Stjarnan - 01.09.1947, Side 7

Stjarnan - 01.09.1947, Side 7
STJARNAN ' 79 Orugg vörn Vörn, vér heyrum talað um vörn og les- um um hana í blöðum og aug'lýsingum. Hver er vor andlega vörn eða varnar- Vlrki á þessum alvarlega tíma? Höfum vér vakandi áhuga fyrir voru siðferðislega og andlega lífi? Vér ættum að hafa það, því ef það dofnar eða deyr, þá er lítils vert það sem eftir er. Vor öruggasta vörn er bæn til Guðs, ef ver vanrækjum hana, þá bíðum vér ósig- Ur- Það er svo mikið að gjöra og svo margt sem kallar að, þess vegna er hætt við að Ver gleymum morgunstundinni sem vér Þurfum að njóta í félagsskap við vorn himneska Föður og í bæn til hans. Vér rjukum á stað í vinnuna án þess að taka a oss Guðs alvæpni, sem vér verðum að kafa til þess að geta mætt hverju sem fyr- lr getur komið yfir daginn. Eða vér biðj- Uru í flýti og höfum hugann á því sem 0ss tilheyrir og gleymum því sem vér keiddum um óðar en vér sleppum orðinu. Slík bæn er ekki sterkt varnarvirki móti °vini alls hins góða, og getur varla eflt Guðs ríki. “Aldrei síðan Jesús var lagður í jötuna 1 Betlehem hafa stjörnurnar skinið á uaenn sem voru eins hræddir og áhyggju- fullir eins og menn eru nú”, sagði rithöf- undur einn nýlega. Ef vér festum huga vorn við það, þá mundum vér gefast upp. En vér höfum Föður sem heyrir og svarar bænum vorum. í krafti hans getum vér verið öruggir, því hann heyrir bænir barna sinna, og hann hefir alt vald á himni og jörðu. Það er auðmýkjandi um leið og það er huggunarrík fullvissa. Hvers vegna biðjum vér ekki oftar alvarlegar en vér gjörum? “Hin helsta þörf kristinnar kirkju í dag, er ekki meiri tekjur, meira fé. Helsta þörfin er andlegs efnis. Bænarlaust eða bænar lítið starf eflir ekki Guðs ríki. Vér þurfum að biðja stöðugt og alvarlega”. Stöðug bæn frá insta djúpi hjartans fær bænheyrslu. Við aðalstrætið í þorpi einu á Englandi er fest upp auglýsing sem þannig hljóðar: “Ef þú ert óstyrkur í knján um þá leggstu á kné. Þetta er leyndar- dómurinn við sigursælt líf. Þetta er vor helsta þÖrf. “Ef Frelsari mannkynsins, Sonur Guðs, fann þörf á að biðja til Guðs, hversu miklu fremur þurfum ekki vér, ve- sælir, syndugir menn að biðja án afláts og af öllu hjarta”. Inez Brasier. Nokkuð handa þér Þegar pósturinn kemur með pakka eða bréf, réttir þér og segir: “Hér er nokkuð ^anda þér,” þá ertu hrifinn og tekur með gleði móti því sem að þér er rétt, af því það er “fyrir þig.” Jesús býður þér gjöf. Taktu eftir, hve °ft hann notar orðið þér og ySur. I húsi föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo, hefði ég sagt yður það. Eg fer burt til að búa yður stað, og þegar ég er burt farinn °g hefi tilbúið yður stað, þá mun ég koma aftur og taka yður til mín, svo þér séuð Þar sem ég er.” Ó, hve dýrmæt loforð. þau eru öll svo Persónuleg. Vér ættum að meta þau mik- ils. Já, vinur minn, þau eru öll fyrir þig, hver ísem þú ert, án tillits til þjóðflokks, hörundslitar, tungumáls, stöðu eða kirkju- félags. Fimm sinnum í þessu versi talar Jesús til þín. Viltu þiggja gjöf hans. Frelsun frá synd og dauða er þér framboðin ef þú að- eins vilt þiggja hana. Frelsun er boðin hverjum einstökum í fjölskyldu mann- kynsins. Það meinar þig. Þú getur valið að þiggja eða hafna hinni framboðnu náð. Að meðtaka fyrirgefning og frelsun, veitir manni eilíft líf í fullri sælu og gleði í Guðs ríki. Að hafna boðinu þýðir eilífa glötun. Vilt þú hafna náð Guðs eða meðtaka hana? X. X

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.