Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 6
62
STJARNAN
Lestu þau með nákvæmxi eftirtekt og
muntu sjá að þau eiga alstaðar við, á öllum
tímum hjá öllum kynslóðum og undir öll-
) um kringumstæðum. Engin synd er fram-
in, sem ekki er bönnuð þar. Öllum dygðum
er þar haldið fram. Tíu boðorðin er hinn
eini lagabálkur, sem Guð sjálfur talaði til
manna með eigin raust. Þau ein voru
skrifuð með Guðs eigin hendi á steintöfl-
ur. 2. Mós. 31:18.
Ennfremur skipaði Guð fyrir hvar þau
skyldu geymast, í örkinni og hún var sett
í hið “allra helgasta” og það var bygt sam-
'kvæmt Guðs eigin fyrirsögn, eftirmynd
hins himneska, og örkin var sem táknmynd
upp á ihásæti Guðs.
Á þennan hátt sýndi hinn Almáttugi að
lögmiál hans var grundvallarlög hásætis
hans, og eilíf mælisnúra til að sýna hvað er
rétt og rangt. Það er endurskin hans guð-
dómlegu eiginlegleika og grundvallarlög
ríkis hans og stjórnar.
Getur nokkrum dottið í hug að afnema
eða endurbæta tíu boðorðin? Það væri eins
létt að breyta rás sólarinnar gegn um him-
inhvolfið eða koll varpa hásæti Guðs. Guð
hefir aldrei, og mun aldrei afnema lögmál
sitt eða leggja niður stjórn sína. “Verkin
hans handa eru sannleiki og réttindi; rétt
sýn eru öll hans boðorð, þau eru óbifanleg
um aldur og eilífð, gjörð með sannleika og
einlægni.” Sálm. 111:7. 8.
“Aðal atriði efnisins þegar alt er athug-
að verður þetta: Óttastu Guð og haltu hans
' boðorð, því það á hver maður að gjöra.”
Préd. 12:13. — R. F. Cottrell
Samkvæmt skýrslum til aðalstöðva
sambandsstjórnarinnar hafa nærri 2V2
miljón byggingar verið brendar eða eyði-
lagðar í Japan meðan á stríðinu stóð;
330,000 af iþeim voru herstöðvar, stjómar-
byggingar eða verksmiðjur. Þótt tilgang-
urinn væri aðalega að ráðast á slíkar
byggingar, þá voru þó nálægt 2 miljónir
svokallaðra íbúðarhúsa eyðilögð, eða 15
hundruðustu af heimilum Japana.
-f +
X-geislarnir hafa nú verið notaðir í
sjúkrahúsum í 50 ár. . . .
Sönn vinátta
Þýzka skáldið Schiller segir frá gam-
alli sögu um sanna vináttu. Hún er fra
Grikkjum í fornöld. Þegar Grikkir réðu
yfir löndunum við Miðjarðarhafið, þá
ríkti vondur, grimmur konungur, Dion-
ysíus að nafni, yfir nýlendunni Syracuse á
Sikiley. Ungur föðurlandsvinur sem hét
Moros ásetti sér að losast við harðstjór-
ann og gjörði tilraun til að drepa hann
en það mistókst. Hann náðist og var
dæmdur til dauða. Það átti að krossfesta
hann. Nú stóð svo á að systir Moros var
að því komin að gifta sig, og hann var hinn
eini ættingi hennar í karl legg sem gæti
■gefið hana, án hans gæti ekkert orðið af
giftingunni. Hann bað konung um leyfi
til að fara heim og vera burtu í þrj á daga,
til að gifta systur sína og ráðstafa húsi
sínu. Hann lofaði hátíðlega að svo mundi
hann koma og taka út hegningu sína. Hann
.sagði konungi: “Vinur minn, sem elskar
mig býðst til að sitja í fangelsinu í minn
stað, svo þú hafir tryggingu fyrir að eg
komi aftur.”
Konungur, sem fyrir löngu síðan hafði
mist alt traust til þess sem væri göfugt og
gott í fari manna, hló hæðnislega og svar-
aði: “Heldur þú eg sé svo heimskur að
trúa því að þú haldir loforð þitt.” Alt 1
einu datt honum í hug að það væri gaman
að reyna, og hann gæti skemt sér með því
að stríða vini hans. Svo hann sagði: “Þú
mátt fara. En mundu það, að ef þú kemur
ekki um eða fyrir sólarlag þriðja daginn,
þá mun vinur þinn deyja á krossinum í
þinn stað.” Moros svaraði: “Eg kem aft-
ur.” Svo föðmuðust vinirnir með tárin í
augunum og Moros hóf ferð sína, en vinur
hans gekk fúslega í fangelsið.
Alt gekk vel fyrir Moros á heimleið-
inni. Hann leit eftir því sem hann þurfti
og kvaddi harmþrungna ástvini síha.
Snemma að morgni hins þriðja dags fór
hann af stað áleiðis til Syracuse. Til þess
að verða sem fljótastur, tók hann styttri
leið gegnum eyðimörk, en hann viltist.
Sólin var nú komin hátt á loft, hann var
uppgefinn og dauðþyrstur. í angist sinni
kastaði hann sér niður í sandinn og hróp-
aði til Guðs um hjálp, svo hann gæti kom-
>