Stjarnan - 01.03.1947, Qupperneq 2
26
STJAKNAN
lestu nú sögu fyrir mig,” hrópaði hann
fagnandi.
Faðir hans las í bókinni, og í -þetta sinn
talaði hún til hans um hvernig hann gæti
fengið fyrirgefningu syndanna. í stað þess
að fela bókina stakk hann henni nú í vasa
sinn, og fór út í þann enda kálgarðsins,
sem lengst var frá húsinu, settist þar á tré-
stump, íbak við raðir af hávöxnum maís, og
fór að lesa. Orðið talaði til hjarta hans.
Að lokum féll hann á kné með bók sonar
síns í hendinni og gaf Giuði hjarta sitt.
Nú skal eg segja þér hvernig ÞÚ getur
öðlast þennan kraft. Þú getur ekki keypt
hann. Hann fæst gefins. En þú verður að
biðja Guð um hann. Þessvegna segir Jesús:
“Biðjið iog mun yður gefast.” Guð er jafn-
vel fúsari til að gefa oss sinn Heilaga Anda
heldur en foireldrar eru að gefa börnunum
sínum góðar gjafir. En vér verðum að
biðja um hann.
Einu sinni var eg að ibíða eftir strætis-
vagni á miðstöð í Oakland. Þegar þangað
kom varð vagninn að snúa aftur sörnu leið.
Vagnstjórinn iokaði dyrunum, tók peninga-
kassann, gekk yfir í hinn enda vagnsins,
opnaði dyrnar og dró niður stöngina, sem
snerti rafmagnsvírana. Rétt í þessu kom
einhver að tala við hann svo hann gleymdi
að setja upp stöngina á hinum enda vagns-
ins. Farþegamir komu inn og borguðu far-
gjaldið, svo leit hann á úrið sitt sté á fjöðr-
ina til að setja vagninn á stað og lokaði
dyrunum. En vagninn hreyfðist ekki.
Hann reyndi á ný en árangurslaust. Alt í
einu mundi hann ihvað var að. Hann gefck
yfir að hinum enda vagnsins, setti upp
stöngina svo hjólið á enda hennar rann á
rafmagnsvírunum, svo kom hann vagninum
af stað hindrunarlaust.
Krafturinn var þar uppi og vagninn var
í góðu ilagi, en stöngin varð að snerta raf-
magnsvlírinn, sem krafturinn var í, áður
en vagninn gæti hreyfst. Guð hefir nógan
kraft fyrir oss svo vér getum lifað sönnu,
hreinu og heilögu lífi, en vér verðum að
biðja um hann og meðtaba hann.
Veiztu hvar Guðs heilagi andi óskar að
búa? Hann óskar að búa í hjarta þínu.
“Vitið þér ekki, að yðar líkami er musteri
heilags anda, sem í yður býr, sem þér hafið
frá Guði og þér eruð ekki yðar eigin eign.”
I. Kor. 6:19. Guð vill vér höldum líkama
vorum hreinum, gætium hans vel, varðveit-
um hugsanir vorar og orð, svo alt sé Guði
til dýrðar. Jafnvel það sem vér etum og
drekkum á að vera það sem bezt er fyrir
liíkamann og þannig Guði til dýrðar, svo
Guðs andi geti búið hjá oss. “Hvort held-
ur þér etið eða drekkið, eða hvað helzt þér
gjörið, gjörið það alt Guði til dýrðar.” I.
Kor. 10:31.
Það var smásaga í amerísfcu blaði 1942
um latan einbúa nokkurn. Hann fojó í hrör-
legum kofa uppi í fja'llshlíð einni. Einu
sinni þegar ihann sat úti um kringdur af
illgresi heyrði hann fótatak og hugsið yður,
konungurinn frá stóriborginni stóð fyrir
framan kofa hans og starði á hin tignar-
legu fjöll hinum megin við dalinn. Loks
segir konungurinn hrifinn: “Ó hvað þau
eru fögur.” Nú varð honum litið á einbú-
ann og sagði við hann: “Einbúi, vinur
minn, má eg koma aftur og horfa á þessar
indælu hæðir frá garðinum þínum? Þessi
sjón er svo hrífandi fögur, að hún gjörir
mig að ibetri manni.” Vesalings einbúinn
fyrirvarð sig sivo hann gat ©kki orði upp
komið, alt var svo óhreint og þakið illgresi
hjá honum. Meðan hann með sneypu
hengdi niður höfuðið fór konungurinn í
burt.
“Hann kemur aftur, eg verð að búa mig
undir,” sagði einbúinn við sjálfan sig, svo
hreinsaði hann fourtu illgresið og lagfærði
stólinn sem var brotinn. Konungur kom
aftur, sat á stólnum og starði á fegurð út-
sýnisins. “Einfoúi, vinur minn, viltu gefa
mér vatn að drefcka,” bað konungur. Vesa-
lings einbúinn, bollinn hans var óhreinn
og vatnsfatan tóm og uppsprettan þakin
illgresi. Meðan hann vár að reyna að
hreinsa boilann fór konungur á burt.
“Hann kemur aftur, eg verð að búast
við foonum,” hugsaði einbúinn. Hann
hreinsaði kringum uppsprettulindina,
fylti fötuna með vatni, bjó til borð og hafði
vatn við hendina á hverjum degi. Kon-
ungur kom aftur, sat á stólnum, drakk
vatnið og sagði síðan við einbúann: “Vin-
ur minn, eg er svo þreyttur, getur þú gefið
mér svolítinn matarbita.” Aumingja lati
einbúinn, hann hafði ékkert matarkyns við
hendina nema fáein hálfrotin vtínber. Með-
an hann stóð og hugsaði um vandræði sín
fór konungur burtu.