Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 2
58 STJARNAN Vér ættum ekki að ihika við að gefa líf vort í hendur hans, sem elskar oss og getur gjört meira fyrir oss heldur en vér fáum óskað eða beðið. Nú kemur einhver með þá afsökun að hann sé eins góður eins og fjöldi þeirra sem kalla sig kristna. Þeir 'hugga sig við að ef hinir kristnu sem þeir þekkja komast í himnaríki, þá hafi þeir alveg eins góðan mögulegleika til að öðlast eilíft líf. Vér skulum heyra um ungan mann sem var óánægður heima. Honum fanst faðirinn of strangur, og hann þóttist viss um að ef hann gæti ikomist burt frá yfir ráðum hans, þá yrði hann ánægður og hamingjusamur; svo hann fór heirnan að í von um að öðlast það frj álsræði sem hann þráði svo mjög. En svo fann hann að því lengur sem hann var heiman að, því meir jukust vandræði hans. Að lokum fer hann að hugsa sig um. Hann iðrast eftir að hafa farið heimanað. Hann fann ekki það frelsi og þá hamingju sem hann hafði vonast eftir. Honum sárnar að hann skuli hafa misskilið föðiur sinn, því nú sér hann að hann hafði haft það svo gott heima. Hon- um líður svo illa yfir öllu þessu að hann snýr heim til föður síns. Þessi einfalda dæmisaga bendir á reynzlu syndarans. Ungi maðurinn sem fór heiman að er syndarinn sem snýr frá Guði. Hann ímyndar sér að Guð svifti hann ýmsum skemtunum, sem hann held- ur hann geti notið í heiminum. Hann í- myndar sér að lífið með Guði hindri hann frá að vera hamingjusamur og njóta lífs- ins. En það líður ekki á löngu þar til hann finnur að það er mikið af vonbrigðum og hjartasorg í heiminum. Að lokum sann- færist hann um að Guð er sannur kær- leiksríkur faðir, sem er umhugað um vel- ferð barna sinna. Hann finnur hvergi slíka isamhygð og meðaumkvun eins og hjá Guði. iHann iðrast þess sárt að hann sneri sér frá honum, og nú ásetur hann sér að snúa baki við heiminum, en snúa ein- læglega til Guðs. Nú snýr hann andliti að Guði og hvert fótmál færir hann nær honum. Þegar hann sneri sér frá Guði gekk hann syndarinnar veg. Hrygð hans yfir að hafa farið burt frá svo góðum vin og föður er iðrun. Þegar þessi sorg og iðrun leiðir hann til þess að snúa við, snúa andliti sínu til Guðs en baki við heim- inum, það er umvendun. Hvert spor sem hann tekur í áttina til Guðs merkir helg- un, því hann nálgast stöðugt heimkynni föðursins. Umvendun meinar blátt áfram að snúa við. Sumir misskilja þetta og eru því ekki vissir um hvort þeir séu umventir eða ekki. Þeir halda að það þurfi mikla hrifn- ingu til að verða umventur, en það er misskilningur, það meinar aðeins að snúa við. Syndarinn snýr andliti sínu að heim- inum en bakinu að Guði. Sá, sem um- ventur er, snýr andliti sínu að Guði, en baki að heiminum. Oft heyrum vér menn segja: “Þeir kristnu gjöra það sama og eg, en eg hef aldrei játað kristni, þeir eru ekkert betri en eg.” Athugum nú mismuninn milli hins kristna og syndarans. Vér hljótum að kannast við að kristnum mönnum verður stundum á að syndga og gjöra það sama og syndarinn gjörir, og þess vegna segja menn að það sé enginn mismunur á milli þeirra, en athugum þetta betur. Þegar hinn kristni hrasar og fellur, stendur hann upp með andlit sitt til Guðs og föðurhúsanna, því hann hefir snúið á leið þangað. Hann iðrast eftir yfirsjón sína, biður Guð um fyrirgefningu og held- ur áfram leið sinni til Guðs og hans himn- eska heimkynnis. Þegar syndarinn fellur, stendur hann upp án þess að iðrast, án þess að hugsa um Guð, því hann hefir aldrei snúið sér til Guðs en frá heiminum. Hvert skifti sem hann fellur steypir hann sér lengra út í heiminn, svo hann missir sjónar á himneskmn efnum. Það er mikið djúp milli hins kristna og syndarans, svo það er einber heimska fyr- ir syndarann að vonast eftir inngöngu í himininn, upp á þá staðhæfingu að hann sé eins góður eins og hinn kristni, þó hann hafi aldrei snúið sér til Guðs. Margur ungur maður virðist hafa glæsi- lega framtíð framundan sér, en ef hann aldrei meðtekur Jesúm sem frelsara sinn, þá stefnir hann stöðugt niður á við leið- ina til eilífrar glötunar. En jafnvel sá, sem ekki gefur svo góðar vonir, ef hann meðtekur Jesúm sem frelsara sinn og leið-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.