Stjarnan - 01.09.1947, Page 2

Stjarnan - 01.09.1947, Page 2
74 STJARNAN nokkur vínber?” “Ó mér þætti ósköp vænt um það.” “Jæja, réttu mér körfuna þína inn yfir girðinguna.” Svo fór maðurinn með körfuna og var langa stund í burtu. Litlu stúlkunni fór að leiðast. Hún hélt hann ætlaði ekki að koma aftur. Loksins kom maðurinn aftur með körfuna fulla af bestu vínberjunum sem voru í garði hans. “Þú hefir orðið að bíða lengi,” sagði hann. “En því lengur sem þú beiðst því fleiri vínber fékstu.” Eins er það oft með bæn. Vér biðjum Guð um eitthvað en oss finst langur tíminn að bíða eftir bænheryrslunni, svo trú vor fer að veiklast. En svo veitir hann oss ríku- lega það sem best er fyrir oss. Ef svar upp á bænina kemur ekki strax og eins og vér óskum eftir, eigum vér þá að gefast upp, hætta að vænta bænheyrslu og leyfa trú vorri að dofna? Vissulega ekki. Hvað eig- um vér þá að gjöra? Oss er sagt það í Sálm. 37:7. “Vona þú í kyrð á Drottinn og bíð hans. Lát þér ei gremjast við þann mann hvers athæfi hepnast, við þann sem hefir í frammi pretti.” Vér eigum að gjöra sjálfir það sem í voru valdi stendur og fela Guði árangurinn. “Því trú án verka er dauð” Jak. 2:26. Maður nokkur sagði einu sinni: “Eg hef óbilandi trú á bæn. En þegar eg bið um kartöflur, þá nota eg garðyrkjuverkfærin um leið.” Móðirin fann litlu stúlkuna sína liggja á leirugri götu í garðinum og sagði henni að standa upp. Litla stúlkan vildi ekki og sagði: “Eg er að bíða.” “Eftir hverju ertu að bíða?” spurði móðir hennar. “Eg er að bíða eftir Guð reisi mig á fætur. Eg datt og bað Guð að reisa mig upp. Hann flýtir sér ekki að því.” Móðirin útlistaði nú fyrir henni að hún gæti legið þar allan daginn því Guð færi ekki að reisa upp litla stúlku, sem hefði sterka fætur og handleggi, en væri of löt til að nota þá. Hann ætlaði til að hún gjörði það sem hún gæti til að svara bæn sinni. Vér erum meðstarfendur Guðs til að fá^bænum vorum svarað. Þegar Jesús kom að gröf Lazarusar til að reisa ,hann upp, sagði hann: “Takið steininn frá.” Jóh. 11:39. Hann sem hafði vald til að lifga hinn dauða sem hafði legið 4 daga í gröfinni, hann hef- ði einnig getað velt steininum í burtu. En hann gjörði ekki það sem vinir Lazarusar gátu gjört. Þeir áttu hægt með að velta. steininum, en þeir gátu ekki gefið hinum dauða líf. Jesús lofaði mönnum að gjöra það sem þeir voru færir um, en það sem þeim var ómögulegt gjörði hann fyrir þá. Vér megum heldur ekki gleyma að það er aðeins trúuð bæn sem hefir loforð um bænheyrslu. Mark. 11:24. “Þar fyrir segi eg yður, um hvað helst þér biðjið Guð, þá trúið að þér munið það öðlast og þá munuð þér fá það.” Hvað ætti þá að þýða að biðja ef vér ekki tryðum að Guð elskar oss og svarar bænum vorum. Allar bænir vorar eiga að véra bornar fram í auðmjúkri undirgefni undir hans vilja. Fullkomnasta bæn vor er sú sem Jesús kendi oss: “Verði þinn vilji.” Fjöldinn af oss óskar að vor eigin vilji verði. En verði það ekki og það bráðlega þá missum vér kjarkin. Vér þurfum fyrst og fremst að biðja fyr- ir sjálfum oss að vér megum vera í fullu samræmi við Guðs vilja. Sá sem biður án trúar getur ekki vænst bæheyrslu. Jak. 1:6.7. “En hann biðji með trúnaðartrausti og efist ekki, því sá sem er efablandinn hann er líkur hafsins bylgjum uppæstum og hröktum af vindi, þvílíkur maður hugsi ekki að hann fái nokkuð hjá Drotni.” Kvöld eitt árið 1919 sat móðir ein í Vest- ur Bandaríkjunum og hneygði höfuð sitt meðan litla stúlkan hennar á hnjánum fyr- ir framan hana bað til Guðs áður en hún færi í rúmið: “Góði Guð blessaðu mömmu og varð veittu pabba, hann er svo langt langt í burtu.” Þegar barnið sagði “Amen,” opnaði hún augun, leit á móður sína og sagði: “Eg þakka þér fyrir Guð minn.” Móðirin strauk hár litlu stúlkunnar og óskaði hún hefði eins sterka barnslega trú um leið og hún bað Guð að varðveita mann sinn. Það kvöld kom símskeyti: “Mér líður vel Skrifa bráðum. P a b b i.” Móðirin skildi þetta ekki þangað til seinna þegar hún var kölluð upp og einhver sagði í gegn um fóninn: “Maðurinn þinn var drepinn í járn- brautarslýsi í kvöld”. Hún svaraði: “hann er heill og hraustur. Eg fékk símskeyti frá

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.