Eg hef veitt hann, eg hef veitt hann. Þessi
ímyndaði andi æpir og hrópar, en nú er
honum troðið niður í pokann, og vesalings
sjúklingurinn trúir þessu, svo er bundið
fyrir pokann og þeim sem á honum heldur
er skipað að taka skóflu og jarða illa
andann, pökann og altsaman úti í garðinum.
“Þetta er aðferðin sem eg hef haft til
að svíkja fólkið,” sagði galdralæknirinn
með tárin í augunum. “En eg segi yður
satt að ekkert er til sem jafnast við kær-
leika, kraft og frelsun Jesú Krists. Hann
getur frelsað hinn spiltasta mann. Eg þakka
Guði fyrir að frelsa mig, hinn stærsta
syndara.”
Mary Sachs, Trúboði.