Stjarnan - 01.05.1946, Blaðsíða 8
40
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Sjúkrahús og hjúkrunarhæli eru stofnuð
og sjúkum er hjálpað að ná heilsu aftur.
Fagnaðar erindið bætir kjör manna bæði
í andlegum og tímanlegum efnum.
Það borgar sig að leggja fé í trúboðsstarf,
því hvar sem trúboðinn fer lætur hann
eftir sig ummynduð líf manna.
W. A. Scharfenberg.
Fjármálin
Kirkjufélag Sjöunda Dags Aðventista
hefir ákaflega mikil útgjöld. Þótt þeir ekki
séu fjölmennir, og fáir verulega auðugir
á meðal þeirra, þá eru fjárframlög þeirra
alveg undraverð. Þegar vér lítum yfir
tékjurnar fyrir árið 1944 þá sjáum vér að
tíund og gjafir safnaðanna í Bandaríkjun-
um og Canada var yfir 20 miljónir dollara,
og ef vér bætum við tíund og fórnum í
öðrum löndum nær öll upphæðin um 25
miljónum.
Nú á dögum eru svo miklir peningar í
veltunni að fjöldi einstaklinga skilur ekki
hvað þessar háu tölur meina. Ef upphæð
sú sem áður er nefnd er jöfnuð niður á
meðlimafjölda kirkjufélagsins, þá verður
það fyrir árið 1944 nærri 100 dollarar á
mann, sem gefið var til uppeldisstarfs, heil-
brigðismála og til prédikunarstarfsins. Ef
allir íbúar Bandaríkjanna einna legðu
fram sömu upphæð þá yrði það nálægt 10
biljónir dollara. Það er varla hægt að
ímynda sér hve miklu góðu hefði mátt
koma til leiðar, með að bæta lifnaðar-
hætti, félagskap og samvinnu, vernda ung-
linga frá að leiðast út á glæpastigu, og
koma í veg fyrir alskonar glæpi og lög-
lieysi, ef kirkjufélögin hefðu haft með
höndum 10 biljónir dollara til endurbóta-
starfs árið 1944.
Þrátt fyrir hin ríflegu framlög Sjöunda
dags Aðventista, þá hafa þeir ekki nóg fé
til að mæta kröfum og beiðni, sem kemur
til þeirra um hjálp. Nú, þegar löndin eru
aftur laus úr höndum óvinanna, þá marg-
faldast þörfin og tækifærin til að hjálpa.
Eignir kirkjufélagsins, svo sem skólar,
heilsuhæli, kirkjur, sjúkrahús og prent-
smiðjur hafa orðið fyrir stórskemdum og
sumstaðar alveg eyðilagst. Það er á ætlað
að þurfa muni um 15 miljónir dollara til að
endurbæta og byggja upp þessar stofnanir
og það einungis með því móti að efni og
vinna verði ekki mikið dýrara en það áður
var. En eins og alt hefir hækkað í verði
nú í heiminum, þá verður þessi upphæð
langt frá því að vera nóg.
Þörfin krefur að vér strax endurreisum
stofnanir, sem tók oss fleiri ár að koma á
fót. Það eykur erfðileika og heimtar meira
fé heldur en undir venjulegum kringum-
stæðum.
Eitt aðal einkenni kristindómsins er
löngun manna að láta aðra njóta með sér
sömu blessunar og þeir njóta sjálfir. Þegar
Jesús var spurður af sérstökum flokki
manna: “Herra, hvenær sáum vér þig
hungraðan og söddum þig, eða þyrstan og
gáfum þér að drekka? Hvenær sáum við
þig gest og hýstum þig? Nær sáum vér þig
sjúkan eða í myrkvastofu og vitjuðum
þín?” Þá svaraði hann: “Hvað þér gjörðuð
við einn af þessum minstu bræðrum mín-
um, það hafið þér mér gjört.” Matt. 25:
37-40.
Með þetta fyrir augurn hafa Sjöunda
dags aðventistar helgað líf sitt því starfi
að bæta kjör meðbræðra sinna. Hjálpa
hinum þurfandi, hughreysta þá sorgbitnu
og vera til aðstoðar hvar og á hvern hátt
sem þeir geta til að létta byrði hinna þjáðu.
Þetta hafa þeir kent bæði með orði og
eftirdæmi. Til þess að gefa þér tækifæri
til að eiga hlut í þessu alheims líknarstarfi
fyrir mannkynið þá sendum vér einn af
fulltrúum vorum til þín meðan innsöfnun-
artímabilið stendur yfir.
James F. Cummins.
Hafið þið lesið “Fréttir frá Evrópu”
í apríl-blaði Stjörnunnar, Við erum
nú beðin að gefa það, sem við getum
til að bæta úr hungursneyðinni, sem
kemst á hæsta stig fyrri hluta sum-
arsins, meðan beðið er eftir upp-
skerunni. Gjafirnar má senda til
Stjörnunnar. Takið því fram að
það er: “Famine Relief.”