Stjarnan - 01.01.1947, Qupperneq 6
6
STJARNAN
var færð hin miikla fórn ifyrir synd heims-
ins. Þegar Jesús dó á krossinum á Golgata,
þó opnaðist ihinn nýi lífsins vegur, bæði
fyrir heiðingjum og Gyðingum.
Englarnir íögnuðu, þá er frelsarinn
hrópaði: “Það er fullkomnað.” Hið heilaga
endurlausnarverk var ifullkomnað. Með
því að lifa í hlýðni, gátu Adams synir náð
þeirri tign að vera færðiri fram fyrir aug-
lit Guðs.
Satan var yfirunninn; hann vissi, að
vald hans var brotið.
♦ -f ♦
Er ávöxturinn ávinningur
eða tap ?
Vér setjum allir fé vort í eitt eða annað.
Sumir setja það í jarðir, aðrir í banka, eða
ýmislegt annað, í von um ávinning- Aðrir
setja það á eittihvað, sem þeir vona að geti
frelsað þá frá framtíðar eyðileggingu. Guð
fékk Nóa alvarlegan boðskap til þáverandi
kynslóðar, og um hann prédikaði Nói í
“eirtt hundrað og tuttugu ár.” Á meðan
Nói prédikaði Iþennan viðvörunar boðskap
hlýðni við Guðs orð, setti hann fé sitt í
stóra 'örk á þurru landi. Fjöldanum þótti
þetta mjög heimskulegt 'fyrirtæki — sem
hann vissulega mundi stór tapa á. En
“í trú” Ihélt Ihann áfram að prédika og
byggja örkina. Sjá 1. Mós. 6, Hebr. 11: 17,
1. Pét. 3,20.
Á þessu tímabili “eitt ihundrað og tutt-
ugu árum” talaði Guðs andi kröftuglega
til fólksins um að taka sinnaskifti og trúa
boðskapnum. En flestir 'héldu áfram að
óhlýðnast og settu bæði fé sitt og tíma í
önnur fyrirtæki. Þegar svo tíminn var
kominn og örkin smaðuð, fór Nói og fjöl-
skylda hans í örkina og “Drottinn læsti
eftir honurn.” 1- Mós. 7: 16.
Þá kom nokkuð fyrir — nokkuð sem
aldrei hafði komið fyrir áður, nokkuð sem
mannleg ihyggindi álitu að alls ekki gæti
komið fyrir. Það fór að rigna og hélt á-
fram Iþangað til vatnið hulldi jörðina og
örkin fór á flot. “Og vötnin mögnuðust,
svo að öll hin háu fjöll, sem eru undir
öllum himninum fóru í kaf. 1. Mós. 7: 19.
Nú varð alt fólkið, sem var fyrir utan
örkina, að viðurkenna, en því miður of
seint, að þeir, en ekki Nói höfðu haft rangt
fyrir sér. Nú sáu þeir að alt, sem þeir
höfðu sett fé sitt i var svift 1 burtu —
heimili, atvinna, fjölskylda, og líf þeirra
sjálfra. En Nói með fjölskyldu sinni var
öruggur í örkinni, sem nú flaut á vatninu.
Hann ihafði sett fé sitt í hana, já, alt, sem
hann átti, í Ihlýðni við Guðs orð.
Þessi sami kærleiksríki Guð, sem þá
sendi fólkinu alvarlegan viðvörunar boð-
skap um hina yfirvofandi eyðileggingu,
sendir nú aðvörunarlboðskap til heimsins
um eyðileggingu veraldarinnar, sem mjög
bráðlega muni fara fram. “Og eins og var á
dögum Nóa, svo mun og verða á dögum
mannssonarins.” Á dögum Nóa var eyði-
leggingin gjörð af vatni, en sú, sem er í
aðsigi verður af eldi. Lúk, 17, 26, 2- Pét.
3, 10-13.
Eins og Nói prédikaði boðskap sinn í
“eitt hundrað og tuttugu ár”, og fólkið
“vissi ekki að eyðilegging þeirra var ná-
læg” fyr en flóðið kom og hreif þá alla
burt”, “þannig” segir Jesú, “mun verða
koma mannssonarins”. Fjöldinn vill ékki
kannast við endurkomu ihans ’fyr en það
er orðið of seinit að búa sig undir að mæta
honum. Matt. 24,33.
Af hverju vissi ekki fólkið að eyðilegg-
ing þeirra var í aðsígi? — Af því, að þeir
neituðu að trúa því, og láta sér umlhugað
um það. Þeir kusu að fylgja sinni eigin
dómgreind og þannig ólhlýðnast Guðs orði.
Þeir héldu áfram að sökkva sér niður í
störf sín og skemtanir — “átu og drukku,
kvæntust og giftust, alt til þess dags er
Nói gekk inn í örkina, og vissu ekki af fyr
en flóðið kom og hreif þá alla burt, —
þannig mun verða koma mannssonarins”.
Matt. 24, 38-39.
Látum oss því ekki fyrirlíta aðvörunar-
boðskap Guðs, sem nú er boðaður um gjör-
valla jörðina, en vera hlýðin, leyfa honum
að hjálpa oss til að iðrast og frelsa oss
þegar hann kemur. Biblían segir: “Sælir
eru þeir, sem halda Guðs boðorð (ensk
þýðing) til þess að þeir geti fengið aðgang
að lífsins tré og megi ganga um hliðin inn
í borgina.” Opb- 22, 14.
Verum því Ihlýðnir meðeigendur á eign-
um himinsins.
A. L. Manous.