Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 8
64
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
maJl, Post Office Depart-
metit, Ottawa. Puhllshed monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar Man, -Can.
hefir himininn, jörðina, sjóinn og upp-
sprettur vatnanna.”
Á döigum Jóhannesar skírara voru
margir sem töldu sér til gildis að þeir
höfðu Abraham fyrir föður og vonuðu það
væri mæg -trygging fyrir eilífðar velferð
þeirra. Nú mæla menn sér til bóta að
þeir séu skírðir og fermdir, beri kristið
nafn og vonast því eftir að geta komist
inn í Guðs ríki, þó þeir brjóti flest eða öll
Guðs boðorð og sýni þannig að þeir séu
dauðir í yfirtroðslum og syndum og fylgi
alt öðrum leiðtoga heldur en Jesú Kristi,
sem “lítillækkaði sig sjálfan og var hlýð-
inn alt fram í dauðann, já, fram í dauðann
á krossinum.”
Jesús tekur því skýrt fram að maður-
inn “getur ekki séð Guðs ríki nema hann
endurfæðist.’ Jóh. 3: 3. Jesús var getinn
af 'heilögum anda, til þess vér getum
fylgt honum verðum vér að vera endur-
getnir af sama heilaga anda, fyrir trú á
Jesúm og hlýðni við orð hans. Einkenni
hinna endurfæddu er “hlýðni við sann-
leikans lærdóm. “Elskið hver annan
kappsamlega af hreinu hjarta eins og þeir
sem endurfæddir eru, ekki af forgengi-
legu sæði, heldur óforgengilegu, með GuSs
lifandi og œvurandi orði.”
Og af gæzku Guðs “eru oss gefin hin
stærstu og dýrmætustu fyrirheit, til þess
að þér fyrir þau skylduð verða hluttak-
andi guðlegrar náttúru og forðast heims-
ins girnda spillingu.” 2 Pét. 1: 4.
Sá sem endurfæddur er af Guðs orði
og anda hefir öðlast guðlegt eðli, hann hef-
ir hatur og viðbjóð á synd, en yndi af að
halda Guðs boðorð og gjöra hans vilja
í öllu, hann hefir lifandi löngun til að líkj-
ast Jesú betur dag frá degi.
Dómarinn stendur fyrir dyrunum.
Innan örlítils tíma verðum við öll að mæta
fyrir Krists dómstóli. Þá verður of seint
að iðrast, of seint að snúa við og biðja um
fyrirgefning og náð. Nú er tíminn til þess,
“nú er'sú æskilega tíð, nú er dagur hjálp-
ræðisins.” Nú er tíminn til að rannsaka
sjálfan sig og gjöra upp reikninginn við
Guð og samvizkuna. Það er of mikið átt a
hættu með því að slá þessu á frest. “í dag,
ef þér heyrið hans raust, forherðið ekki
hjörtu yðar.”
Þegar Pétur postuli hélt ræðuna á hvíta-
sunnudaginn, urðu menn svo gagnteknir
af Guðs orði að þeir spurðu postulana:
“Hvað eigum vér að gjöra?” Pétur fullur
af heilögum anda svaraði: “Takið sinna-
skifti og hver yðar láti skíra sig til nafns
Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna,
og munuð þér öðlast gjöf heilags anda.”
Skilyrðið er hið sama nú. Þetta er einmitt
það sem Guð krefst af oss í dag ef vér
viljum eiga hlutdeild með Guðs útvöldu
þegar Jesús kemur. “Takið sinnaskifti og
snúið yður svo syndir yðar verði fyrir-
gefnar.” Post. 3: 19.
Hver sem trúir og verður skírður mun
hólpinn verða. Jesús var heilagur og synd-
laus, en hann tók á sig vorar syndir og kom
til Jóhannesar og bað um skírn. Þegar
Jóhannes færðist undan, sagði Jesús:
“Veittu mér þetta, því þannig ber oss að
fullnægja öllu réttlæti.”
Jesús gaf okkur fyrirmynd svo vér
skyldum feta í hans fótspor. “Ef þér skilj-
ið þetta, eruð þér sælir ef þér breytið
eftir því.” S. Johnson.
HANS EIGIÐ SMÍÐI.
Sagt er um jámsmið einn á miðöldun-
um að hann var tekinn fastur og fjötraður
járnhlekkjum. Hann hafði góða þekking
á járnsmíði og rannsakaði hlekkina, hvort
ekki fyndist hlekkur sem mætti brjóta.
Alt í einu féllust honum hendur; á vissu
merki gat hann séð að hlekkirnir voru
hans eigið smíði. Hans smíði var svo
vandað að vonlaust var að geta brotið
hlekkina. Engir hlekkir eru erfiðari að
brjóta heldur en þeir sem vér höfum
sjálfir smíðað. En sleppum ekki voninni.
Hin sterkustu bönd hins versta vana
verða slitin með einlægum vilja mannsins
og almættiskrafti Krists. — C. O. G.