Stjarnan - 01.08.1947, Page 6

Stjarnan - 01.08.1947, Page 6
70 STJAKNAN Þar verða engin vilt ljón né önnur óargadýr, sem þarf að setja í búr og vörslur. Þau verða öll skaðlaus og skemti- leg. Þá mun úlfurinn dvelja hjá lambinu og börn leika sér við ljón, pardusdýr og bjarndýr. — Jes. 35:9. 11:6—9. Hér líðum vér söknuð, sorg og þjáning- ar, en þar munum vér njóta als þess góða sem hjartað girnist. Sorg og angist verður ekki til og enginn verður veikur. Jes. 33:24. “Þá munu augu hinna blindu uppljúk- ast og eyru hinna daufu heyra. Hinn halti mun létta sér eins og hjörtur og tunga hins málhalta fagna lofsyngjandi.” — Jes. 35:5. 6. % f því landi heilbrigðinnar, fegurðarinn- ar og fullkomleikans munum vér þekkja eins og vér erum þektir. Ástvinirnir sem dauðinn hefir aðskilið munu mætast og sameinast aftur, þar þarf enginn að ótt- ast fyrir að komandi ár né aldir slíti fé- lagsskap þeirra, eða skerði fögnuðinn af að ferðast, læra og rannsaka. Allur heimurinn er hreinn. Fullkomið samræmi ríkir í allri náttúrunni. Frá hon- um sem alt hefir skapað, streymir líf, ljós. og gleði út um hinn ómælanlega geim al- heimsins. Frá hinni smæstu frumlu til hins stærsta hnattar, alt skapað er fegurð og fullkomnun sem auglýsir að “Guð er kærleikur.” R. F. Colirell. -f -f Hveitið og illgresið “Aðra dæmisögu sagði hann þeim er svo hljóðar: Líkt er Guðs ríki manni þeim sem sáði góðu sæði í a-kur sinn, en er menn voru í svefni, kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitisins og fór síð- an á burt. En er sæðið spratt upp og tók að bera ávöxt, þá kom og illgresið í ljós.” Illgresið í Palestínu er eitrað fræ af al- mennu illgresi. Áður en hveitið fer að fyllast út ,er varla hægt ^áð þekkja hvort frá öðru, hveitið og illgresið. Eftir að hveitið er farið að þroskast sést mismun- urinn greinilega, en þá er orðið of seint að uppræta illgresið, því ræturnar eru flæktar saman við rætur hveitisins. Ef illgresisffæið er rnalað saman við hveitið -og etið, þá verða menn veikir af því og stundum orsakar það dauða. Það kom oft fyrir að óvinir sáðu illgresi í akur annars manns til að hefna sín fyr- ir einhverja verulega eða ímyndaða móðgun. Þegar ég las þessa dæmisögu Frelsar- ans, fór ég að athuga, hvaða lexíu hún hefði að geyma fyrir mig. Hefi ég orðið þreyttur að standa á verði og þannig gef- ið ó vi-ni sálnanna tækifæri til að sá ill- gresi vondra hugsana í hjarta mitt? Hefi ég leyft tortryggni að festa rætur og eitra líf mitt? Ef slíku sæði er sáð, þá þroskast það fljótt, og það er erfitt að þekkja eðli þess þar til það hefir kæft niður hið góða í hjarta mannsins. Það er óyggjandi sannleikur að ávöxturinn sem kemur í ljós í lífi voru er einmitt það sem vér höfum sáð! Einn rithöfundur segir: “Lífsreynsla vor er að miklu leyti ávöxtur hugsana og athafna vorra ..... hver maður hiýtur að kannast við að hið illa sem amar honum er ávöxturinn af því sem hann hefir sjálfur sáð.” Vér þurfum að biðja hinn guðdómlega víngarðsmann að varðveita oss stöðugt svo engin syndug hugsun nái inngöngu hjá oss til að f-ramleiða eitraðan ávöxt. Hver óhrein hugsun saurgar sálina, veikir siðferðistilfinninguna, stríðir á móti áhrif- um Guðs anda og sljóvgar hina andlegu sjón, svo m-enn sjái ekki Guð, eða þeir gleyma honum. Vor himneski Faðir bæði vill og getur fyrirg-efið hinum ið-randi syndara, en örið stendur eftir. Vér verð- um að forðast öll óhrein orð og hugsanir, ef vér viljum hafa skýran skilning á hinu andlega og eilífa. Vér stöndum ekki einir að verki, því heilagur andi hjálpar hverri sál, sem horfir á Jesúm og leitar aðstoðar hjá hon- um. Jesús mun varðveita akur hjarta vors, ef vér felum -oss honum. Ef vér í sannleika þekkjum og treyst- um kærleika hans til vor og umhyggju hans fyrir oss þá -erum vér öruggir. I. Brasier. ♦ ♦ ♦ “Takið eftir og sjáið hvað Drottinn er góður, sæll er sá maður sem reiðir sig á hann. D-rottins augu snúa sér að þeim réttlátu, og hans eyru að þeirra kalli.” J

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.