Stjarnan - 01.09.1947, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.09.1947, Qupperneq 1
STJARNAN SEPTEMBER 1947 LUNDAR, MAN. Haltu áfram að biðja Bæn til Guðs ætti að vera daglegur sið- ur hjá oss. Til að kenna oss það sagði Jesús dæmisöguna um fátæku ekkjuna sem hélt áfram að biðja rangláta dómarann þar til hann hjálpaði henni að ná rétti sínum. Vér megum ekki hætta að biðja þó vér fáum ekki strax bænheyrslu. Ekkjan gafst ekki upp. “Hann skeytti því ekki um hríð, en eftir á hugsaði hann með sjálfum sér, þótt eg ekki óttist Guð né skeyti um nokkurn mann, þá samt vegna þess að ekkja þessi gjörir mér ónæði vil eg láta hana ná rétti sínum, svo hún ekki ávalt komi til mín og nauði á mér. Þá sagði Drottinn, takið eftir hvað þessi rángláti dómari sagði.” Lúk. 18:4-6. Dæmisaga þessi hefir áríðandi lærdóm fyrir oss. Ef vér væntum að fá það sem vér biðjum um þá megum vér ekki gefast upp að biðja, heldur halda áfram bæninni. Jesús bendir á það í fáum orðum: “menn ættu stöðugt að biðja og ekki þreytast.” Lúk. 18:1. Vér þurfum að hafa það eins og litlu börnin, og þau gefast nú ekki upp við að biðja um það sem þau vilja fá, þau halda áfram að biðja og stundum fá þau vilja sinn með þessu móti, þau þreytast ekki þó foreldrarnir verði þreyttir, þau biðja aftur og aftur. “Bænin áorkár meira eri menn geta dreymt um.” Þeir menn, konur, drengir og stúlkur, sem fá það er þau biðja um, eru ákveðin með það sem þau biðja um. Þeim er alvara. Þau koma ekki fram fyrir Guð með bæn sína og hlaupa svo í burtu áður en hann svarar þeim. Charles Goodell, hinn mikli prédikari sagði frá því í ræðu einni fyrir nokkrum árum síðan að kona hans og börn hefðu farið upp í fjöllin til að vera þar um sumar- ið. Hann saknaði þeirra svo mjög að hann stóðst það ekki lengur.# Hann tók tal- símann, kallaði konu sína sem var 200 mílur í burtu og sagði: “Góðan daginn. Ert það þú, Mary?” “Já, Charley.” “Hvern- ig líður börnunum?” “Þau eru frísk.” “Hvernig líður þér Mary?” “Mér líður vel.” “Eg elska þig Mary.” “Eg elska þig Charl- ey.” Já, þetta var einmitt það sem hann þráði að heyra. Hefði hann hengt upp tal- símann áður en hún hafði tíma til að svara þá hefði hann farið á mis við að heyra ástarorð henriar. Of margir biðja dg vænta ekki svars. Það hefði orðið sorgleg reynsla fyrir Jakob nóttina við lækinn Jabbok hefði hann ekki beðið þess að fá svar við bæn sinni. Elías hélt áfram að biðja þar til regnskýin komu til að bæta úr þriggja ára þurki. Hurðir fangelsisins hefðu ekki opnast af sjálfu sér fyrir Pétri þegar hann sat í fangelsinu ef söfnuðurinn hefið ekki án áfláts beðið fyr- ir honum. Þegar Jesús starfaði hér á jörðunni var hann stundum heilar nætur á bæn. Það var á fjallinum þegar hann bað með þremur lærisveinum sínum að útlit ásjónu hans umbreyttist og klæði hans urðu skínandi hvít. Hann var ummyndaður fyrir augum þeirra. Lúk. 9:29. Það var í garðinum Getsemane, þegar hann bar syndir heimsins, að hann bað aftur og aftur. “Þá kom engill af himni og styrkti hann.” Fátæk lítil stúlka horfði yfir girðinguna inn í víngarðinn. Eigandi vingarðsins gekk framhjá og spurði: “Langar þig til að fá

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.