Stjarnan - 01.08.1947, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.08.1947, Qupperneq 2
66 STJARNAN sté upp af henni. Fljótin höfðu aldrei flóð yfir bakka sína heldur runnið til sjáfar. En þessir menn athuguðu ekki vald hans sem stjórnar vötnunum og segir: “Hingað og ekki lengra.” Tíminn leið og ekki sást nein breyting á náttúrulögunum. Þeir sem áður voru hálf- hræddir urðu nú rólegir . . . Þeir héldu á- fram skemtunum sínum og veisluhöldum, þeir átu, drukku, plöntuðu og bygðu í von um að njóta góðs af starfi sínu í framtíðin- ni, og gengu æ lengra og lengra áfram í guðleysinu, en gáfu engan gaum að skipun- um Guðs, þeir óttuðust hann ekki. Guð skipaði Nóa: “Gakka þú og alt þitt hús í örkina, því eg hefi séð þig réttlátan fyrir minni augsýn á þessari öld.” Menn höfðu hafnað aðvörunum Nóa, en áhrif og eftirdæmi hans varð til. blessunar fyrir börn hans. Sem endurgjald fyrir guðrækni og trúmensku Nóa freslaði Guð alt heim- ilisfólk hans. Það er uppörfun fyrir foreld- ra að reynast Guði trú. Athugum nú lærdóm þann er Jesús bendir á í sambandi við endurkomu hans: “Eins og dagar Nóa voru eins mun tilkoma mannsins Sonar verða, því eins og menn fyrir flóðið héldu sig vel að mat og drykk, karlar og konur fiftust alt til þess dags þeg- ar Nói gekk í örkina og vissu ekki fyr af en flóðið kom og tók þá alla. Eins mun verða tilkoma mannsins Sonar.” Matt. 24:37-39. “Fyrir flóðið sendi Guð Nóa til að vara fólkið við því sem verða mundi svo það gæti yðrast og umflúið eyðileggingu. Þegar endurkoma Krists nálgast þá sendir Guð þjóna sína til að aðvara fólkið svo það geti 'búið sig undir þennan mikilvæga atburð. Fjöldinn hefir lifað í yfirtroðslu Guðs boð- orða. Nú kallar hann þá af náð sinni til að snúa sér og hlýða hans heilögu boðum. Allir er vilja'yðrast synda sinna og snúa sér frá þeim í lifandi trú á Krist öðlast fyrirgefn- ingu syndanna. Mörgum finst það kosti of mikla sjálfsafneitun að skilja við syndina. Af því líf þeirra er ekki í samræmi við Guðs heilaga lögmál þá hafna þeir aðvör- unum hans og kannast ekki við gildi hans boðorða.” Þegar fólkið fyrir flóðið nálgaðist enda náðartíma síns skemti það sér sem best. Hinir helstu meðal þeirra reyndu að fylla hugafólksins skemtanafýsn svo hinar alvarlegu aðvaranir Nóa skyldu ekki trufla rósemi þeirra. Er ekki þessu eins háttað á vorum dögum? Meðan þjónar Drottins aðvara menn um að endir allra hluta sé í nánd. þá er fjöldin niðursokkinn í skemtanir. Það er sífelt eitthvað sem hríf- ur hugi manna og hindrar þá frá að gefa gaum að þeim sannleika, sem einn getur frelsað þá frá hinni komandi eyðileggingu. Ennfremur gefur Jesús alvarlega aðvör- un er hann segir: “En ef ótrúr þjón segir í hjarta sínu það mun dragast að herra minn komi og tekur síðan að berja á samþjónum sínum og hafa samneyti við ofdrykkju- menn, þá mun húsbóndi hans koma þegar hann varir sem minst, og á þeirri stundu er hann ætlaði sist.” Ótrúi þjónninn hugsar með sér: “Það mun dragast að herra minn komi!” Hann efast ekki um að hann muni koma. Hann gjörir ekki gys að endurkomu kenningun- ni. Bæði í hjarta sínu og í allri framkomu sinni heldur hann því fram að það muni dragast að herra hans komi, á þann hátt kemur hann öðrum til að sleppa þeirri sannfæringu að Jesús komi skjótt. Áhrif hans leiða aðra til kæruleysis og undan- dráttar með það eina nauðsynlega. Þeir halda áfram að fylgja heimsins siðum. Jarðnesk áhugamál fylla huga þeirra. Hinn ótrúi þjón tekur að berja á samþjónum sín- um, hann ásakar og talar illa um þá, sem eru Drotni trúir. Þetta er hættulegt ástand. Með hinum heimslega sinnuðu félögum sínum festist hann í snörunni. “Húsbóndi þess þjóns mun koma . . . á þeirri stundu er hann ætlaði síst og láta hann sæta hörð- um refsingum og gjöra hlut hans jafnan hræsnurum.” “Ef þú vakir ekki mun eg koma yfir þig eins og þjófur.” Endurkoma Krists mun koma óvörum yfir hina fölsku kennara. Þeir segja: “Friður og öllu óhætt.” Eins og prestarnir og kennararnir á undan eyði- leggingu Jerúsalemsborgar vænta þeir að kirkjan muni njóta upphefðar og velmeg- unar. En hvað segir Guðs orð? “Þá mun snögg eyðilegging koma yfir þá.” Yfir alla sem á jörðu búa, þá sem lifa heiminum, mun dagur Drottins koma sem þjófur á nóttu. “Heimurinn er fullur af uppreisn, óstjórn og guðlausum skemtunum, hann sefur í

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.