Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 7
STJARNAN 63 ist í tíma til Syracuse, til að frelsa vin sinn, sem elskaði hann svo mikið að hann var fús að voga lífi sínu fyrir hann. Þegar hann hafði lokið bæn sinni heyrði hann sér til mestu gleði hljóð í lækjarsprænu og fann uppsprettulind á meðal klettanna. Hann slökti þorsta sinn og hélt áfram ferðinni. Eftir litla stund dimdi í lofti svo ekki sá til sólar, svo kom ákafur stormur og svo stórkostleg rigning að smálækir urðu eins og stór fljót. Nú kom Moros að á sem hann hafði farið yfir tveim dögum áður. Brúin á ánni,hafði skolast í burtu af vatns- kraftinum og enginn ferjumaður í ná- grenninu vildi leggja líf sitt eða bát sinn í hættu í slíku flóði. Moros gekk upp og niður árbakkann. Hvert augnablik var dýrmætt. Nú var komið yfir hádegi. Með bæn á vörum kastaði hann sér út í straum- inn og synti af öllum kröftum. Hann komst yfir á hinn bakkann og hné niður máttvana til að hvíla sig í fáeinar mínútur. Svo hraðaði hann sér áfram, en nú lá leið hans í gegn um þéttan skóg. Þar sátu ræningjar d leyni og réðust nú á hann í von um að fá mikið herfang. En Moros hrinti þeim frá sér með yfirnáttúrlegu afli og hélt áfram leiðar sinnar. Nú var farið að kvölda. Meðan á þessu stóð hafði konungurinn í Syracuse skemt sér með því að tala oft við vin Moros í fangelsinu. Hann stríddi honum með því hvað heimskur hann væri að halda að Moros kæmi til að ganga í dauðann, þegar hann gæti svona hæglega sloppið frá því. En vinur hans bar fult traust til Moros. Jafnvel þó liðið væri á seinasta daginn, og komið nær þeim tíma er aftakan átti að fara fram. Nú skein sólin aðeins á húsþökin og turnana, og Moros lagði fram alla krafta sína til að komast áfram. Það jók honum nýjan kraft að sjá borgina, og er hann kom í útjaðar hennar var þar mannfjöldi mikill og allir stefndu upp á hæðina. Hann ‘spurði hvað um væri að vera. Var honum þá sagt það œtti að fara að krossfesta mann og fólkið vildi vera viðstatt. Moros hrópaði þeir skyldu víkja úr vegi og ruddi sér braut upp á hæðina. Það var búið að reisa krossinn. Rétt hjá var hásæti konungs, þar sem hann gæti setið og horft á. Það var rétt verið að hefja vin hans upp á krossinn þegar Moros braust í gegn um mannfjöldann. Fölur í andliti með skínandi augu veifaði hann höndunum og hrópaði hástöfum: “Hættið, hættið, eg er hér. Hann var hér í minn stað. Guði sé lof eg komst hingað 1 tíma.” Dauðaþögn féll yfir fólksfjöldann. Vin- irnir föðmuðust og grétu af gleði. Undar- legar og óvenjulegar tilfinningar hreyfðu sér í hjarta harðstjórans, þar sem hann frá hásæti sínu hafði horft á það sem fram fór. Að lokum sagði hann: “Moros, eg gef þér líf. Eg sé að elska, trúmenska og vinátta eru ekki orðin tóm. Vilt þú og vinur þinn leyfa mér að vera sá þriðji í félagskap ykkar?” — C. O. G. Jesús segir við þig: “Fylg þú mér” Jesús sagði: “Eg er heimsins ljós, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa lífsins ljós.” Jóh. 8: 12. Jóhannes skírari var sendur til að greiða veg mannkyns frelsaranum, Jesú Kristi. Hann prédikaði strangt og alvar- lega og sýndi mönnum fram á að þeir yrðu að iðrast synda sinna og byrja nýtt líf ef þeir vildu umflýja komandi reiði. Hann sagði við mannfjöldann sem “fór út til að skírast af honum: Þér nöðrukyn, hver hefir sagt yður að þér getið umflúið kom- andi reiði? Berið því iðruninni samboðna ávexti. Segið ekki með sjálfum yður, vér eigum Abraham fyrir föður, því Guð getur vakið Abrahams börn af steinum þessum. En öxin er þegar reidd að rótum trjánna. Hvert það tré sem ekki ber góðan ávöxt skal því upphöggvið verða og á eldinn kastað.” Fjöldi fólks iðraðist synda sinna, sneri sér alvarlega til Guðs og lét skírast. Jesús kemur bráðum til að dæma lif- endur og dauða, og nú sendir Guð boðbera sína með boðskap sinn út um allan heim til að kunngjöra íbúum jarðarinnar, að “Tími hans dóms er kominn,” svo nú er lífs skilyrði fyrir menn að snúa sér alvar- lega til Guðs og “Tilbiðja hánn sem gjört

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.