Stjarnan - 01.12.1946, Síða 8
96
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
áreiðanlegleika Guðs fyrirheita. “Þó þús-
und falli þér við hlið, og ííu þúsund þér
til hægri handar, þig nálgast það ekki.”
Y. I.
♦ -f ♦
Þér eruð verði keyptir
“Það sem dró athygli mína að kristin-
dóminum,” sagði prestur einn í Afriku,
“var að sjá einn af trúboðum ykkar, mann
af öðrum kynflokki og frá öðru landi, þvo
og vefja umbúðir um þessi voðalegu sár,
sem vort fólk hefir, og sem vér viljum
ekki snerta við.”
Sá sem veit að hann er sættur við Guð
fyrir dauða sonar hans, hann veit líka að
hann á sig ekki sjálfur, því hann er verði
keyptur. Fyrir honum er enginn munur
lengur milli Evrópumanna, Asíu eða Afr-
íku búa, eða Suðurhafseyja manna. Þeir
eru allir menn sem Kristur lét l'íf sitt fyrir.
Með þessari þekkingu og kærleika Krists
í hjartanu, sem knýr hann áfram, þá hefir
hinn sannkristni aðeins eitt að gjöra, og
það er að finna veg og tækifæri til að veita
mönnum þekkingu á þeim gleðifréttum
að “Guð var í Kristi og friðþægði heiminn
við sjálfan sig, og tilreiknar ekki mönnun-
um afbrot þeirra.” 2 Kor. 5: 15.
C. E. Carlson.
■ ♦. -f ♦
Kæru vinir m'ínir, minnist þess, að
Stjarnan hefir ekkert að lifa á nema það,
sem þið sendið henni. Hjartans þakklæti
til ykkar allra, sem hjálpuðuð mér með
kostnaðinn við hana í sumar sem leið og
léttuð mér áhyggju og erfiði með ferða-
lögin út um landið. Guð launi ykkur þús-
undfalt og gefi ykkur gleðilega og farsæla
framtíð.
S. Johnson.
Smávegis
Það er áætlað í borginni Chicago einni,
að ljósleysið sem átti sér stað um tíma
vegna verkfalls í kolanámunum, hafi ollað
110 milljón dollara fjártapi fyrir framleið-
endur og verzlunarmenn, og yfir 21. og
hálfa milljón tekjumissir fyrir verkafólk.
Er trú þín og Mf í samræmi við trú og
líffjöldans? Ef svo er, þá vara þig! Synda-
flóðið kom yífir fjöldann á dögum Nóa. Á
dögum Abra'hams var fjöldinn hjáguða-
dýrkendur. Y dögum Mósesar fórst fjöld-
inn á eyðimörkinni. Á dögum Elía dýrk-
aði fjöldinn Baal. Á dögum Krists hafnaði
fjöldinn frdlsaranum og krossfesti hann.
Á dögum Lúthers var fjöldinn rómversk-
kaþólskur.
—Á vorum tíma hefir fjöldinn skin
guðrækninnar, en afneitar hennar krafti.
2. Tím. 3, 5. “Þú skalt ekki fylgja fjöldan-
um í því að gjöra íþað, sem ilt er.” 2. Mós.
23, 2.
+ + +
Hæsti olíubrunnur í heiminum er í
Colorado. Hann er f,rá 7,800 til 8,500 fet
yfir sjávarmál.
+ + +
Áður en settar voru reglur, sem drógu
úr skemtiferðum meðan stráðið stóð yfir,
keyrðu Ameríkumenn um 2 miljónir bíla
árlega til skemtigarða ríkjanna.
+ + +
Nú er hægt að kaupa farseðil til að fara
■ alla leið kring um hnöttinn með Pan
■ American flugferðafélaginu. Áætlað er að
kostnaðurinn verði um tvö þúsund dollarar.
+ + +
Álitið er að gullsafn heimsins sé um
25,702,000,000 dollara virði. Þar af áttu
Bandaríkin nærri fjóra fimtu parta eða
20,036,000,000 í október 1945.
♦ ♦ *
Árið 1941 framleiddi Ameríka 6,000
skippunid af gúmmí (rubber) en árið 1945
var framleiðslan 700,000 skippund.
♦ ♦ ♦
Eitit cent af hverjum dollar, sem sam-
bamdsstjórn Bandaríkjanna tekur inn árið
1946, gengur til að tryggja atvinnuvegi,
hjálpa nauðstöddum og því um líkt.