Stjarnan - 01.09.1947, Blaðsíða 3
STJARNAN
75
honum fyrir nokkrum mínútum.” Morg-
uninn eftir var grein í blöðunum sem
sagði: Sauðfjárlest fórst, allir drepnir sem
nreð henni voru.” Svo var sagt frá að mað-
ur hefði vanrækt að gefa merki svo tvær
lestir höfðu rekist á og állir mennirnir
farist.
Faðirinn í þessari fjölskyldu var sjálf-
stæður viljasterkur maður. Hann skyldi
varla sjálfur hvernig á því stóð að hann
fyldgdi uppástungu annars manns sem var
a lestinni um eftirmiðdaginn þennan sama
dag. Hann hafði ekki séð#þennan mann
áður og sá hann aldrei aftur. Þessi maður
hafði líka sauðfé á lestinni. Hann stakk
uppá að þeir færu af með fé sitt og fóðr-
uðu það á vissum stað þar sem fjárkvíar
voru og færu svo seinna með annari lest
til Omaha. Faðirinn fylgdi þessu ráði þó
það meinti aukakostnað, og komst þannig
hjá járnbrautarslysinu.
Ó, að vér hefðum barnslegt trúnaðartraust
Vér getum öðlast það. Það kemur með
því að heyra Guðs orð og hlýða því. Róm
10:17. Þökkum Guði fyrir það sem hann
veitir oss, og “treystum Guði” Mark.II:22.
Ef vér erum ófúsir að fyrirgefa öðrum
þá hindrar það bænheyrslu. Mark. 11:25.26.
“Þegar þér standið og biðjist fyrir þá fyr-
irgefið er yður þykir nokkuð við einhvern
svo Faðirinn á himnum einnig fyrirgefi
yðar afbrot. En ef þér ekki fyrirgefið öðr-
um, mun faðir yðar himneskur ekki heldur
fyrirgefa yður yðar afbrot.” Ósamlyndi
milli manns og konu getur hindrað bæn-
heyrslu. I:Pét. 3:7.
Ef vér vísvitandi höfnum sannleika Guðs
orðs, getum vér ekki vænst bænheyrslu.
Orðskv. 28:9. Annar alvarlegur texti stend-
ur í Sálm 66:17. “Hefði eg haft ranglæti í
mínu hjarta, svo mundi Drottinn ekki hafa
heyrt mig.”
Vér verðum að hafna öllu sem vér vitum
er syndsamlegt. Minnist þess líka að það er
nafnið sem stendur undir ávísuninni sem
gpfur henni gildi, þegar hún er tekin til
gjaldkera bankans. Sá maður væri í meira
lagi heimskur, sem héldi hann gæti dregið
peninga úr bankanum ef hann aðeins væri
í dýrum fötum og keyrði í skrautlegum bíl.
Hann gæti eins vel verið í vinnufötum, það
er ekki búningur eða útlit hans sem gildir,
heldur nafnið undir ávísuninni.
Sömuleiðis með bæn. Ef vér væntum að
fá svar, þá verður bænin að vera í nafni
hans sem er æðra öllum nöfnum. Bæn er
öflug, ekki vegna þess hve vel hún er stýl-
uð, eða hvernig hún er framborin, eða fyr-
ir það hvað löng hún er, heldur fyrir það í
hvers nafni hún er fram borin. Jesú dýr-
mæta nafn er þá sem gildir. Hann sagði
til lærisveina sinna:
“Hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni
það mun hann veita yður. Hingað til hafið
þér einkis beðið í mínu nafni, biðjið og
þér munuð Öðlast, svo að yðar fögnuður sé
fullkominn.” Jóh. 16:23.24.
Voice of Prophecy
XXXI.- DÓMSDAGUR
Tilkomudagur Krists, mun verða dóms-
dagur fyrir heiminn.
Ritningin segir: “Sjá, drottinn kemur
með sínum heilögu þúsundum til að halda
dóm yfir öllum”. — Júd. 14.
“Allar þjóðir munu safnast saman
frammi fyrir honum, og hann mun skilja
þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn
skilur sauðina frá höfrunum”. — Matt.
25, 32. —
En áður en þessi dagur kemur, hefir guð
aðvarað oss og látið oss vita, hvað verða
mundi. Hann hefir ávalt varað mennina
við komandi hegningu. Sumir hafa gefið
gaum að viðvöruninni og breytt eftir orði
guðs. Þeir hafa komist undan refsidóm-
um, en hann hefir komið yfir hina óhlýðnu
og vantrúuðu.
Áður en guð eyðilagði jörðina með vatns
flóði, sagði hann við Nóa: “Gakk. þú og
alt þitt hús í örkina; því ég hefi séð þig
réttlátan fýrir minni augsýn á þessari
öld”. — 1. Mós. 7, 1. — Nói hlýddi guði og
bjargaðist. Áður en Sódóma var eyðilögð,
kom engill til Lots og sagði við hann:
“Tak þig upp pg far úr þessum stað, því
drottinn mun eyðileggja staðinn”. — 1.
/ 4